Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Lögreglan skoðar hvort Gísli Jökull hafi brotið lög og reglur

Lög­reglu­mað­ur­inn Gísli Jök­ull Gísla­son villti á sér heim­ild­ir þeg­ar hann gerði til­raun til að kom­ast að því hver stæði að baki Sam­herja­gjörn­ingn­um. Það gerði hann án þess að afla heim­ild­ar yf­ir­manna og án þess að skrá mál­ið í mála­skrá lög­reglu.

Lögreglan skoðar hvort Gísli Jökull hafi brotið lög og reglur
Sagðist vera frílans blaðamaður Gísli Jökull Gíslason lögreglumaður villti á sér heimildir og hélt því fram í viðtali við Heimildina að hann gæti kallast frílans blaðamaður því hann hefði skrifað aðsendar greinar í blöð. Lögreglan hefur nú til skoðunar framgöngu Gísla Jökuls. Halla Bergþóra Björnsdóttir er lögreglustjóri á Höfuðborgarsvæðinu. Mynd: Samsett / Heimildin

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til skoðunar hvort lögreglumaðurinn Gísli Jökull Gíslason hafi brotið lög og reglur þegar hann villti á sér heimildir í samskiptum. Það gerði Gísli Jökull þegar hann gerði tilraun til að komast að því hver það væri sem stæði að baki Samherjagjörningnum „We‘re Sorry“. Hann gerði það án þess að leita samþykkis yfirmanna og skráði samskiptin ekki í málakerfi lögreglunnar.

Listgjörningurinn er útskriftarverkefni listamannsins Odds Eysteins Friðrikssonar, Odee, og samanstendur af vefsíðu og fréttatilkynningu þar sem Odee bað, í nafni sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja, namibísku þjóðina afsökunar á framgöngu fyrirtækisins í landinu. Þá er tíu metra vegglistaverk í Listasafni Reykjavíkur einnig hluti listgjörningsins en það var afhjúpað eftir að Odee hafði stigið fram og lýst því að hann væri maðurinn á bak við gjörninginn, í síðustu viku.

Sagðist vera sjálfstætt starfandi blaðamaður

Gísli Jökull sendi í tvígang tölvupósta á netföng sem gefin voru upp á vefsíðunni sem um ræðir, sama dag og hún var sett í loftið. Sagðist hann í þeim vera sjálfstætt starfandi blaðamaður en sendi þó umrædda pósta úr lögreglunetfangi sínu. Þau samskipti skráði Gísli Jökull ekki í kerfi lögreglunnar. Þá aflaði hann ekki heimildar hjá yfirmanni sínum, lögreglustjóra, áður en hann sendi umrædda tölvupósta. Það staðfesti Gísli Jökull hvoru tveggja í viðtali við Heimildina.

„Embættið staðfestir að til athugunar er hvort verklag við skoðun vefsvæðisins og samskipti hafi verið í samræmi við lög og reglur“
úr svari embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu

Í reglugerð um sérstakar aðferðir og aðgerðir lögreglu við rannsókn sakamála er meðal annars fjallað um tálbeitur. Þar segir að tálbeita sé lögreglumaður eða annar starfsmaður lögreglu sem fari með lögregluvald og hafi samskipti við sakborning sem grunaður er um að ætla að fremja refsivert brot „og samskiptin leiða til þess að brotið er fullframið og/eða að upplýsingar fást um deili á þeim sem fullframið hefur refsivert brot.“ Tilgreint er í reglugerðinni að ákvörðun um beitingu sérstakra aðferða og aðgerða lögreglu skuli tekin af lögreglustjóra eða öðrum yfirmanni samkvæmt ákvörðun lögreglustjóra. Það var ekki gert, sem fyrr segir, þegar Gísli Jökull villti á sér heimildir í samskiptum vegna listgjörningsins.

Skylt að skrá verkefni lögreglu í málaskrá

Heimildin gerði ítrekaðar tilraunir í síðustu viku til að fá viðbrögð frá Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, vegna máls Gísla Jökuls, en án árangurs. Bað hún um að spurningar yrðu sendar skriflega og sendi Heimildin eftirfarandi spurningar á Höllu Bergþóru.  

  • Var lögreglumanninum Gísla Jökli heimilt að villa á sér heimildir með þessum hætti?
  • Hefði Gísla Jökli borið að leita samþykkis yfirmanna áður en hann sendi umræddan tölvupóst?
  • Er eðlilegt að lögreglumaður sendi tölvupósta sem þessa en skrái þá ekki inn í málakerfi lögreglu?
  • Ef svörin eru þau að Gísli Jökull hafi farið út fyrir það sem honum var heimilt í starfi, að honum hafi borið að leita samþykkis eða að óeðlegt sé að málið hafi ekki verið skráð inn í málakerfi lögreglu, hver eru þá viðurlög við þessari hegðun lögreglumannsins?

Heimildin fékk senda yfirlýsingu frá Gunnari Rúnari Sveinbjörnssyni, upplýsingafulltrúa lögreglunnar, sem staðfesti að embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu væri með til skoðunar hvort hegðun Gísla Jökuls hafi verið í samræmi við lög og reglur.

„Lögreglan heldur málaskrá 5. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 en verkefni lögreglu skal skrá í nefnda málaskrá, oft skammstöfuð LÖKE (Lögreglukerfið).
Fyrir liggur að starfsmaður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu (LRH) leitaði upplýsinga um vefsvæði sem merkt var Samherja hf. en upplýst hefur verið um að nefnt vefsvæði tengist fyrirtækinu ekki heldur var um að ræða listgjörning á vegum útskriftarnemanda við Listaháskóla Íslands.
Embættið staðfestir að til athugunar er hvort verklag við skoðun vefsvæðisins og samskipti hafi verið í samræmi við lög og reglur en að öðru leyti mun embættið ekki tjá sig um málefni einstakra starfsmanna,“ segir í svari Gunnars Rúnars.

Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Oskar Kettler skrifaði
    Hvað haldið þið að líkunar séu á að Páley kalli Heimildarmenn og konur núna aftur í yfirheyrslu vegna svakalega hefndaklámsmálsins?
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
2
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Fyrstu forsetakosningar á Íslandi: Hver verður „hótelstjóri á Bessastöðum“?
10
Flækjusagan

Fyrstu for­seta­kosn­ing­ar á Ís­landi: Hver verð­ur „hót­el­stjóri á Bessa­stöð­um“?

Það fór klið­ur um mann­fjöld­ann á Þing­völl­um þeg­ar úr­slit í fyrstu for­seta­kosn­ing­um á Ís­landi voru kynnt í heyr­anda hljóði þann 17. júní 1944. Undr­un­ar- og óánægjuklið­ur. Úr­slit­in komu reynd­ar ekk­ert á óvart. Ákveð­ið hafði ver­ið að Al­þingi kysi fyrsta for­seta Ís­lands á þing­fundi á þess­um degi og þar með yrði Ís­land lýð­veldi og kóng­ur­inn í Dan­mörku end­an­lega afskaff­að­ur. Þessi fyrsti...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
4
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
8
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
10
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár