Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hver vill ekki trúa á töfra?

Í þátt­un­um Believe in Magic í hlað­varpi BBC er sögð ótrú­leg saga stúlku sem glímdi við erf­ið veik­indi en gaf sig engu að síð­ur alla í að hjálpa öðr­um veik­um börn­um. En ekki vildu all­ir trúa henni.

Hver vill ekki trúa á töfra?

Breska unglingsstúlkan Megan var töfrandi persónuleiki. Hún var alvarlega veik en setti aðra alltaf í fyrsta sæti og lagði mikið á sig til að gleðja veik börn – halda þeim stórkostlegar veislur. Hún stofnaði góðgerðarsamtökin Believe in Magic ásamt móður sinni og safnaði í gegnum þau peningum til að láta drauma sjúkra barna rætast. Hún heillaði alla upp úr skónum, naut stuðnings poppstjarna á borð við One Dircetion, og David Cameron, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, veiti henni verðlaun fyrir fórnfýsi sína.

En svo fór hún að veikjast mun meira. Fékk lífshættulegt heilaæxli sem ekki var hægt að fá meðferð við í heimalandinu. Þannig að hún og móðir hennar fóru að safna fyrir flókinni og rándýrri meðferð í Bandaríkjunum. Frá spítalarúminu flutti móðirin stuðningsmönnum Megan fréttir af veikindum hennar í gegnum samfélagsmiðla og peningar héldu áfram að streyma frá fólki sem vildi aðstoða Megan við að ná bata.

Fljótlega fóru hins vegar spurningar að vakna. Á hvaða spítala var Megan að fá þessa meðferð? Af hverju er móðir hennar skráð inn á hótel í Disneylandi? Hópur fólks sem sjálft hafði átt veik börn og sumt misst þau hóf að grafast fyrir. Það sem kom upp úr kafinu er sannarlega lyginni líkast. En hver var í rauninni að ljúga og að hverjum? Og hver er raunverulega veikur?

Þáttaröðin Believe in Magic samanstendur af nokkrum stuttum þáttum þar sem margar hliðar málsins eru dregnar fram.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hlaðvarpið

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu