Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þvöl depurð nýhyggjunar

„Heim­ur versn­andi fer en nýja kyn­slóð­in vek­ur von.“ Sig­ríð­ur Jóns­dótt­ir rýn­ir í leik­verk­ið Lón­ið í Tjarn­ar­bíói.

Þvöl depurð nýhyggjunar
Leit að hugarró og vellíðan Í Lóninu er fjallað um eymd mannlegrar tilveru á tímum síðkapítalískra drauma. Mynd: Tjarnarbíó
Leikhús

Lón­ið

Niðurstaða:

Tjarnarbíó

Texti og leikstjórn: Magnús Thorlacius

Flytjendur: Rakel Ýr Stefánsdóttir, Jökull Smári Jakobsson, Melkorka Gunborg Briansdóttir

Tónlist og hljóðmynd: Ísidór Jökull Bjarnason

Myndbönd: Hákon Örn Helgason og Nikulás Tumi Hlynsson

Aðstoðarleikstjórn og sviðshreyfingar: Ragnhildur Birta Ásmundsdóttir

Niðurstaða: Heimur versnandi fer en nýja kynslóðin vekur von.

Gefðu umsögn

Leikárið lengist með hverju árinu sem líður, sem er vel. Þessi þróun gefur meira pláss fyrir ný sviðsverk og eykur vonandi fjölbreytni. Lónið eftir Magnús Thorlacius, sem er bæði höfundur texta og leikstjóri, var upphaflega lokaverkefni við sviðshöfundabraut í Listaháskóla Íslands. Sviðshöfunda- og samtímadansdeildirnar opnuðu fyrir flóðgáttir sköpunar þegar listgreinarnar fundu varanlegan samastað innan háskólakerfisins og sér ekki fyrir endann á þeim gjörningi.

Við lifum á tímum síðnýhyggjunnar, í veröld þar sem afleiðingar öfgakapítalismanns eru farnar að hafa veruleg áhrif á sálarlíf venjulegs fólks. Nýja kynslóð sviðslistafólksins er að taka við, meðvituð um samfélagsástandið og keppist við að finna tjáningarleiðir fyrir vaxandi depurð, jafnvel örvæntingu. Á vegferð sinni hika þau ekki við að má út landamæri á milli listforma, oft með forvitnilegum afleiðingum.

Lónið minnir stundum á Ekkert er sorglegra en manneskjan, eftir Friðrik Margrétar-Guðmundsson og Adolf Smára Unnarsson, sem var á sama sviði fyrir tveimur árum en er meira í ætt við dansverk heldur en óperu. Magnús nálgast umfjöllunarefni sitt af naumhyggju og innsýn. Sviðshreyfingar Ragnhildar Birtu Ásmundsdóttur liðast á milli texta Magnúsar, sem eru í senn aflíðandi og beitt:

„Bara ef þið vissuð hvað væri í gangi. Það eru pappírar. Skjöl. Leynileg skjöl. Almenningur fær ekki aðgang að þessum skjölum. Ég og þú? Nei, nei. En þau eru til. Sama hvort þú trúir á þau eða ekki. Og þau eru stórhættuleg. Sko. Ég er að segja ykkur það. Það eru hlutir í gangi hérna sem þið hafið ekki hugmynd um.“

Texti Magnúsar ferðast um gráu svæði mannlegra tilfinninga og skoðana. Áhorfendum er boðið að fylla í eyðurnar og reyna að snerta á því sem hrjáir okkur. Eru þessi orð birtingarmynd samsæriskenninga, vantrausts til stjórnmálafólks eða óöryggis? Kannski allt í senn? Hvernig athafna einstaklingar sig í heimi grárra svæða?

Flytjendur eru klæddir í einfalda búninga, svartar buxur og bláar skyrtur, og bera svartar töskur. Berfætt vaða þau í litlu lóni og hvíla sig með reglulegu millibili á forláta viðarkössum. Leikmynda- og búningahönnuðir eru ekki tilgreindir en eru að öllum líkindum samansett af hópnum sem vinnur laglega saman. Rakel Ýr Stefánsdóttir, Jökull Smári Jakobsson og Melkorka Gunborg Briansdóttir flytja verkið en öll eru þau að stíga sín fyrstu skref í listsköpun sinni, líkt og listrænir stjórnendur Lónsins. Rakel og Melkorka skila sínum hlutverkum vel en Jökull sýnir að frammistaða hans í fyrri verkum þessa leikárs var engin tilviljun. Hann ber alltaf eitthvað nýtt á borð, með öruggri framkomu ætíð krydduð með einhverju nýju.

Að lokum er vert að nefna sérstaklega Ísidór Jökul Bjarnason sem er á hraðri uppleið á sinni vegferð í leikhúsinu og er tónlistarmaður til að taka eftir. Hann hefur einstaka lagni við að lyfta upp framvindunni á leiksviðinu en samtímis setja sitt eigið mark á sýninguna. Hljóðheimar hans eru forvitnilegir, kraftmiklir og eftirminnilegir.

Hin nýja kynslóð er að stíga fast til jarðar en horfir kannski of mikið inn á við frekar en að mæta með hvelli sem verður til þess að sumar senur dragast á langinn og verða of innhverfar. En miðað við efnistök og úrvinnslu er margt sem áhorfendur geta beðið spenntir eftir í framtíðinni.

Niðurstaða:

„Heimur versnandi fer en nýja kynslóðin vekur von.“

 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu