Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

SORPA staðfestir að fernur séu brenndar og biðst afsökunar

Heim­ild­in greindi frá því í lok síð­ustu viku að rann­sókn mið­ils­ins hefði sýnt að drykkja­fern­ur sem Ís­lend­ing­ar flokka fari ekki í end­ur­vinnslu, held­ur séu brennd­ar í sements­verk­smiðju. SORPA hef­ur nú stað­fest þetta og boð­að nýtt verklag. Við­bót­ar­kostn­að­ur við það er áætl­að­ur 75 millj­ón­ir króna.

SORPA staðfestir að fernur séu brenndar og biðst afsökunar
Fernur Flestar fernur sem seldar eru á Íslandi koma frá sænsk-svissneska fyrirtækinu Tetra Pak, þar með talið fernurnar sem MS notast við fyrir sínar vörur. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

SORPA hefur fengið það staðfest hjá hollenska fyrirtækinu Smurfit Kappa að fernur, sem þangað eru sendar með endurvinnanlegum pappír, séu ekki endurunnar heldur endurnýttar í orkuvinnslu. Þetta er í samræmi við það sem kom fram í umfjöllun um endurvinnslu á fernum í síðasta tölublaði Heimildarinnar, en þar var upplýst að fernurnar sem heimili landsins eru að þrífa, pakka og flokka séu að mestu ekki endurunnar heldur brenndar í sementsverksmiðjum. 

Í tilkynningu frá SORPU vegna málsins, sem send var út í dag, segir að Smurfit Kappa, sem hefur tekið við pappír frá SORPU frá miðju síðasta ári, nái engum árangri í endurvinnslu á þeim fernum sem SORPA hefur sent til endurvinnslu. „Þær fara því allar í endurnýtingarfarveg, það er í brennslu til orkuframleiðslu. Samkvæmt upplýsingum frá Smurfit Kappa kemur fram að fernur rýri endurvinnslumöguleika þess pappírs sem er flokkaður með þeim í endurvinnsluferlið og því mikilvægt að ná þeim úr pappírsstraumnum.

SORPA biðst afsökunar á sínum þætti í að hafa ekki miðlað með skýrari hætti hver afdrif drykkjarferna sem íbúar á höfuðborgarsvæðinu flokka eru.“

Kostar 75 milljónir á ári

Stjórn SORPU hefur falið framkvæmdastjóra fyrirtækisins að gera þær breytingar sem þörf er á til að bæta úr þessu og senda pappírinn fyrst í flokkun hjá Stena Recycling, móttökuaðila SORPU í Svíþjóð á endurvinnsluefnum.

Það mun fela í sér að fernur, sem eru svokallaðar Tetra Pak umbúðir, verði flokkaðar frá öðrum pappír og pappa frá SORPU og þeim komið í betri farveg en nú er. Gert er ráð fyrir að kostnaður við þetta verði um 75 milljónir króna á ári. „Leiðbeiningar SORPU til íbúa á höfuðborgarsvæðinu um flokkun á fernum eru því þær sömu og þær hafa verið hingað til: að flokka fernur með öðrum pappír. Ef ekki verða þær urðaðar á urðunarstað SORPU í Álfsnesi.“

Í tilkynningu SORPU segir að ljóst sé að mörg þeirra hugtaka sem séu notuð í tengslum við úrgangsmeðhöndlun séu keimlík, til dæmis hugtökin endurvinnsla og endurnýting. „Endurvinnsla, sem hefur gegnum tíðina verið almennt hugtak fyrir aðra úrgangsmeðhöndlun en urðun, felur til dæmis í sér að hráefni er notað í sama tilgangi og upphaflega í stað nýs hráefnis – eins og þegar áldós er endurunnin í nýja áldós. Endurnýting er hins vegar þegar hráefni kemur í stað annars hráefnis, til dæmis þegar umbúðir eru brenndar til að framleiða orku í stað þess að brenna kolum eða olíu. SORPA hvetur framleiðendur til að taka til skoðunar val sitt á umbúðum með það að markmiði að forðast samsettar umbúðir, sem erfitt er að endurvinna og jafnframt endurskoða upplýsingar á vörum sínum um endurvinnslumöguleika til að tryggja að þar komi fram réttar upplýsingar um endurvinnslumöguleika.“

 

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ég held samt áfram að skola þær. Ég ætla ekki að hafa súrnaða mjólk hjá mér
    0
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    MS hefur líklega haft trú á ætluðum breytingum hjá TetraPak?
    Eða er MS of háð TetraPak?
    Hvað um það, er það ekki ótrúlegt hvað endurvinnsla er stór hluti af verði (sagt er 60kr/fernu)?
    0
  • Jón Gunnar Guðmundsson skrifaði
    Gullfiskaminnið okkar. Í vetur sem er kannski að líða var talað um að skortur væri á sorpi til útflutnings, það væri notað til brennslu, til framleiðslu rafmagns. Man ekki betur. En kannski bara gm.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
1
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
3
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár