Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þvöl depurð nýhyggjunar

„Heim­ur versn­andi fer en nýja kyn­slóð­in vek­ur von.“ Sig­ríð­ur Jóns­dótt­ir rýn­ir í leik­verk­ið Lón­ið í Tjarn­ar­bíói.

Þvöl depurð nýhyggjunar
Leit að hugarró og vellíðan Í Lóninu er fjallað um eymd mannlegrar tilveru á tímum síðkapítalískra drauma. Mynd: Tjarnarbíó
Leikhús

Lón­ið

Niðurstaða:

Tjarnarbíó

Texti og leikstjórn: Magnús Thorlacius

Flytjendur: Rakel Ýr Stefánsdóttir, Jökull Smári Jakobsson, Melkorka Gunborg Briansdóttir

Tónlist og hljóðmynd: Ísidór Jökull Bjarnason

Myndbönd: Hákon Örn Helgason og Nikulás Tumi Hlynsson

Aðstoðarleikstjórn og sviðshreyfingar: Ragnhildur Birta Ásmundsdóttir

Niðurstaða: Heimur versnandi fer en nýja kynslóðin vekur von.

Gefðu umsögn

Leikárið lengist með hverju árinu sem líður, sem er vel. Þessi þróun gefur meira pláss fyrir ný sviðsverk og eykur vonandi fjölbreytni. Lónið eftir Magnús Thorlacius, sem er bæði höfundur texta og leikstjóri, var upphaflega lokaverkefni við sviðshöfundabraut í Listaháskóla Íslands. Sviðshöfunda- og samtímadansdeildirnar opnuðu fyrir flóðgáttir sköpunar þegar listgreinarnar fundu varanlegan samastað innan háskólakerfisins og sér ekki fyrir endann á þeim gjörningi.

Við lifum á tímum síðnýhyggjunnar, í veröld þar sem afleiðingar öfgakapítalismanns eru farnar að hafa veruleg áhrif á sálarlíf venjulegs fólks. Nýja kynslóð sviðslistafólksins er að taka við, meðvituð um samfélagsástandið og keppist við að finna tjáningarleiðir fyrir vaxandi depurð, jafnvel örvæntingu. Á vegferð sinni hika þau ekki við að má út landamæri á milli listforma, oft með forvitnilegum afleiðingum.

Lónið minnir stundum á Ekkert er sorglegra en manneskjan, eftir Friðrik Margrétar-Guðmundsson og Adolf Smára Unnarsson, sem var á sama sviði fyrir tveimur árum en er meira í ætt við dansverk heldur en óperu. Magnús nálgast umfjöllunarefni sitt af naumhyggju og innsýn. Sviðshreyfingar Ragnhildar Birtu Ásmundsdóttur liðast á milli texta Magnúsar, sem eru í senn aflíðandi og beitt:

„Bara ef þið vissuð hvað væri í gangi. Það eru pappírar. Skjöl. Leynileg skjöl. Almenningur fær ekki aðgang að þessum skjölum. Ég og þú? Nei, nei. En þau eru til. Sama hvort þú trúir á þau eða ekki. Og þau eru stórhættuleg. Sko. Ég er að segja ykkur það. Það eru hlutir í gangi hérna sem þið hafið ekki hugmynd um.“

Texti Magnúsar ferðast um gráu svæði mannlegra tilfinninga og skoðana. Áhorfendum er boðið að fylla í eyðurnar og reyna að snerta á því sem hrjáir okkur. Eru þessi orð birtingarmynd samsæriskenninga, vantrausts til stjórnmálafólks eða óöryggis? Kannski allt í senn? Hvernig athafna einstaklingar sig í heimi grárra svæða?

Flytjendur eru klæddir í einfalda búninga, svartar buxur og bláar skyrtur, og bera svartar töskur. Berfætt vaða þau í litlu lóni og hvíla sig með reglulegu millibili á forláta viðarkössum. Leikmynda- og búningahönnuðir eru ekki tilgreindir en eru að öllum líkindum samansett af hópnum sem vinnur laglega saman. Rakel Ýr Stefánsdóttir, Jökull Smári Jakobsson og Melkorka Gunborg Briansdóttir flytja verkið en öll eru þau að stíga sín fyrstu skref í listsköpun sinni, líkt og listrænir stjórnendur Lónsins. Rakel og Melkorka skila sínum hlutverkum vel en Jökull sýnir að frammistaða hans í fyrri verkum þessa leikárs var engin tilviljun. Hann ber alltaf eitthvað nýtt á borð, með öruggri framkomu ætíð krydduð með einhverju nýju.

Að lokum er vert að nefna sérstaklega Ísidór Jökul Bjarnason sem er á hraðri uppleið á sinni vegferð í leikhúsinu og er tónlistarmaður til að taka eftir. Hann hefur einstaka lagni við að lyfta upp framvindunni á leiksviðinu en samtímis setja sitt eigið mark á sýninguna. Hljóðheimar hans eru forvitnilegir, kraftmiklir og eftirminnilegir.

Hin nýja kynslóð er að stíga fast til jarðar en horfir kannski of mikið inn á við frekar en að mæta með hvelli sem verður til þess að sumar senur dragast á langinn og verða of innhverfar. En miðað við efnistök og úrvinnslu er margt sem áhorfendur geta beðið spenntir eftir í framtíðinni.

Niðurstaða:

„Heimur versnandi fer en nýja kynslóðin vekur von.“

 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tími jaðranna er ekki núna
6
ViðtalFormannaviðtöl

Tími jaðr­anna er ekki núna

Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir er sá stjórn­mála­mað­ur sem mið­að við fylg­is­mæl­ing­ar og legu flokks­ins á hinum póli­tíska ás gæti helst lent í lyk­il­stöðu í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­um að lokn­um þing­kosn­ing­um. Þor­gerð­ur boð­ar fækk­un ráðu­neyta, frek­ari sölu á Ís­lands­banka og sterk­ara geð­heil­brigðis­kerfi. Hún vill koma að rík­is­stjórn sem mynd­uð er út frá miðju og seg­ir nóg kom­ið af því að ólík­ir flokk­ar reyni að koma sér sam­an um stjórn lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár