Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Listrænn leiðtogafundur

Ás­geir H. Ing­ólfs­son teikn­aði upp hina full­komnu kvöld­stund með leið­tog­um Evr­ópu­ráðs­ins, hefðu þeir dval­ið áfram á land­inu síð­ustu helgi. „Þetta eru verk­in til að ræða þeg­ar þú ferð á trúnó með evr­ópsk­um leið­tog­um á barn­um.“

Listrænn leiðtogafundur
Þjónn fólksins Volodymyr Zelenskyj lék forseta Úkraínu í Þjóni fólksins, Servant of the People, og varð svo stuttu síðar forseti sjálfur.

Lech Walesa og Václav Havel

Andrzej Wajda var 87 ára gamall þegar hann gerði ævi Lech Walesa skil og sannaði að það er hægt að gera ótrúlega fyndna og um leið hugvekjandi mynd um stóra leiðtoga.

Nýleg mynd um byltingarbróður hans í Tékkó, Vaclav Hável, var ekki alveg í sama gæðaflokki en samt fínasta mynd fyrir áhugafólk um byltingarárið mikla 1989.

Vitni Pútíns

Vitaly Mansky var eitt sinn einn með nánustu samstarfsmönnum Pútíns. En það var fyrir löngu síðan og nú eru þeir svarnir andstæðingar. En sökum fortíðar sinnar hafði hann ótrúlegan aðgang að tsarnum í Kreml og birtir okkur sýn á Pútín sem enginn annar getur boðið upp á í heimildamyndinni Vitni Pútíns. Seinna gerði hann líka forvitnilega mynd um Gorbatsjov og svo er Jeltsín eftirminnileg fyllibytta í Pútín-myndinni.

Hinn guðdómlegi leiðtogi

Viltu vita meira um tengsl ítalskra pólitíkusa og mafíunnar? Þá er rétt að byrja á Il Divo, sem útleggst sem Hinn guðdómlegi, en þessi mynd Paolo Sorrentino fjallar um Giulio Andreotti, sem var einn valdamesti maður Ítalíu á seinni hluta 20. aldar og var forsætisráðherra í alls sjö ár á árunum 1972–92.

Borgen og Zelenskyj

Skáldskapur um pólitíkusa inniheldur merkilega sjaldan skáldaðar persónur – en Borgen er þar undantekning og það er raunar óvíst hvort margir danskir stjórnmálamenn séu áhrifameiri en Birgitte Nyborg, þótt hún sé bara til sem sjónvarpspersóna.

En stundum verða þær raunverulegar, eins og Volodymyr Zelenskyj, sem lék forseta Úkraínu í Þjóni fólksins, Servant of the People, og varð svo stuttu síðar forseti sjálfur.

Kekkonen

Urho Kekkonen var forseti Finnlands í 26 ár, frá 1956 til 1992, og mótaði þjóðina í það Finnland sem við þekkjum í dag. Hann hljómar vissulega eins og langsótt viðfangsefni fyrir myndasögu – en finnskir heimildamenn mínir fullyrða engu að síður að Kekkonen eftir Matti Hagelberg sé mergjuð myndasaga, þar sem Kekkonen deyr í miðri bók en heldur samt áfram að Elvis og Jesú. Nú þarf bara einhver finnskufróður þýðandi að þýða þessa snilld.

Evrópusambandið: skáldsaga

Evrópusambandið hljómar ekki beint eins og kræsilegt efni í skáldsögu. En Robert Menasse hafði lengi verið heillaður af þessu bjúrókratíska batteríi þegar hann ákvað að flytja bara til Brüssel til að kynna sér málið almennilega.

Það endaði með skáldsögunni The Capital, sem fjallar um Evrópusambandið og mat og bjúrókrasíu og fleira skemmtilegt sem gestir leiðtogafundarins munu vafalaust ræða.

Partílög leiðtoganna

Þegar leiðtogarnir enda í trylltu partíi á Kaffibarnum er klárt mál að þau munu heimta að plötusnúðurinn spili Tears for Fears klassíkina Everybody Wants to Rule the World og öskursyngja með. Svo fara þau á trúnó í eftirpartíi í Breiðholtinu og hlusta á Masters of War með Dylan og tala um hvað það sé nú erfitt hlutskipti að vera spilltur pólitíkus.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
4
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu