Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Mágkonur munu stýra Samtökum atvinnulífsins í haust

Tvær kon­ur, mág­kon­ur, munu í fyrsta sinn leiða Sam­tök at­vinnu­lífs­ins þeg­ar Sig­ríð­ur Mar­grét Odds­dótt­ir tek­ur við starfi fram­kvæmda­stjóra í haust.

Mágkonur munu stýra Samtökum atvinnulífsins í haust
Mágkonur Sigríður Margrét og Anna Hrefna munu stýra samtökunum í haust. Er þetta í fyrsta sinn sem kona er ráðin framkvæmdastjóri samtakanna.

Ráðning Sigríðar Margrétar Oddsdóttur til Samtaka atvinnulífsins (SA) er söguleg. Ekki bara vegna þess að nú mun kona í fyrsta sinn sitja á stóli framkvæmdastjóra heldur einnig vegna þess að aðstoðarframkvæmdastjóri samtakanna er mágkona Sigríðar. 

Tvær konur, mágkonur, munu leiða samtökin þegar Sigríður Margrét, sem nú er forstjóri Lyfju, tekur við starfi framkvæmdastjóra í haust. 

Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóra samtakanna, er gift bróður Sigríðar Margrétar. Anna Hrefna tók við starfinu í fyrra og er ekki á förum svo vitað sé. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður samtakanna, segir að mikil ánægja hafi ríkt með störf hennar.

Telur ekki að tengslin verði til vandræða

Átta manna framkvæmdastjórn SA var meðvituð um tengslin við ráðningu Sigríðar, að sögn Eyjólfs. Hann segir að þau hafi ekki verið tekin til sérstakrar skoðunar í ferlinu. 

„Ég get ómögulega komið auga á að slík tengsl verði eitthvað vandamál,“ segir Eyjólfur. „Fyrir mitt leyti velti ég því aldrei fyrir mér og ég veit ekki til þess að nokkur einasti aðili í framkvæmdastjórn hafi gert það þó ég geti ekki svarað fyrir alla.“

Halldór Benjamín Þorbergsson, fráfarandi formaður SA, sagði starfi sínu lausu í marsmánuði. Ráðning Sigríðar Margrétar var tilkynnt í gær. Aðspurður telur Eyjólfur ekki að ferlið hafi verið óeðlilega langt. 

„Fyrst og fremst var þetta vandað ferli sem tók sinn tíma,“ segir hann. „Þetta var sameiginleg niðurstaða framkvæmdastjórnar eftir viðtöl. Það var úr öflugum hópi að velja.“

Kjaraviðræður eru fram undan í haust og hefur Eyjólfur engar áhyggjur af því að nýr framkvæmdastjóri komi inn á sama tíma.

„Hún er afar öflugur einstaklingur og setur sig hratt inn í hlutina. Við megum bara ekki gleyma því að það er gríðarlega öflugur hópur þegar í starfi hjá Samtökum atvinnulífsins. Framkvæmdastjórinn er aldrei einn í þessum hlutum.“

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
3
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
6
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár