Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Grimmilegir fordómar á íslenskum vinnumarkaði

Þær vinna of mik­ið, er neit­að um fatn­að í réttri stærð og upp­lifa að ekki sé hlustað á þær. Það eina sem þær eiga sam­eig­in­legt er að vera kon­ur í yf­ir­þyngd.

Grimmilegir fordómar á íslenskum vinnumarkaði
Rannsókn „Ég vil að samfélagið meðtaki það að fólk sem er í ofþyngd er ekki síðra en aðrir,“ segir Steinunn Helga Sigurðardóttir. Mynd: Heiða Helgadóttir

Ný rannsókn Steinunnar Helgu Sigurðardóttur hjúkrunarfræðings varpar ljósi á skaðlega framkomu gegn konum í yfirþyngd á íslenskum vinnumarkaði. Framkoman hefur leitt til þunglyndis, kvíða og lágs sjálfsmats. Steinunn kallar eftir því að lögum verði breytt svo að þau verndi fólk gegn fordómum vegna holdafars.

Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar er ein af þeim konum sem mætt hafa fordómum vegna holdafars á vinnumarkaði. Hún léttist um tugi kílóa árið 2019 og sá í kjölfarið skýrar hve miklum fordómum hún hafði orðið fyrir á vinnumarkaði vegna þyngdar.

„Ég þarf að hafa miklu minna fyrir því núna að fólk trúi að ég hafi eitthvað að segja,“ segir Kristjana, sem vó um 140 kíló áður en hún fór í magahjáveituaðgerð, þá 39 ára gömul. „Fólk tekur meira mark á mér, hlustar betur og spyr mig frekar álits.“ 

Þetta rímar við reynslu kvennanna sjö sem Steinunn tók viðtöl við. Stundum komu þær með hugmyndir sem ekki …

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár