Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Leyndardómar mötuneytis Alþingis - Slegist um kótilettur í raspi

Mötu­neyti Al­þing­is er hjart­að í hús­inu, griðastað­ur þar sem all­ir eru vin­ir, svona yf­ir­leitt. Starfs­fólk­ið hugs­ar vel um alla, líka mat­vanda þing­mann­inn sem borð­ar helst ekki græn­meti en elsk­ar græn­met­is­rétt­ina. Ann­ar seg­ist íhuga að fá bann við því að hvít­ur Mon­ster orku­drykk­ur sé seld­ur þar, drykk­ur sem fékkst fyrst í sjopp­unni eft­ir form­legt er­indi til for­sæt­is­nefnd­ar Al­þing­is.

Leyndardómar mötuneytis Alþingis - Slegist um kótilettur í raspi
Gómsætur hádegisverður Langa í sælkerasósu með bökuðum rauðrófum og íslensku byggi. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Mötuneytið er hjartað í húsinu að mínu viti og starfsfólkið þar er stórkostlegt fólk. Eins og á öðrum vinnustöðum er nauðsynlegt að mötuneytið geti verið griðastaður. Þú getur verið að hnútukastast við einhvern í þingsal og síðan tekurðu bara utan um hann í mötuneytinu,“ segir Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. 

Alþingi er æðsti handhafi löggjafarvalds á Íslandi. Þar sitja 63 þjóðkjörnir fulltrúar sem taka mikilvægar ákvarðanir fyrir samfélagið. Oft er hart tekist á í þingsal en síðan kemur að því að fólk fer í mat. 

Mötuneytið er á annarri hæð í Skála, nýbyggingu sem var reist við þinghúsið árið 2002, og gengið er þangað úr anddyri upp hinn fræga hringstiga sem gjarnan sést þegar sjónvarpsviðtöl eru tekin við þingmenn. Blaðamenn fá ekki að taka viðtöl í matsalnum og þar eru myndatökur almennt ekki leyfðar. Það má því segja að ákveðin leynd hvíli yfir mötuneytinu í augum þeirra …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • HKG
    Hulda K Guðjónsdóttir skrifaði
    Skemmtileg grein. En kemur einhvers staðar fram hver matreiðslumeistarinn er á staðnum?
    0
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Mig langar að vita hvað reksturinn á mötuneytinu kostar og hvort að þingmenn og ráðherrar fái frítt að borða ofan á ofurlaun. Já, ég skrifaði ofurlaun!
    0
    • SJ
      Svala Jónsdóttir skrifaði
      " Heitur hádegisverður kostar 900 krónur. Sjoppa er starfrækt í mötuneytinu þar sem hægt er að kaupa ýmsa drykki og snarl, til dæmis kók, appelsín og orkudrykki, skyr, súkkulaði, ópal og myntur. Gos og súkkulaðistykki kosta hvort um sig 300 krónur." Það hjálpar að lesa greinina.
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Það var enga vernd að fá“
2
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
3
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
5
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár