Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þorsteinn Már segist vera að verja vörumerki en leiði hjá sér „túlkanir á list og tjáningafrelsi“

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, seg­ir að lista­verk Odee‘s, „We‘re Sorry“ hafi ver­ið víð­tæk og kostn­að­ar­söm að­gerð gegn vörumerki Sam­herja.

Þorsteinn Már segist vera að verja vörumerki en leiði hjá sér „túlkanir á list og tjáningafrelsi“
Leiðir hjá sér túlkanir á list Þorsteinn Már segir Samherja einungis vera að verja vörumerki sitt með því að draga listamanninn Odee fyrir dómara í Bretlandi. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Aðgerðir Samherja gagnvart listaverki Odds Eysteins Friðrikssonar, Odee‘s, eru til þess gerðar að verja vörumerki fyrirtækisins, „svo sem öll fyrirtæki myndu gera hvarvetna í heiminum“, að því er segir í tilkynningu sem Þorsteinn Már Baldvinnsson, forstjóri Samherja, hefur birt á vefsíðu fyrirtækisins. Þar segir enn fremur að fyrirtækið hafi „leitt hjá sér túlkanir á list og tjáningarfrelsi“. Listamaðurinn sjálfur, Odee, segir aðgerðir Samherja ritskoðun og fordæmir þær.

Samherji fékk síðastliðinn föstudag lagt lögbann úti í Bretlandi á vefsíðuna samherji.co.uk þar sem Odee birti afsökunarbeiðni í nafni Samherja til namibísku þjóðarinnar. Vefsíðan er hluti af listaverkinu „We‘re Sorry“ sem auk þess samanstendur af fréttatilkynningu sem send var út á fjölmiðla, yfirlýsingu Odee‘s og stóru vegglistaverki í Listasafni Reykjavíkur.

Í tilkynningu Þorsteins Más segir að í upphafi lögbannskröfunnar hafi verið „veittur hæfilegur frestur til varna“. Það er í besta falli umdeilanlegt þar eð Odee var kallaður fyrir dómara í Bretlandi síðastliðinn föstudag, sama dag og málið var tekið fyrir. Hann var þá staddur á Íslandi og í engum færum til að taka til varna eða útvega sér lögmenn til að gæta hagsmuna sinna með svo stuttum fyrirvara.

Gerir lítið úr listaverkinu með gæsalöppum

Í tilkynningu Þorsteins Más kýs hann að tala um verk Odee‘s sem svokallaðan „listgjörning“, innan gæsalappa. Þess má geta að verkið er lokaverkefni Odee‘s frá Listaháskóla Íslands og enginn vafi á að um listaverk er að ræða.

„Ráðist hefur verið í víðtæka og kostnaðarsama aðgerð gegn vörumerki félagins“
Þorsteinn Már Baldvinsson
forstjóri Samherja um listaverkið „We‘re Sorry“

Lögbannið hafi verið sett á vegna ólöglegrar notkunar á vörumerkjum Samherja. Gjörningurinn hafi náð til þriggja heimsálfa „var tilraun til misnotkunar send til 100 fjölmiðla á Íslandi, Noregi, Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada og Ástralíu“.

Odee segir ekki rétt að tilkynningin hafi verið send til íslenskra fjölmiðla en staðfestir, við Heimildina, að hún hafi verið send út á 100 fjölmiðla í öðrum löndum. 

„Samherjamenn eru þekktir fyrir ofbeldi gegn blaðamönnum, embættismönnum, listamönnum, hverjum sem gagnrýna þá“
Odee
Odee um lögbannið

Þá segir í tilkynningu Þorsteins Más að eins og sjá megi liggi fyrir að „ráðist hefur verið í víðtæka og kostnaðarsama aðgerð gegn vörumerki félagins“. Samkvæmt því sem Odee segir sjálfur við Heimildina var kostnaðurinn við verkið undir 30 þúsund krónum og fólst einkum í kaupum á léni og málningu.

Í viðtali við Odee sem birtist í nýju tölublaði Heimildarinnar sagði hann að Samherji væri með framgöngu sinni að ráðast á tjáningarfrelsi hans. „Þessi aðför Samherja, að mínu mati, er bara ofbeldi af þeirra hálfu og þvinganir. Þeir eru að reyna að valta yfir mig með sömu aðferðum og þeir hafa beitt áður. Samherjamenn eru þekktir fyrir ofbeldi gegn blaðamönnum, embættismönnum, listamönnum, hverjum sem gagnrýna þá. Þeir taka slaginn af mikilli hörku og þeir hafa ekki gætt sanngirni að mínu mati, þannig að ég geti varið mig með eðlilegum hætti úti í Bretlandi. Það gagnrýni ég harðlega.“

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kári Jónsson skrifaði
    Vörumerkið Samherji er í rannsókn um alla evrópu og USA vegna glæpsamlegra fjármálagjörninga í Namibíu = skattsvik/peningaþvætti og mútugreiðslna. Hvað eru lokametrarnir orðnir margir héraðssaksóknari ?
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Veiktist í kjölfar morðhótana:„Ekki lengur óttalausa stúlkan með sterku röddina“
4
Viðtal

Veikt­ist í kjöl­far morð­hót­ana:„Ekki leng­ur ótta­lausa stúlk­an með sterku rödd­ina“

Najmo Fiya­sko Finn­boga­dótt­ir, ís­lensk-sómölsk bar­áttu­kona og fyrr­ver­andi sam­fé­lags­miðla­stjarna, hef­ur í kjöl­far ótal morð­hót­ana dreg­ið sig í hlé frá bar­átt­unni fyr­ir bætt­um rétt­ind­um stúlkna og kvenna í Sómal­íu. Najmo býr nú í Sómal­íu það­an sem hún flúði 13 ára göm­ul. Hún seg­ir að langvar­andi streita af völd­um ótta við hót­an­irn­ar hafi á end­an­um brot­ið hana nið­ur. „Ég tap­aði átt­um og vildi bara kom­ast heim til mömmu.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
2
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
4
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár