Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Efnahagsleg velsæld þjóðarinnar „sjaldan gengið betur“

Þing­menn gagn­rýndu rík­is­stjórn fyr­ir upp­gjöf og spurð­ust fyr­ir um að­gerð­ir vegna verð­bólgu og yf­ir­vof­andi stýri­vaxta­hækk­un­ar Seðla­banka Ís­lands.

Efnahagsleg velsæld þjóðarinnar „sjaldan gengið betur“
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra Svaraði fyrirspurnum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og Ásthildar Lóu Þórsdóttur á þingi í dag. Mynd: Bára Huld Beck

„Þó að mistök hafi verið gerð þá þýðir ekki að gefast upp núna,“ sagði Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar er hún spurði forsætisráðherra Katrínu Jakobsdóttur hvað ríkisstjórnin hyggst gera vegna verðbólgu og yfirvofandi stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands á morgun. 

Hafnar mistökum

Samkvæmt formanni Samfylkingarinnar er enn tími til þess að grípa til aðgerða sem gætu aukið stöðugleika og styrkt stöðu heimilanna áður en að Alþingi fer í sumarfrí eftir þrjár vikur. Þá spurði Kristrún sérstaklega um leigubremsu og vaxtabætur. 

„Að sjálfsögðu eru stór mál undir sem er verið að ræða og kannski eitt af þeim stærstu fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar þar sem svo sannarlega eru boðaðar aðgerðir, bæði á tekju- og gjaldahlið, til að slá á þenslu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og hafnaði því að mistök hafi verið gerð af hálfu ríkisstjórnar. 

Forsætisráðherra var sammála formanni Samfylkingarinnar um að verðbólgu þyrfti að lækka. Hins vegar minnti hún á aðgerðir ríkisstjórnar í heimsfaraldrinum COVID-19 sem skiluðu auknum kaupmætti meðal almennings og á lífskjarasamning frá 2019. „Þar voru ótal breytingar boðaðar og staðið við, hvort sem það var breyting á skattkerfinu og upptaka þrepaskipts skattkerfis, skattalækkun fyrir tekjulægstu hópana, uppbygging á húsnæðismarkaði, lenging fæðingarorlofs eða efling barnabótakerfisins.“ 

Kristrún hjó eftir skýrara svari og sagði þá forsætisráðherra fjármálaætlun vera til meðferðar á Alþingi og bætti við: „Við hækkuðum hér skerðingarmörk vaxtabóta um 50% um áramótin og hækkuðum húsnæðisstuðning“. Ráðherra sagði verkalýðshreyfinguna vera í hópi með innviðaráðherra sem væri að skoða „hvernig mætti skapa betri ramma um leigumarkað“. 

„Sjaldan gengið betur“

Í fyrirspurn sinni til fjármálaráðherra spurði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar um verðbólguna. „Við erum að sjá að Seðlabanki Íslands hefur ítrekað sagt að það sé ófært að hann einn beri byrðarnar af því að berjast við verðbólguna.“ Í framhaldi spurði formaður Viðreisnar um stöðu frumvarps „[...]sem á að liðka fyrir og auka heimildir til ríkissáttasemjara[...].“

Fjármálaráðherra nefndi þá að atvinnuþátttaka hefði aukist en það var eitt af stærri markmiðum efnahagsstefnu ríkisins og brýndi ráðherra fyrir mikilvægi umbóta á ramma vinnumarkaðslöggjöf. Einnig sagði Bjarni að það hefði „sjaldan gengið betur“ að auka efnahagslega velsæld þjóðarinnar en þó  vantar upp á stöðugleika. 

Þorgerður Katrín gagnrýndi núverandi ríkisstjórn fyrir ákvarðanaleysi er kemur að málum sem hafa mikla vigt í samfélaginu. „[...] Ungt fólk, lágtekju- og millitekjufólk þarf að taka erfiðu samtölin heima í eldhúsi um það hvernig eigi að brúa bilið því það kemur ekkert frá ríkisstjórninni.“

„Ungt fólk, lágtekju- og millitekjufólk þarf að taka erfiðu samtölin heima í eldhúsi um það hvernig eigi að brúa bilið því það kemur ekkert frá ríkisstjórninni.“

Bjarni svaraði gagnrýninni og benti á mikilvægi þess að kæla hagkerfið sökum of mikillar þenslu. „Það er fullt atvinnustig. Kaupmáttur er mjög hár, hann er hærri en víðast annars staðar. Kaupmáttur lægstu launa er líka hár á Íslandi. En þessu er ógnað af verðbólgunni og verðbólguhorfum.“ 

Fjármálaráðherra telur vert að hafa áhyggjur af þeim heimilum sem eiga erfitt vegna greiðslubyrðar. „En við getum samt ekki horft fram hjá því á sama tíma að þrátt fyrir allt þá hafa verið hér neikvæðir raunvextir. Eignaverð hefur verið að hækka og lánin hafa borið neikvæða raunvexti sem er merkileg staðreynd. Og þegar reikningur heimilisins er gerður upp í heild sinni þá er staðan ekki jafn svört og ætla mætti af umræðunni.“

Seðlabankinn að fórna heimilunum

Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokk fólksins telur líklegt að Seðlabanki Íslands hækki stýrivexti að minnsta kosti um eitt prósentustig í fyrramálið. Hún lét hörð orð falla í garð Seðlabankastjóra, gagnrýndi völd Peningastefnunefndar og taldi bankann fórna heimilum landsins vegna „eigin mistaka“.

„Það nær hreinlega ekki nokkurri átt að þrjár manneskjur í Seðlabankanum hafi meiri völd en ríkisstjórnin, alþingismenn, sveitarstjórnir og verkalýðshreyfingin samanlagt. Að kjörnir fulltrúar landsins hafi minni áhrif á fjárhag heimilanna en örfáir einstaklingar uppi í Seðlabanka.“

Spurði Ásthildur Lóa þá fjármálaráðherra: „Ætla fjármálaráðherra og ríkisstjórnin að standa áfram á hliðarlínunni á meðan þrír nefndarmenn peningastefnunefndarinnar leiða þúsundir heimila og fyrirtækja í glötun? Er einhver von til þess að hann og þessi ríkisstjórn axli einhvern tímann ábyrgð sína gagnvart heimilum landsins sem kjörnir fulltrúar eða eruð þið bara búin að gefa þetta eftir?“

„Er einhver von til þess að hann og þessi ríkisstjórn axli einhvern tímann ábyrgð sína gagnvart heimilum landsins sem kjörnir fulltrúar eða eruð þið bara búin að gefa þetta eftir?“

Bjarni svaraði fyrirspurninni á þá leið að ríkisstjórnin væri ekki búin að gefa neitt eftir. „Við höfum sagt frá upphafi að okkar aðgerðir myndu annars vegar snúast um það að nýta ríkisfjármálin til að styðja við lægri verðbólgu og hins vegar að grípa til aðgerða til að verja stöðu þeirra sem eru viðkvæmastir fyrir verðbólguhækkun. Um það vitna aðgerðir okkar um síðastliðin áramót og nú höfum við boðað að á þessu þingi verði lögð til breyting á almannatryggingakerfinu til þess að hækka bætur í takt við verðhækkanir sem eru umfram forsendur fjárlaga.“

Sjálstæður seðlabanki

Um stöðu Seðlabankans sagði Bjarni: „Hér á þinginu hefur verið samstaða um að reka sjálfstæðan seðlabanka, hafa hér sjálfstæða peningastefnunefnd og fela Seðlabankanum það verkefni að vernda verðgildi peninganna og að stefnt skuli að því að verðbólga í landinu sé að jafnaði í kringum 2,5%, og að færa þurfi fram sérstaka greinargerð ef verðbólgan fer út fyrir vikmörk sem eru þá 4%. Þetta er það grundvallarkerfi sem við erum með.“

Ásthildur Lóa hélt gagnrýni sinni áfram og sagði meðal annars: „Ríkisstjórnin og peningastefnunefnd Seðlabankans bera fulla ábyrgð á þeim hörmungum sem brátt dynja yfir tugþúsundir heimila. Hversu langt ætlar ríkisstjórnin að leyfa þessu að ganga áður en hún grípur í taumana?“.

Bjarni ítrekaði mikilvægi Seðlabankans og þau stjórntæki sem hann hefur gegn verðbólgunni. „Ef það er verðbólga hér á landi, stöðug, og verðbólguhorfur eru slæmar mun það að sjálfsögðu bitna á heimilunum, fyrst á þeim sem hafa minnst milli handanna. Að sjálfsögðu mun það brjótast út í kjörum húsnæðislána og í öllum vaxtakjörum á markaðnum. Hækkanir Seðlabankans eru til þess að slá á væntingar um það hversu lengi þetta tímabil mun vara. En þetta er grundvallarumræða um það hvort við eigum yfir höfuð að láta Seðlabankann hafa vaxtaákvörðunartækið.“

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
2
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár