Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ljóðið notað til að ná utan um raunveruleikann

Ljóð­ið er ekki dautt, að mati rit­höf­und­ar­ins Berg­þóru Snæ­björns­dótt­ur, sem vann til verð­launa í vik­unni fyr­ir ljóða­bók­ina Allt sem renn­ur. Hún seg­ir að ljóð­skáld yrki iðu­lega fyr­ir sig sjálf – og að ljóð­ið hafi þannig heil­un­ar­mátt.

Ljóðið notað til að ná utan um raunveruleikann
Maístjarnan Bergþóra segir að þegar hún skrifar ljóð vinni hún með „sitt innsta og minnsta“. Þegar hún skrifar skáldsögu þurfi hún aftur á móti að fjarlægja sig raunveruleikanum og byggja upp einskonar hliðarheim. Ljóðið sé verkfæri til að fá útrás – það sé hrá sköpun. Mynd: Heiða Helgadóttir

Rithöfundurinn Bergþóra Snæbjörnsdóttir hreppti Maístjörnuna fyrir ljóðabók ársins 2022 fyrir bókina Allt sem rennur. Rithöfundasamband Íslands og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn veita verðlaunin en þau voru afhent í sjöunda sinn við hátíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöðunni síðastliðinn miðvikudag. 

Bergþóra segir í samtali við Heimildina að henni finnist dýrmætt og gaman að fá þessi verðlaun. „Mér finnst samt eiginlega auðveldara að hugsa það þannig að verkið sé að fá verðlaun en ekki ég. Mér finnst einhvern veginn auðveldara að samgleðjast því en mér,“ segir hún og hlær. 

Sögð ná einstöku sambandi við lesandann á kraftmikinn og uppljómandi hátt

Í umsögn dómnefndar um verðlaunabókina segir að ljóð Bergþóru virðist jafnvel gróf, hrjúf brot úr veruleikanum en myndi ægifagra heild sem knýi lesandann ekki einvörðungu til að líta veruleikann nýjum augum heldur sjálfan sig og þar að auki til að takast á við hvort tveggja. „Þau eru áhrifamikil ein og sér, standa sem snöggar …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Aðstoð Brynjars við Jón átti þátt í yfirburðahæfi
5
Fréttir

Að­stoð Brynj­ars við Jón átti þátt í yf­ir­burða­hæfi

Hæfn­is­nefnd­in sem komst að nið­ur­stöðu um að Brynj­ar Ní­els­son vara­þing­mað­ur væri hæf­ast­ur til að verða dóm­ari við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur horfði sér­stak­lega til starfa hans sem póli­tísks að­stoð­ar­manns Jóns Gunn­ars­son­ar í dóms­mála­ráðu­neyt­inu. Meiri­hluti um­sækj­enda dró um­sókn­ina til baka eft­ir að þeir voru upp­lýst­ir um hverj­ir aðr­ir sóttu um.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár