Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Því fleiri skipti sem þú getur greitt götu vina þinna, því stærri karl ert­u“

Nið­ur­stöð­ur rann­sókn­ar sem birt var seint á síð­asta ári sýndi mik­inn mun á tengslamynd­un karla og kvenna sem starfa í við­skipta­líf­inu.

„Því fleiri skipti sem þú getur greitt götu vina þinna, því stærri karl ert­u“

Lög um kynja­kvóta í stjórn­um ís­lenskra fyr­ir­tækja tóku gildi fyr­ir tíu ár­um síð­an. Í út­tekt sem Heim­ild­in hef­ur gert ár­lega á þeim ára­tug sem lið­inn er frá þeim tíma­mót­um kem­ur fram að hlut­fall kvenna sem stýra fjár­magni á Ís­landi hef­ur far­ið úr því að vera sjö pró­sent í að vera 14,7 pró­sent. Af 115 störf­um sem út­tekt­in nær til gegna kon­ur 17 en karl­ar 98. Hægt er að lesa um þá úttekt hér til hliðar. 

Í desember 2022 birtust niðurstöður nýrrar rannsóknar á reynslu 22 stjórnarkvenna í skráðum félögum af for­ystu­hæfni, tengsla­neti og stuðn­ingi við konur til að gegna for­stjóra­stöðu í grein í Tíma­riti um við­skipti og efna­hags­mál. Rannsóknin var unnin af fjórum konum sem starfa við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, þeim Ástu Dís Óladóttur dósent, Sigrúnu Gunnarsdóttur prófessor, Þóru H. Christiansen aðjúnkt og Erlu S. Kristjánsdóttur prófessor. 

Helstu niðurstöður þeirra voru að konur séu hæfar til að gegna forstjórastöðum í skráðum félögum, en þegar kemur til ráðninga forstjóra skráðra félaga eru þær þó ekki ráðnar til starf­anna þar sem áhrif karla, tengsla­net og íhalds­samar staðalí­myndir af for­ystu­hæfni kvenna og árang­urs­ríkri for­ystu virð­ast ráða ákvörð­un­um. Þar með aukast líkur á því að horft sé fram hjá hæfum konum við for­stjóra­val. 

Rann­sóknin fór þannig fram að not­ast var við ítar­spurn­ingar til að fá grein­ar­góðar lýs­ingar og reynslu­sögur um upp­lifun og reynslu kvenn­anna 22. Við­tölin fóru fram 15. júní til 6. júlí 2020, í gegnum Microsoft Teams, tóku 60 til 130 mín­út­ur, voru hljóð­rit­uð, rituð frá orði til orðs, geymd í læstum tölvum rann­sak­enda og eytt að úrvinnslu lok­inni. Við­mæl­endum voru gefin gervi­nöfn til að tryggja nafn­leynd þeirra.

Í svörum kvenn­anna er meðal ann­ars rætt um per­sónu­leg tengsl milli karla, sem virð­ast hafa meiri áhrif en fag­leg umræða: Ein þeirra sagði: „Ég átti von á miklu fag­legri umræðu og svo­leiðis en þetta er svo­lítið svona íslenska leið­in, þú vilt kunna vel við fólk, helst þekkja það eða þekkja vel til þess áður en þú tekur svona ákvarð­an­ir. … þá eiga karl­arn­ir, virð­ist vera, meiri sjéns því að þeir eru oft­ast í meiri­hluta í stjórn­unum og þeir eru með reynslu sem kon­urnar eru ekki með og þeir eru með tengsl við hina karl­ana. ... þá ertu svo­lítið búin að taka þetta úr svona ein­hverju fag­legu ferli yfir í bara, ég þekki hann og hann er rosa fín­n.“

Kon­urnar töl­uðu líka um mun á áherslum karla og kvenna í sam­bandi við tengsla­myndun og ein þeirra sagði að áherslur karla henti ekki alltaf kon­um: „Strák­arnir eru rosa öfl­ugir í því en við erum það ekki, við nennum ekk­ert að fara alltaf í bjór eftir vinnu … við viljum bara frekar fara heim til barn­anna okk­ar.“ 

Önnur talaði líka um þennan mun á áherslum sem hún taldi að gæti tengst gild­is­mati: „Ég held að konur til dæmis eru ekki stundum nógu dug­legar að … búa til tengsla­netin … við erum að nýta bara tím­ann í ann­að. Og svo má líka alveg velta fyrir sér … er ekki bara hins vegar kom­inn tími á annað gild­is­mat yfir­höf­uð? Þarna erum við að reyna að aðlaga konur að gild­is­mati karla. Er það endi­lega svo frá­bært að við þurfum að aðlaga okkur að því?“

Á meðal eftirtektarverðustu ummælum viðmælanda voru svo eftirfarandi: „Karl­menn eru sekir um það að þeim líður voða vel að hringja í ein­hvern Sigga vin sinn, því að þeir treysta honum og þeir skilja hvernig hann hugsar og finnst hann svo voða útreiknanlegur og svo fá þeir klapp á bakið frá hinum félög­unum … þú veist svona við Pall­arnir stöndum saman … því fleiri skipti sem þú getur greitt götu vina þinna, því stærri karl ert­u.“

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu