Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Það eru allir að segja að við séum flottustu hjónin

Þau eru ung og ást­fang­in. Giftu sig í fyrra­haust og fóru í lok maí í brúð­kaups­ferð til Vilníus­ar. Rúna Ösp Unn­steins­dótt­ir er með Downs-heil­kenni. Eig­in­mað­ur henn­ar, Ein­ar Marteinn Berg­þórs­son, er greind­ur með ADHD án of­virkni. Þau elska að ferð­ast og dreym­ir um að eign­ast barn.

Ungu hjónin Rúna Ösp Unnsteinsdóttir og Einar Marteinn Bergþórsson búa í Stykkishólmi; ævintýrabænum við Breiðafjörð þar sem eyjarnar eru sagðar vera óteljandi.

„Ég fæddist á Akranesi,“ segir Rúna Ösp, „og átti mjög erfiða tíma. Ég fékk hvítblæði þegar ég var fjögurra ára og ég er búin að ganga í gegnum krabbamein. Foreldrar mínir áttu mjög erfiðar stundir og ég sigraðist á því öllu sem lítið fjögurra ára barn.

Það voru ekki margir sem voru svona sterkir og hraustir eins og ég; sem þola ekki miklar nálar. Ég var sú eina sem var ekkert hrædd við þetta allt.“

Svo liðu árin.

„Það var pínu erfitt þegar ég byrjaði í grunnskóla í Grundarfirði. Margir lögðu mig í einelti. En svo gekk þetta upp hjá mér og þá fóru allir að leika við mig, sérstaklega bekkjarsystkin mín.“

Langar í barnRúna er hamingjusöm og horfir bjartsýn til framtíðar. Þau dreymir um að …
Kjósa
60
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Líf með Downs

„Ég safna grafskriftum“
ViðtalLíf með Downs

„Ég safna graf­skrift­um“

Flest­ir Kefl­vík­ing­ar þekkja Dav­íð Má Guð­munds­son sem er 41 árs bor­inn og barn­fædd­ur Kefl­vík­ing­ur. Bróð­ir Dav­íðs seg­ir hann með vin­sælli mönn­um í Reykja­nes­bæ og að bæj­ar­bú­ar stoppi til að spjalla við hann þeg­ar hann er á ferð­inni. Dav­íð er mik­ill safn­ari og safn­ar til að mynda laga­textum, kross­um og graf­skrift­um. Hann er söng­elsk­ur og hef­ur tek­ið lag­ið með MC Gauta og Sölku Sól.
„Frábært að lifa lífinu eins og maður er“
ViðtalLíf með Downs

„Frá­bært að lifa líf­inu eins og mað­ur er“

Katla Sif Æg­is­dótt­ir hlaut gull­verð­laun í 50 metra skriðsundi á Special Olympics í sum­ar. Katla Sif, sem er 23 ára, býr hjá for­eldr­um sín­um en stefn­ir á að fara í sjálf­stæða bú­setu með vin­konu sinni fljót­lega. Henni finnst „dá­lít­ið hræði­legt“ að fóstr­um sé eytt ef lík­ur eru tald­ar á Downs- heil­kenni hjá barn­inu og hef­ur hún upp­lif­að for­dóma á eig­in skinni.
„Mikilvægast er að hann fær að vera með“
ViðtalLíf með Downs

„Mik­il­væg­ast er að hann fær að vera með“

Sól­ný Páls­dótt­ir seg­ir ekki hafa hvarfl­að að henni þeg­ar Hilm­ir Sveins­son son­ur henn­ar lá fyr­ir tólf ár­um í hi­ta­kassa á Land­spít­al­an­um að hann ætti eft­ir að verða fót­bolta- og körf­boltastrák­ur. Hún seg­ir mik­il­vægt að Hilm­ir hafi alltaf feng­ið að vera með í íþrótt­a­starf­inu í heima­bæ þeirra, Grinda­vík og í gegn­um íþrótt­irn­ar hafi hann eign­ast trausta vini.
„Fólk með Downs heilkenni getur lifað innihaldsríku lífi“
FréttirLíf með Downs

„Fólk með Downs heil­kenni get­ur lif­að inni­halds­ríku lífi“

Fyrr á þessu ári var tal­ið að síð­asta barn­ið með Downs-heil­kenni væri fætt á Ís­landi en þá hafði ekk­ert barn með heil­kenn­ið fæðst í rúm tvö ár. Síð­an þá hafa hins veg­ar tvær stúlk­ur fæðst með Downs-heil­kenni. Sér­fræð­ing­ar segja þrýst á verð­andi mæð­ur að fara í skiman­ir á með­göngu og að rang­hug­mynd­ir ríki um líf með aukalitn­ing­inn.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu