Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þorsteinn Már segist vera að verja vörumerki en leiði hjá sér „túlkanir á list og tjáningafrelsi“

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, seg­ir að lista­verk Odee‘s, „We‘re Sorry“ hafi ver­ið víð­tæk og kostn­að­ar­söm að­gerð gegn vörumerki Sam­herja.

Þorsteinn Már segist vera að verja vörumerki en leiði hjá sér „túlkanir á list og tjáningafrelsi“
Leiðir hjá sér túlkanir á list Þorsteinn Már segir Samherja einungis vera að verja vörumerki sitt með því að draga listamanninn Odee fyrir dómara í Bretlandi. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Aðgerðir Samherja gagnvart listaverki Odds Eysteins Friðrikssonar, Odee‘s, eru til þess gerðar að verja vörumerki fyrirtækisins, „svo sem öll fyrirtæki myndu gera hvarvetna í heiminum“, að því er segir í tilkynningu sem Þorsteinn Már Baldvinnsson, forstjóri Samherja, hefur birt á vefsíðu fyrirtækisins. Þar segir enn fremur að fyrirtækið hafi „leitt hjá sér túlkanir á list og tjáningarfrelsi“. Listamaðurinn sjálfur, Odee, segir aðgerðir Samherja ritskoðun og fordæmir þær.

Samherji fékk síðastliðinn föstudag lagt lögbann úti í Bretlandi á vefsíðuna samherji.co.uk þar sem Odee birti afsökunarbeiðni í nafni Samherja til namibísku þjóðarinnar. Vefsíðan er hluti af listaverkinu „We‘re Sorry“ sem auk þess samanstendur af fréttatilkynningu sem send var út á fjölmiðla, yfirlýsingu Odee‘s og stóru vegglistaverki í Listasafni Reykjavíkur.

Í tilkynningu Þorsteins Más segir að í upphafi lögbannskröfunnar hafi verið „veittur hæfilegur frestur til varna“. Það er í besta falli umdeilanlegt þar eð Odee var kallaður fyrir dómara í Bretlandi síðastliðinn föstudag, sama dag og málið var tekið fyrir. Hann var þá staddur á Íslandi og í engum færum til að taka til varna eða útvega sér lögmenn til að gæta hagsmuna sinna með svo stuttum fyrirvara.

Gerir lítið úr listaverkinu með gæsalöppum

Í tilkynningu Þorsteins Más kýs hann að tala um verk Odee‘s sem svokallaðan „listgjörning“, innan gæsalappa. Þess má geta að verkið er lokaverkefni Odee‘s frá Listaháskóla Íslands og enginn vafi á að um listaverk er að ræða.

„Ráðist hefur verið í víðtæka og kostnaðarsama aðgerð gegn vörumerki félagins“
Þorsteinn Már Baldvinsson
forstjóri Samherja um listaverkið „We‘re Sorry“

Lögbannið hafi verið sett á vegna ólöglegrar notkunar á vörumerkjum Samherja. Gjörningurinn hafi náð til þriggja heimsálfa „var tilraun til misnotkunar send til 100 fjölmiðla á Íslandi, Noregi, Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada og Ástralíu“.

Odee segir ekki rétt að tilkynningin hafi verið send til íslenskra fjölmiðla en staðfestir, við Heimildina, að hún hafi verið send út á 100 fjölmiðla í öðrum löndum. 

„Samherjamenn eru þekktir fyrir ofbeldi gegn blaðamönnum, embættismönnum, listamönnum, hverjum sem gagnrýna þá“
Odee
Odee um lögbannið

Þá segir í tilkynningu Þorsteins Más að eins og sjá megi liggi fyrir að „ráðist hefur verið í víðtæka og kostnaðarsama aðgerð gegn vörumerki félagins“. Samkvæmt því sem Odee segir sjálfur við Heimildina var kostnaðurinn við verkið undir 30 þúsund krónum og fólst einkum í kaupum á léni og málningu.

Í viðtali við Odee sem birtist í nýju tölublaði Heimildarinnar sagði hann að Samherji væri með framgöngu sinni að ráðast á tjáningarfrelsi hans. „Þessi aðför Samherja, að mínu mati, er bara ofbeldi af þeirra hálfu og þvinganir. Þeir eru að reyna að valta yfir mig með sömu aðferðum og þeir hafa beitt áður. Samherjamenn eru þekktir fyrir ofbeldi gegn blaðamönnum, embættismönnum, listamönnum, hverjum sem gagnrýna þá. Þeir taka slaginn af mikilli hörku og þeir hafa ekki gætt sanngirni að mínu mati, þannig að ég geti varið mig með eðlilegum hætti úti í Bretlandi. Það gagnrýni ég harðlega.“

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kári Jónsson skrifaði
    Vörumerkið Samherji er í rannsókn um alla evrópu og USA vegna glæpsamlegra fjármálagjörninga í Namibíu = skattsvik/peningaþvætti og mútugreiðslna. Hvað eru lokametrarnir orðnir margir héraðssaksóknari ?
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár