Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Grimmilegir fordómar á íslenskum vinnumarkaði

Þær vinna of mik­ið, er neit­að um fatn­að í réttri stærð og upp­lifa að ekki sé hlustað á þær. Það eina sem þær eiga sam­eig­in­legt er að vera kon­ur í yf­ir­þyngd.

Grimmilegir fordómar á íslenskum vinnumarkaði
Rannsókn „Ég vil að samfélagið meðtaki það að fólk sem er í ofþyngd er ekki síðra en aðrir,“ segir Steinunn Helga Sigurðardóttir. Mynd: Heiða Helgadóttir

Ný rannsókn Steinunnar Helgu Sigurðardóttur hjúkrunarfræðings varpar ljósi á skaðlega framkomu gegn konum í yfirþyngd á íslenskum vinnumarkaði. Framkoman hefur leitt til þunglyndis, kvíða og lágs sjálfsmats. Steinunn kallar eftir því að lögum verði breytt svo að þau verndi fólk gegn fordómum vegna holdafars.

Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar er ein af þeim konum sem mætt hafa fordómum vegna holdafars á vinnumarkaði. Hún léttist um tugi kílóa árið 2019 og sá í kjölfarið skýrar hve miklum fordómum hún hafði orðið fyrir á vinnumarkaði vegna þyngdar.

„Ég þarf að hafa miklu minna fyrir því núna að fólk trúi að ég hafi eitthvað að segja,“ segir Kristjana, sem vó um 140 kíló áður en hún fór í magahjáveituaðgerð, þá 39 ára gömul. „Fólk tekur meira mark á mér, hlustar betur og spyr mig frekar álits.“ 

Þetta rímar við reynslu kvennanna sjö sem Steinunn tók viðtöl við. Stundum komu þær með hugmyndir sem ekki …

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár