Rithöfundurinn Bergþóra Snæbjörnsdóttir hreppti Maístjörnuna fyrir ljóðabók ársins 2022 fyrir bókina Allt sem rennur. Rithöfundasamband Íslands og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn veita verðlaunin en þau voru afhent í sjöunda sinn við hátíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöðunni síðastliðinn miðvikudag.
Bergþóra segir í samtali við Heimildina að henni finnist dýrmætt og gaman að fá þessi verðlaun. „Mér finnst samt eiginlega auðveldara að hugsa það þannig að verkið sé að fá verðlaun en ekki ég. Mér finnst einhvern veginn auðveldara að samgleðjast því en mér,“ segir hún og hlær.
Sögð ná einstöku sambandi við lesandann á kraftmikinn og uppljómandi hátt
Í umsögn dómnefndar um verðlaunabókina segir að ljóð Bergþóru virðist jafnvel gróf, hrjúf brot úr veruleikanum en myndi ægifagra heild sem knýi lesandann ekki einvörðungu til að líta veruleikann nýjum augum heldur sjálfan sig og þar að auki til að takast á við hvort tveggja. „Þau eru áhrifamikil ein og sér, standa sem snöggar …
Athugasemdir