Veruleiki húsnæðiseigenda í Færeyjum er frábrugðinn því sem gerist á Íslandi, að því leyti að vextir eru mun stöðugri. Færeyingar þekkja þó óstöðugleika frá fyrri tíð.
Helgi Arnþórsson flutti frá Íslandi til Danmerkur 21 árs gamall árið 1984 og hefur í tæp 20 ár búið í Færeyjum. Á meðan óverðtryggðir húsnæðisvextir eru komnir í 10,25% á Íslandi borgar hann 4% í vexti og fær þar að auki 700 þúsund krónur á ári í ótekjutengdar vaxtabætur.
Spurður hvað hann telji ráða lægri húsnæðisvöxtum í Færeyjum en Danmörku telur Helgi einn þátt ráða langmestu.
„Við erum náttúrlega með stöðugan gjaldmiðil. Það skiptir bara rosalega miklu máli. Það eru ekki einhverjir aðilar úti í bæ sem raunverulega stjórna því. Í raun erum við með evru,“ segir hann.
Helgi undrast hversu lítið mið umræðan á Íslandi taki af …
Athugasemdir