Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Litlar breytingar á áratug: Karlar stýra enn peningum á Íslandi

Lög um kynja­kvóta í stjórn­um ís­lenskra fyr­ir­tækja tóku gildi fyr­ir tíu ár­um síð­an. Í út­tekt sem Heim­ild­in hef­ur gert ár­lega á þeim ára­tug sem lið­inn er frá þeim tíma­mót­um kem­ur fram að hlut­fall kvenna sem stýra fjár­magni á Ís­landi hef­ur far­ið úr því að vera sjö pró­sent í að vera 14,7 pró­sent. Af 115 störf­um sem út­tekt­in nær til gegna kon­ur 17 en karl­ar 98.

Á Íslandi flæða þúsundir milljarða króna um æðar atvinnulífsins á hverju ári. Ákvarðanir eru teknar daglega um hvert þessir fjármunir eigi að fara, hvaða verkefni eigi að fá tækifæri og hver þyki ekki nægilega eftirsóknarverð til að gefa vængi. 

Þessum peningum, og kerfunum sem þeir flæða í gegnum, er stýrt af einstaklingum af holdi og blóði. Þorra þeirra er, og hefur verið, stýrt af körlum. Þetta hefur komið fram í úttektum sem Heimildin, og annar fyrirrennara hennar, hafa framkvæmt síðastliðinn áratug. Oftar en ekki hafa í kringum níu af hverjum tíu æðstu stjórnendum í íslenska peningaheiminum verið karlar. 

Þeim störfum sem úttektin tekur til í ár fjölgar nokkuð. Þau voru 104 í fyrra en eru nú 115. Það má meðal annars rekja til þess að eftirlitsskyldir rekstraraðilar sjóða eru nú fleiri og skráðum félögum hefur fjölgað. Fyrir vikið nær úttektin til næstum ellefu prósent fleiri starfa en á árinu 2022. …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu