Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, gefur Úrvinnslusjóði falleinkunn í starfi sínu að auka tiltrú almennings á endurvinnslukerfum landsins. Samtökin, ásamt Landvernd, hafa reynt að fá áheyrnarfulltrúa í stjórn sjóðsins en ekki fengið. Breki segir sjóðinn gegna lykilhlutverki í að koma á hringrásarhagkerfi hér á landi.
„Það eru fjölda samtaka sem hafa það að markmiði að efla hringrásarhagkerfið og að stuðla að sjálfbærri þróun. Úrvinnslusjóður á að leika lykilhlutverk í því starfi og það er mjög skrýtið að einu hagsmunaaðilarnir sem ekki fá sæti við þetta borð eru þeir sem bera þetta fyrir brjósti að efla hringrásarhagkerfið. Það er alveg augljóst að það er ekki meginstarf atvinnulífsins að endurvinna og það höfum við séð. Ef við ætlum í alvörunni að efla eða koma hér á hringrásarhagkerfi þá verðum við að fá einhverja sem brenna fyrir það og hafa hag af því að koma því á. Það fyrirkomulag erum við ekki með í …
Þá væri kannski hægt að fækka óhæfum á spena.