Listrænn leiðtogafundur

Ás­geir H. Ing­ólfs­son teikn­aði upp hina full­komnu kvöld­stund með leið­tog­um Evr­ópu­ráðs­ins, hefðu þeir dval­ið áfram á land­inu síð­ustu helgi. „Þetta eru verk­in til að ræða þeg­ar þú ferð á trúnó með evr­ópsk­um leið­tog­um á barn­um.“

Listrænn leiðtogafundur
Þjónn fólksins Volodymyr Zelenskyj lék forseta Úkraínu í Þjóni fólksins, Servant of the People, og varð svo stuttu síðar forseti sjálfur.

Lech Walesa og Václav Havel

Andrzej Wajda var 87 ára gamall þegar hann gerði ævi Lech Walesa skil og sannaði að það er hægt að gera ótrúlega fyndna og um leið hugvekjandi mynd um stóra leiðtoga.

Nýleg mynd um byltingarbróður hans í Tékkó, Vaclav Hável, var ekki alveg í sama gæðaflokki en samt fínasta mynd fyrir áhugafólk um byltingarárið mikla 1989.

Vitni Pútíns

Vitaly Mansky var eitt sinn einn með nánustu samstarfsmönnum Pútíns. En það var fyrir löngu síðan og nú eru þeir svarnir andstæðingar. En sökum fortíðar sinnar hafði hann ótrúlegan aðgang að tsarnum í Kreml og birtir okkur sýn á Pútín sem enginn annar getur boðið upp á í heimildamyndinni Vitni Pútíns. Seinna gerði hann líka forvitnilega mynd um Gorbatsjov og svo er Jeltsín eftirminnileg fyllibytta í Pútín-myndinni.

Hinn guðdómlegi leiðtogi

Viltu vita meira um tengsl ítalskra pólitíkusa og mafíunnar? Þá er rétt að byrja á Il Divo, sem útleggst sem Hinn guðdómlegi, en þessi mynd Paolo Sorrentino fjallar um Giulio Andreotti, sem var einn valdamesti maður Ítalíu á seinni hluta 20. aldar og var forsætisráðherra í alls sjö ár á árunum 1972–92.

Borgen og Zelenskyj

Skáldskapur um pólitíkusa inniheldur merkilega sjaldan skáldaðar persónur – en Borgen er þar undantekning og það er raunar óvíst hvort margir danskir stjórnmálamenn séu áhrifameiri en Birgitte Nyborg, þótt hún sé bara til sem sjónvarpspersóna.

En stundum verða þær raunverulegar, eins og Volodymyr Zelenskyj, sem lék forseta Úkraínu í Þjóni fólksins, Servant of the People, og varð svo stuttu síðar forseti sjálfur.

Kekkonen

Urho Kekkonen var forseti Finnlands í 26 ár, frá 1956 til 1992, og mótaði þjóðina í það Finnland sem við þekkjum í dag. Hann hljómar vissulega eins og langsótt viðfangsefni fyrir myndasögu – en finnskir heimildamenn mínir fullyrða engu að síður að Kekkonen eftir Matti Hagelberg sé mergjuð myndasaga, þar sem Kekkonen deyr í miðri bók en heldur samt áfram að Elvis og Jesú. Nú þarf bara einhver finnskufróður þýðandi að þýða þessa snilld.

Evrópusambandið: skáldsaga

Evrópusambandið hljómar ekki beint eins og kræsilegt efni í skáldsögu. En Robert Menasse hafði lengi verið heillaður af þessu bjúrókratíska batteríi þegar hann ákvað að flytja bara til Brüssel til að kynna sér málið almennilega.

Það endaði með skáldsögunni The Capital, sem fjallar um Evrópusambandið og mat og bjúrókrasíu og fleira skemmtilegt sem gestir leiðtogafundarins munu vafalaust ræða.

Partílög leiðtoganna

Þegar leiðtogarnir enda í trylltu partíi á Kaffibarnum er klárt mál að þau munu heimta að plötusnúðurinn spili Tears for Fears klassíkina Everybody Wants to Rule the World og öskursyngja með. Svo fara þau á trúnó í eftirpartíi í Breiðholtinu og hlusta á Masters of War með Dylan og tala um hvað það sé nú erfitt hlutskipti að vera spilltur pólitíkus.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
2
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár