Listamaðurinn Odee, Oddur Eysteinn Friðriksson, hefur tekið vefsíðuna samherji.co.uk, sem hýsti „We‘re Sorry“ Samherjagjörninginn, úr birtingu. Það gerði hann að skipan dómara í Bretlandi eftir að útgerðarfyrirtækið Samherji krafðist, og fékk úrskurðað, bráðabirgðalögbann á hendur honum síðasliðinn föstudag. „Ég lít á þetta sem alvarlega aðför að tjáningarfrelsi mínu og kanna nú leiðir til að fá lögbanninu hnekkt,“ segir í yfirlýsingu frá Odee.
Umrædd vefsíða fór í loftið að morgni 11. maí og á sama tíma sendi Odee fréttatilkynningu til um 100 fjölmiðla í fjölmörgum löndum. Í fréttatilkynningunni, sem sett var fram í nafni Samherja, var beðist afsökunar á framferði fyrirtækisins í Namibíu, bótum lofað og fullu samstarfi við yfirvöld vegna rannsóknar á gjörðum fyrirtækisins.
Samherji sendi frá sér tilkynningu klukkan 11.00 sama dag þar sem fyrirtækið sór af sér bæði …
Þetta mál er auðvitað ekki búið en listamenn geta ekki sett fram gjörninga í annarra nafni og heimtað að fá að gera það án viðbragða... í nafni "tjáningarfrelsis". Svolítið mikið kurteisi nauðgarinn í þeim rökfræðum.
En á öngvan hátt getur þetta orðið Samherja annað en orðsporstjón... þeir eru búnir að grafa sig neðar og neðar... og kannski rétt þeir endurskoði aðkeypta vinnu Vikborg Rein. ?
Íslenskir þingmenn og kerfið munu auðvitað ekki gera neitt ... legið ljóst fyrir frá því fyrir stofnun sérstaks.
Kerfið er spillt og gallað og Samherji bara eitt af einkennunum... reynið nú að horfa rétt á málin því +i dag erum við verr stödd en fyrir 2008