Ef ný vindrammaáætlun bannar vindlundi á ákveðnum svæðum, má þá gera ráð fyrir að landeigendum og þróunaraðilum verði bættur skaðinn?“ spyr Magnús Jóhannesson, annar eigenda Storm orku, fyrirtækis sem áformar vindorkuver í landi Hróðnýjarstaða í Dalabyggð. Í umsögn í Samráðsgátt stjórnvalda um skýrslu starfshóps umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um nýtingu vindorku, segir Magnús áætlaðar tekjur af einu vindorkuveri geta numið 120–180 milljörðum á líftíma þess. „Ef 5 vindlundir verða bannaðir þá eru þetta samtals um 600 til 900 milljarðar,“ skrifar hann. „Er almenningur sáttur við að slíkar skaðabætur séu greiddar úr ríkissjóði?“
Líftími vindorkuvers er yfirleitt sagður 20 til 25 ár. Samkvæmt því sem Magnús heldur fram geta því tekjur af einu slíku veri verið yfir 7 til 9 milljarðar á ári.
Fjöldi vindmylla og afl þeirra hefur þar mest áhrif. Verið sem Storm orka vill reisa myndi telja …
Annað væri algjört virðingarleysi við náttúruna og myndi ótvírætt hafa neikvæð áhrif á ferðamannaiðnaðinn og gæti í raun lagt hann í rúst.
Það má því aðeins leyfa vindorkuver á fáum vel völdum stöðum og banna þau á öllum öðrum stöðum. Það hefðu menn átt að geta séð fyrir.