Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þorsteinn Már segist vera að verja vörumerki en leiði hjá sér „túlkanir á list og tjáningafrelsi“

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, seg­ir að lista­verk Odee‘s, „We‘re Sorry“ hafi ver­ið víð­tæk og kostn­að­ar­söm að­gerð gegn vörumerki Sam­herja.

Þorsteinn Már segist vera að verja vörumerki en leiði hjá sér „túlkanir á list og tjáningafrelsi“
Leiðir hjá sér túlkanir á list Þorsteinn Már segir Samherja einungis vera að verja vörumerki sitt með því að draga listamanninn Odee fyrir dómara í Bretlandi. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Aðgerðir Samherja gagnvart listaverki Odds Eysteins Friðrikssonar, Odee‘s, eru til þess gerðar að verja vörumerki fyrirtækisins, „svo sem öll fyrirtæki myndu gera hvarvetna í heiminum“, að því er segir í tilkynningu sem Þorsteinn Már Baldvinnsson, forstjóri Samherja, hefur birt á vefsíðu fyrirtækisins. Þar segir enn fremur að fyrirtækið hafi „leitt hjá sér túlkanir á list og tjáningarfrelsi“. Listamaðurinn sjálfur, Odee, segir aðgerðir Samherja ritskoðun og fordæmir þær.

Samherji fékk síðastliðinn föstudag lagt lögbann úti í Bretlandi á vefsíðuna samherji.co.uk þar sem Odee birti afsökunarbeiðni í nafni Samherja til namibísku þjóðarinnar. Vefsíðan er hluti af listaverkinu „We‘re Sorry“ sem auk þess samanstendur af fréttatilkynningu sem send var út á fjölmiðla, yfirlýsingu Odee‘s og stóru vegglistaverki í Listasafni Reykjavíkur.

Í tilkynningu Þorsteins Más segir að í upphafi lögbannskröfunnar hafi verið „veittur hæfilegur frestur til varna“. Það er í besta falli umdeilanlegt þar eð Odee var kallaður fyrir dómara í Bretlandi síðastliðinn föstudag, sama dag og málið var tekið fyrir. Hann var þá staddur á Íslandi og í engum færum til að taka til varna eða útvega sér lögmenn til að gæta hagsmuna sinna með svo stuttum fyrirvara.

Gerir lítið úr listaverkinu með gæsalöppum

Í tilkynningu Þorsteins Más kýs hann að tala um verk Odee‘s sem svokallaðan „listgjörning“, innan gæsalappa. Þess má geta að verkið er lokaverkefni Odee‘s frá Listaháskóla Íslands og enginn vafi á að um listaverk er að ræða.

„Ráðist hefur verið í víðtæka og kostnaðarsama aðgerð gegn vörumerki félagins“
Þorsteinn Már Baldvinsson
forstjóri Samherja um listaverkið „We‘re Sorry“

Lögbannið hafi verið sett á vegna ólöglegrar notkunar á vörumerkjum Samherja. Gjörningurinn hafi náð til þriggja heimsálfa „var tilraun til misnotkunar send til 100 fjölmiðla á Íslandi, Noregi, Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada og Ástralíu“.

Odee segir ekki rétt að tilkynningin hafi verið send til íslenskra fjölmiðla en staðfestir, við Heimildina, að hún hafi verið send út á 100 fjölmiðla í öðrum löndum. 

„Samherjamenn eru þekktir fyrir ofbeldi gegn blaðamönnum, embættismönnum, listamönnum, hverjum sem gagnrýna þá“
Odee
Odee um lögbannið

Þá segir í tilkynningu Þorsteins Más að eins og sjá megi liggi fyrir að „ráðist hefur verið í víðtæka og kostnaðarsama aðgerð gegn vörumerki félagins“. Samkvæmt því sem Odee segir sjálfur við Heimildina var kostnaðurinn við verkið undir 30 þúsund krónum og fólst einkum í kaupum á léni og málningu.

Í viðtali við Odee sem birtist í nýju tölublaði Heimildarinnar sagði hann að Samherji væri með framgöngu sinni að ráðast á tjáningarfrelsi hans. „Þessi aðför Samherja, að mínu mati, er bara ofbeldi af þeirra hálfu og þvinganir. Þeir eru að reyna að valta yfir mig með sömu aðferðum og þeir hafa beitt áður. Samherjamenn eru þekktir fyrir ofbeldi gegn blaðamönnum, embættismönnum, listamönnum, hverjum sem gagnrýna þá. Þeir taka slaginn af mikilli hörku og þeir hafa ekki gætt sanngirni að mínu mati, þannig að ég geti varið mig með eðlilegum hætti úti í Bretlandi. Það gagnrýni ég harðlega.“

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kári Jónsson skrifaði
    Vörumerkið Samherji er í rannsókn um alla evrópu og USA vegna glæpsamlegra fjármálagjörninga í Namibíu = skattsvik/peningaþvætti og mútugreiðslna. Hvað eru lokametrarnir orðnir margir héraðssaksóknari ?
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Arnar Þór Ingólfsson
4
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.
Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
5
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár