Lög um kynjakvóta í stjórnum íslenskra fyrirtækja tóku gildi fyrir tíu árum síðan. Í úttekt sem Heimildin hefur gert árlega á þeim áratug sem liðinn er frá þeim tímamótum kemur fram að hlutfall kvenna sem stýra fjármagni á Íslandi hefur farið úr því að vera sjö prósent í að vera 14,7 prósent. Af 115 störfum sem úttektin nær til gegna konur 17 en karlar 98. Hægt er að lesa um þá úttekt hér til hliðar.
„Það eru vonbrigði hvað þetta hefur hríslast lítið niður,“ segir Birna Einarsdóttir, sem hefur verið bankastjóri Íslandsbanka síðan haustið 2008, aðspurð um þessa stöðu. „Þegar þessum lögum var komið á var fullyrt að þetta myndi skila árangri og ég trúði því. Ég var bjartsýn á að konum í stjórnunarstöðum myndi fjölga. En svo hefur það ekki gerst og ég er alltaf að leita …
Athugasemdir (1)