Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Beinadalur

Níu þátta hlað­varps­serí­an Bo­ne valley, eða Beinadal­ur, fer með hlust­end­ur í rann­sókn­ar­leið­ang­ur í gegn­um mýr­ar og dómsali Flórída­rík­is í leit að sann­leik­an­um og rétt­læti fyr­ir Leo Schofield, sem var rang­lega dæmd­ur í lífs­tíð­ar­fang­elsi fyr­ir að hafa átt að bana eig­in­konu sinni, Michelle, ár­ið 1987.

Beinadalur
Beinadalur Níu þátta hlaðvarpssería um morð og óréttlæti í mið Florída á níunda áratugnum. Mynd: Lava for good

Árið 2018 var Gilbert King Pulitzerverðlaunahafa boðið að tala á ráðstefnu um bók sem hann hlaut verðlaunin fyrir, bókina Devil in the Grove, sögu af fjórum ungum svörtum mönnum í Mið-Flórída, sem voru ranglega sakaðir og dæmdir fyrir að hafa nauðgað hvítri konu árið 1949, og lögfræðinginn sem barðist fyrir þá. Eftir ráðstefnuna sat Gilbert við borð, upptekinn við að árita bækur, þegar dómari kom að honum og rétti honum nafnspjald. Aftan á spjaldið hafði dómarinn skrifað annað nafn, Leo Schofield, og undir því: Hann er saklaus. 

Einhverju síðar ákvað Gilbert að hringja í dómarann sem svo sagði Gilbert söguna af Leo, að árið 1987, þegar Leo var 21 árs, var 18 ára eiginkona hans, Michelle, myrt á hrottalegan hátt. Tveimur árum seinna er Leo dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið, það var fyrir meira en þrjátíu árum síðan. Það sem dómarinn vildi segja honum var að sautján árum eftir morðið á Michelle komu ný sönnunargögn af vettvangi í ljós sem tengdu annan mann við glæpinn. Mann sem átti sögu um ofbeldi  í nágrenninu og sakaskrá sem sannaði það. Sá átti reyndar líka sögu um kerfi sem brást honum þegar foreldrar hans beittu hann ofbeldi.

En Flórídaríki vildi ekkert með slíkar upplýsingar gera en Gilbert vildi komast að sannleikanum og fékk Kelsey Decker pródúsent í lið með sér. Saman eyddu þau nær fjórum árum í að rannsaka málið sem stækkaði bara og stækkaði í hverjum þætti og óréttlætið sem Leo varð fyrir af hálfu ríkisins varð alltaf augljósara og augljósara. 

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hlaðvarpið

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár