Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Mjólkursamsalan segir hægt að endurvinna fernur sem Sorpa segir ekki hafa tekist

Mjólk­ur­sam­sal­an, sem er stærsti sölu­að­ili drykkj­ar­ferna á Ís­landi, seg­ir sann­ar­lega hægt að end­ur­vinna fern­ur. Það þurfi fyrst að að­skilja plast­ið frá papp­an­um. Á sama tíma seg­ir Sorpa að eng­inn ár­ang­ur hafi náðst við end­ur­vinnslu á fern­um hér og stað­fest­ir að þær séu brennd­ar.

Mjólkursamsalan segir hægt að endurvinna fernur sem Sorpa segir ekki hafa tekist
Plast og ál Það mun kosta um 75 milljónir árlega að aðskilja TetraPak fernur frá pappír. Pappírsumbúðir og TetraPak umbúðir, sem innihalda líka plast og stundum ál, bera sama úrvinnslugjald. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Mjólkursamsalan, sem er stærsti söluaðili ferna á Íslandi, hvetur stjórnvöld til að taka endurvinnslu á fernum föstum tökum í ljósi umfjöllunar um að fernurnar séu að langstærstu leyti brenndar í orkuvinnslu en ekki endurunnar, líkt og neytendum hefur verið talin trú um. Í tilkynningu sem birt er á vef fyrirtækisins, og dagsett í gær, 5. júní, er ábyrgðinni á meðferð fernanna vísað á Úrvinnslusjóð, Sorpu og þeim fyrirtækjum sem tekið hafa á móti pappa- og pappírsumbúðum. 

„Með greiðslu úrvinnslugjalds hefur Mjólkursamsalan treyst á að þessir ferlar séu í lagi og eftirlit sé haft með því að svo sé,“ segir meðal annars í tilkynningu fyrirtækisins. Þar er einnig fullyrt að endurvinnsluferlar fyrir TetraPak umbúðir, sem mjólkurfernur eru, sé sannarlega til staðar. Skilja þurfi að pappann í þeim frá plastinu í þar til gerðum endurvinnslustöðvum sem staðsettar séu víða um heim. „Mjólkursamsalan harmar mjög að þeir endurvinnsluferlar sem í boði eru fyrir blandaðar drykkjarumbúðir séu ekki nýttir sem skyldi.“

Til að ítreka endurvinnsluhæfni ferna er tekið dæmi um eigin innkaup Mjólkursamsölunnar: „Sé fernum beint í réttan endurvinnslufarveg er því sannarlega hægt að veita þeim framhaldslíf. Mjólkursamsalan verslar til að mynda salernispappír sem unninn er úr gömlum fernum.“

Mjólkursamsalan vísar í samstarf sitt við Sorpu frá 1997 um endurvinnslu á drykkjarfernum. 

Í dag sendi þessi sama Sorpa hins vegar frá sér tilkynningu um fernumálið þar sem segir að fyrirtækið Smurfit Kappa, sem tekur við pappír frá Sorpu, nær engum árangri í endurvinnslu á fernum frá Íslandi. Þær hafa því allar verið brenndar til orkuframleiðslu. Fernur rýri endurvinnslumöguleika á öllum pappír sem flokkaður er með þeim. Stjórn Sorpu hefur, í þessu ljósi, falið öðru fyrirtæki að flokka TetraPak fernurnar, svo sem þær frá Mjólkursamsölunni, frá öðrum pappír. 

Í tilkynningunni baðst Sorpa afsökunar á sínum þætti í að hafa ekki miðlað með skýrari hætti hver afdrif drykkjarferna sem íbúar á höfuðborgarsvæðinu flokka eru.

Eins og fram kom í umfjöllun Heimildarinnar um örlög íslenskra drykkjarferna hefur Mjólkursamsalan, ásamt íslenskum endurvinnslufyrirtækjum, hvatt neytendur til að skola fernur og flokka með pappír svo endurvinna megi þær og gefa þeim „framhaldslíf“. Allar fernurnar innihalda þó plast til viðbótar við pappír. Sumar þeirra, til að mynda þær sem geyma G-mjólkurvörur eins og Kókómjólk, innihalda líka málma. Allt að 25 prósent af þyngd fernanna getur því verið annað en pappír.

Boðaðar aðgerðir Sorpu, um að aðskilja fernurnar frá öðrum pappír, mun kosta um 75 milljónir króna árlega. Ekki er ljóst hvernig innheimt verður fyrir þeim aukakostnaði en fernur og pappír bera sama úrvinnslugjald í dag. 

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    er ekki eðlilegt að fyrirtæki sem nota margefnaumbúðir séu sjálf gerð ábyrg fyrir endurnýtingu eða endur vinnslu umbúðanna. Það væri hið eina eðlilega og að fyrirtækin verði að færa sönnur á það að annað hvort sé gert.
    2
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    MS hefur af líkindum talið að endurbætur á TetraPak umbúðunum hafi verið eins og lofað.
    Eða getur verið að MS sé of háð TetraPak og geti því ekki ????
    En er það ekki umhugsunarvert hve stór hluti af vörunni er ætlað eyðingargjald vegna umbúða?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Kristrún og Þorgerður segja alþjóðasamfélagið hafa brugðist
6
Stjórnmál

Kristrún og Þor­gerð­ur segja al­þjóða­sam­fé­lag­ið hafa brugð­ist

„Við höf­um upp­lif­að von­brigði og getu­leysi,“ seg­ir Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra sem heit­ir áfram­hald­andi stuðn­ingi Ís­lands við Palestínu. Hún seg­ir að al­þjóð­leg­ur þrýst­ing­ur muni aukast þeg­ar fólki gefst tæki­færi til að átta sig á því sem geng­ið hef­ur á í stríð­inu á Gaza, nú þeg­ar út­lit er fyr­ir að átök­un­um sé að linna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár