Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Listrænn leiðtogafundur

Ás­geir H. Ing­ólfs­son teikn­aði upp hina full­komnu kvöld­stund með leið­tog­um Evr­ópu­ráðs­ins, hefðu þeir dval­ið áfram á land­inu síð­ustu helgi. „Þetta eru verk­in til að ræða þeg­ar þú ferð á trúnó með evr­ópsk­um leið­tog­um á barn­um.“

Listrænn leiðtogafundur
Þjónn fólksins Volodymyr Zelenskyj lék forseta Úkraínu í Þjóni fólksins, Servant of the People, og varð svo stuttu síðar forseti sjálfur.

Lech Walesa og Václav Havel

Andrzej Wajda var 87 ára gamall þegar hann gerði ævi Lech Walesa skil og sannaði að það er hægt að gera ótrúlega fyndna og um leið hugvekjandi mynd um stóra leiðtoga.

Nýleg mynd um byltingarbróður hans í Tékkó, Vaclav Hável, var ekki alveg í sama gæðaflokki en samt fínasta mynd fyrir áhugafólk um byltingarárið mikla 1989.

Vitni Pútíns

Vitaly Mansky var eitt sinn einn með nánustu samstarfsmönnum Pútíns. En það var fyrir löngu síðan og nú eru þeir svarnir andstæðingar. En sökum fortíðar sinnar hafði hann ótrúlegan aðgang að tsarnum í Kreml og birtir okkur sýn á Pútín sem enginn annar getur boðið upp á í heimildamyndinni Vitni Pútíns. Seinna gerði hann líka forvitnilega mynd um Gorbatsjov og svo er Jeltsín eftirminnileg fyllibytta í Pútín-myndinni.

Hinn guðdómlegi leiðtogi

Viltu vita meira um tengsl ítalskra pólitíkusa og mafíunnar? Þá er rétt að byrja á Il Divo, sem útleggst sem Hinn guðdómlegi, en þessi mynd Paolo Sorrentino fjallar um Giulio Andreotti, sem var einn valdamesti maður Ítalíu á seinni hluta 20. aldar og var forsætisráðherra í alls sjö ár á árunum 1972–92.

Borgen og Zelenskyj

Skáldskapur um pólitíkusa inniheldur merkilega sjaldan skáldaðar persónur – en Borgen er þar undantekning og það er raunar óvíst hvort margir danskir stjórnmálamenn séu áhrifameiri en Birgitte Nyborg, þótt hún sé bara til sem sjónvarpspersóna.

En stundum verða þær raunverulegar, eins og Volodymyr Zelenskyj, sem lék forseta Úkraínu í Þjóni fólksins, Servant of the People, og varð svo stuttu síðar forseti sjálfur.

Kekkonen

Urho Kekkonen var forseti Finnlands í 26 ár, frá 1956 til 1992, og mótaði þjóðina í það Finnland sem við þekkjum í dag. Hann hljómar vissulega eins og langsótt viðfangsefni fyrir myndasögu – en finnskir heimildamenn mínir fullyrða engu að síður að Kekkonen eftir Matti Hagelberg sé mergjuð myndasaga, þar sem Kekkonen deyr í miðri bók en heldur samt áfram að Elvis og Jesú. Nú þarf bara einhver finnskufróður þýðandi að þýða þessa snilld.

Evrópusambandið: skáldsaga

Evrópusambandið hljómar ekki beint eins og kræsilegt efni í skáldsögu. En Robert Menasse hafði lengi verið heillaður af þessu bjúrókratíska batteríi þegar hann ákvað að flytja bara til Brüssel til að kynna sér málið almennilega.

Það endaði með skáldsögunni The Capital, sem fjallar um Evrópusambandið og mat og bjúrókrasíu og fleira skemmtilegt sem gestir leiðtogafundarins munu vafalaust ræða.

Partílög leiðtoganna

Þegar leiðtogarnir enda í trylltu partíi á Kaffibarnum er klárt mál að þau munu heimta að plötusnúðurinn spili Tears for Fears klassíkina Everybody Wants to Rule the World og öskursyngja með. Svo fara þau á trúnó í eftirpartíi í Breiðholtinu og hlusta á Masters of War með Dylan og tala um hvað það sé nú erfitt hlutskipti að vera spilltur pólitíkus.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár