„Mötuneytið er hjartað í húsinu að mínu viti og starfsfólkið þar er stórkostlegt fólk. Eins og á öðrum vinnustöðum er nauðsynlegt að mötuneytið geti verið griðastaður. Þú getur verið að hnútukastast við einhvern í þingsal og síðan tekurðu bara utan um hann í mötuneytinu,“ segir Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.
Alþingi er æðsti handhafi löggjafarvalds á Íslandi. Þar sitja 63 þjóðkjörnir fulltrúar sem taka mikilvægar ákvarðanir fyrir samfélagið. Oft er hart tekist á í þingsal en síðan kemur að því að fólk fer í mat.
Mötuneytið er á annarri hæð í Skála, nýbyggingu sem var reist við þinghúsið árið 2002, og gengið er þangað úr anddyri upp hinn fræga hringstiga sem gjarnan sést þegar sjónvarpsviðtöl eru tekin við þingmenn. Blaðamenn fá ekki að taka viðtöl í matsalnum og þar eru myndatökur almennt ekki leyfðar. Það má því segja að ákveðin leynd hvíli yfir mötuneytinu í augum þeirra …
Athugasemdir (3)