Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Óháður aðili skipaður til að fylgjast með endurvinnslu á drykkjarfernum

Úr­vinnslu­sjóð­ur hef­ur kraf­ið Terra og Ís­lenska gáma­fé­lag­ið um stað­fest­ingu á end­ur­vinnslu á drykkj­ar­fern­um sem flokk­að­ar eru hér­lend­is. Ráð­herra fund­aði með sjóðn­um í dag.

Óháður aðili skipaður til að fylgjast með endurvinnslu á drykkjarfernum

Úrvinnslusjóður, sem hefur það opinbera hlutverk að skapa hagræn skilyrði fyrir endurnotkun og endurnýtingu úrgangs, segir að í kjölfar fundar með Guðlaugi Þór Þórðarsyni umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra í dag hafi verið ákveðið að sjóðurinn og SORPA muni tilnefna óháðan aðila til að fylgjast með framkvæmd endurvinnslu á drykkjarfernum og staðfesta fullnægjandi endurvinnslu. 

Þá hafi Úrvinnslusjóður krafið aðra þjónustuaðila, Terra og Íslenska gámafélagið, sem hafa safnað fernum til endurvinnslu, um staðfestingu á því að fullnægjandi endurvinnsla hafi farið fram erlendis. Gert er ráð fyrir að upplýsingar berist á næstu dögum. 

Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Úrvinnslusjóður sendi frá sér í dag í kjölfar opinberunar Heimildarinnar á því að drykkjarfernur sem flokkaðar eru á Íslandi eru ekki endurunnar, heldur brenndar í sementsverksmiðjum. 

SORPA greindi í dag frá því að fyrirtækið hafi fengið staðfestingu á því að fernur sem það hefur sent til endurvinnslufyrirtækisins Smurfit Kappa séu ekki endurunnar heldur brenndar. Í tilkynningu frá SORPU baðst fyrirtækið afsökunar á sínum þætti í að hafa ekki miðlað með skýrari hætti hver afdrif drykkjarferna sem íbúar á höfuðborgarsvæðinu flokka eru.

Úrvinnslusjóður, sem hefur eftirlitshlutverki að gegna og hefur greitt íslensku endurvinnslufyrirtækjunum Sorpu, Terra og Íslenska gámafélaginu fjármuni fyrir að hafa sent drykkjarfernur í það endurvinnsluferli, biðst ekki afsökunar á sínum þætti í yfirlýsingu sinni. Þar segir að sjóðurinn vilji þó taka fram að hann hafi „nýlega endurskoðað skilmála gagnvart þjónustuaðilum sjóðsins í þeim tilgangi að treysta rekjanleika og vitneskju um endanlega ráðstöfun þess úrgangs sem fellur undir sjóðinn og til að efla gagnsæi í starfsemi sjóðsins.“

Ásamt SORPU muni Úrvinnslusjóður að fá fullvissu fyrir því að sá endurvinnsluaðili sem mun héðan í frá taka við fernum frá SORPU skili þeim árangri sem til er ætlast. „Stefnt er að því að fernurnar verði sendar til fyrirtækisins Fiskeby Board í Svíþjóð. Þetta er gert í kjölfar þess að í ljós kom að Smurfit Kappa, endurvinnsluaðili á pappír frá SORPU, getur ekki endurunnið fernur í sínum vinnsluferlum. SORPA ákvað í kjölfarið að láta Stena Recycling, móttökuaðila sinn á endurvinnsluefnum í Svíþjóð, flokka fernur úr blönduðum pappírsstraum SORPU til að tryggja að fernurnar verði endurunnar.“ 

Eftirlit lítið sem ekkert

Úrvinnslusjóður leikur lykilhlutverk í endurvinnslustjórnsýslu Íslendinga. Hlutverk hans er að skapa hagræn skilyrði fyrir endurnotkun og endurnýtingu úrgangs í þeim tilgangi að draga úr magni úrgangs sem fer til endanlegrar förgunar og tryggja viðeigandi förgun spilliefna. Sjóðurinn er pólitískt fyrirbæri, stjórn hans er skipuð af umhverfisráðherra, sveitarfélögum landsins og helstu hagsmunagæslusamtökum þess. Sjóðurinn velti um 2,3 milljörðum króna árið 2021 og þeim fjármunum er ætlað að standa undir kostnaði við úrvinnslu úrgangs. 

Heimildin greindi frá því á föstudag að eftirlit með því hvar fernur sem nýttar hafa verið á Íslandi enda er lítið sem ekkert. Úrvinnsla á fernum hefur í meira en þrjá áratugi verið skipulögð og framkvæmd eingöngu með sparnað í huga fyrir innlenda framleiðendur á vöru sem seld er í fernum og innflutningsfyrirtæki sem flytja inn slíka vöru. Umhverfissjónarmið hafa mætt afgangi en endurvinnslufyrirtæki hafa fengið vel greitt fyrir að endurvinna fernur sem eru svo ekkert endurunnar, heldur brenndar. Sveitarfélög landsins hafa auk þess orðið fyrir fjárhagslegu tjóni vegna þess að almenningur er látinn flokka fernur sem pappír.

Í svari Ólafs Kjartanssonar, framkvæmdastjóra Úrvinnslusjóðs, við fyrirspurn Heimildarinnar sem birt var á föstudag hélt hann því fram að fernur geti verið endurunnar hjá þessum fyrirtækjum. „Fernum hefur verið safnað saman með pappa og í endurvinnsluferli pappa er hægt að aðskilja ál og plast frá endurvinnsluferli á trefjum úr pappanum.“

Heimildin spurði hvaðan hann hefði þær upplýsingar að þessi fyrirtæki gætu endurunnið fernur í sínum ferlum, en Ólafur hefur ekki svarað þeirri spurningu blaðsins þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir þar um. 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Logos fékk 30 milljónir frá Bankasýslunni eftir að ákveðið var að leggja hana niður
2
Greining

Logos fékk 30 millj­ón­ir frá Banka­sýsl­unni eft­ir að ákveð­ið var að leggja hana nið­ur

Síð­an að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Fyrr á þessu ári kom fram að hún gæti ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Nú hafa borist svör um að Logos hafi feng­ið stærst­an hluta en Banka­sýsl­an get­ur enn ekki gert grein fyr­ir allri upp­hæð­inni.
Kaupmáttur eykst lítillega eftir langt samdráttarskeið
7
Fréttir

Kaup­mátt­ur eykst lít­il­lega eft­ir langt sam­drátt­ar­skeið

Kaup­mátt­ur ráð­stöf­un­ar­tekna á mann jókst lít­il­lega á fyrsta árs­fjórð­ungi þessa árs, eða um 0,1 pró­sent. Á síð­ustu þrem­ur árs­fjórð­ung­um í fyrra hafði kaup­mátt­ur dreg­ist sam­an. Vaxta­gjöld heim­il­anna halda áfram að vega þungt í heim­il­is­bók­haldi lands­manna. Á fyrsta árs­fjórð­ungi greiddu heim­ili lands­ins sam­an­lagt um 35 millj­arða króna í vaxta­gjöld.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
1
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
2
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.
Running Tide hætt starfsemi í Bandaríkjunum
6
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide hætt starf­semi í Banda­ríkj­un­um

Marty Od­lin, stofn­andi og for­stjóri Runn­ing Tide í Banda­ríkj­un­um, hef­ur til­kynnt að starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins hafi ver­ið lögð nið­ur. Sömu sögu er að segja af dótt­ur­fé­lagi þess á Akra­nesi. Í nýj­asta tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar var fjall­að um að­gerð­ir Runn­ing Tide hér á landi. Þær fólust í því að henda kanadísku timb­urk­urli í haf­ið inn­an lög­sögu Ís­lands.
„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
7
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Elkem brennir trjákurli Running Tide - Eignir á brunaútsölu
8
FréttirRunning Tide

Elkem brenn­ir trják­urli Runn­ing Tide - Eign­ir á bruna­út­sölu

Fjall af trják­urli sem Runn­ing Tide skil­ur eft­ir sig á Grund­ar­tanga verð­ur brennt til að knýja málmblendi Elkem. Kurlið auk 300 tonna af kalk­steins­dufti í sekkj­um og fær­an­leg steypu­stöð voru aug­lýst til sölu um helg­ina eft­ir að Runn­ing Tide hætti skyndi­lega allri starf­semi hér á landi og í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið skol­aði 20 þús­und tonn­um af trják­urli í sjó­inn í fyrra og sagð­ist binda kol­efni. „Bull“ og „fár­an­leiki“ til þess gerð­ur að græða pen­inga, sögðu vís­inda­menn.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
7
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
9
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
10
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár