Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Búa í bíl en ekki nógu illa stödd fyrir félagsleg úrræði

Eft­ir langvar­andi at­vinnu­leysi og fjár­hags­vanda fluttu Ax­el Rafn Bene­dikts­son og kona hans í sex­tán sæta rútu. Hann seg­ist ekki upp­lifa sig sem hluta af sam­fé­lag­inu held­ur sem úr­hrak. Þau hafi reynt að telja sér trú um að bú­set­an væri æv­in­týri en í raun séu þau heim­il­is­laus.

Búa í bíl en ekki nógu illa stödd fyrir félagsleg úrræði
Utangátta Axel Rafn segist ekki upplifa sig sem hluta af samfélaginu. „Fólk lítur niður á okkur,“ segir hann. Mynd: Heiða Helgadóttir

Í rúmt ár hafa Axel Rafn Benediktsson og eiginkona hans, Sunna Árnadóttir, búið í lítilli sextán sæta rútu með kettinum sínum. Þeim var nýverið neitað um félagslega íbúð í Mosfellsbæ þar sem þau uppfylltu aðeins eitt skilyrði af nokkrum fyrir slíku úrræði. „Eina sem við uppfylltum af tjékklistanum var að við erum heimilislaus,“ segir Axel, sem skilur vel að margir séu í enn verri stöðu en þau; hann sé til að mynda í vinnu. 

Fjárhagsvandræðin sem leiddu til þess að hjónin fluttu í rútuna hófust þó einmitt þegar Axel Rafn missti vinnuna sína til tíu ára árið 2019. Þá fór hratt að halla undan fæti hjá honum og konunni hans. Við tók það sem Axel kallar „þessi klassíska heimska“ þar sem hann fór að reyna að borga upp hitt og þetta með smálánum hér og þar en svo fékk hann ekki nýja vinnu og skuldirnar bara hækkuðu þangað til þau …

Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Óbærilega vitskert að veita friðarverðlaun Nóbels til Machado“
6
Stjórnmál

„Óbæri­lega vit­skert að veita frið­ar­verð­laun Nó­bels til Machado“

Krist­inn Hrafns­son, rit­stjóri Wiki­Leaks, seg­ir Nó­bels­nefnd­ina skapa rétt­læt­ingu fyr­ir inn­rás Banda­ríkj­anna í Venesúela með því að veita María Cor­ina Machado, „klapp­stýru yf­ir­vof­andi loft­árása“, frið­ar­verð­laun. Ju­li­an Assange, stofn­andi Wiki­Leaks, hef­ur kraf­ist þess að sænska lög­regl­an frysti greiðsl­ur til Machado.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár