Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Listrænn leiðtogafundur

Ás­geir H. Ing­ólfs­son teikn­aði upp hina full­komnu kvöld­stund með leið­tog­um Evr­ópu­ráðs­ins, hefðu þeir dval­ið áfram á land­inu síð­ustu helgi. „Þetta eru verk­in til að ræða þeg­ar þú ferð á trúnó með evr­ópsk­um leið­tog­um á barn­um.“

Listrænn leiðtogafundur
Þjónn fólksins Volodymyr Zelenskyj lék forseta Úkraínu í Þjóni fólksins, Servant of the People, og varð svo stuttu síðar forseti sjálfur.

Lech Walesa og Václav Havel

Andrzej Wajda var 87 ára gamall þegar hann gerði ævi Lech Walesa skil og sannaði að það er hægt að gera ótrúlega fyndna og um leið hugvekjandi mynd um stóra leiðtoga.

Nýleg mynd um byltingarbróður hans í Tékkó, Vaclav Hável, var ekki alveg í sama gæðaflokki en samt fínasta mynd fyrir áhugafólk um byltingarárið mikla 1989.

Vitni Pútíns

Vitaly Mansky var eitt sinn einn með nánustu samstarfsmönnum Pútíns. En það var fyrir löngu síðan og nú eru þeir svarnir andstæðingar. En sökum fortíðar sinnar hafði hann ótrúlegan aðgang að tsarnum í Kreml og birtir okkur sýn á Pútín sem enginn annar getur boðið upp á í heimildamyndinni Vitni Pútíns. Seinna gerði hann líka forvitnilega mynd um Gorbatsjov og svo er Jeltsín eftirminnileg fyllibytta í Pútín-myndinni.

Hinn guðdómlegi leiðtogi

Viltu vita meira um tengsl ítalskra pólitíkusa og mafíunnar? Þá er rétt að byrja á Il Divo, sem útleggst sem Hinn guðdómlegi, en þessi mynd Paolo Sorrentino fjallar um Giulio Andreotti, sem var einn valdamesti maður Ítalíu á seinni hluta 20. aldar og var forsætisráðherra í alls sjö ár á árunum 1972–92.

Borgen og Zelenskyj

Skáldskapur um pólitíkusa inniheldur merkilega sjaldan skáldaðar persónur – en Borgen er þar undantekning og það er raunar óvíst hvort margir danskir stjórnmálamenn séu áhrifameiri en Birgitte Nyborg, þótt hún sé bara til sem sjónvarpspersóna.

En stundum verða þær raunverulegar, eins og Volodymyr Zelenskyj, sem lék forseta Úkraínu í Þjóni fólksins, Servant of the People, og varð svo stuttu síðar forseti sjálfur.

Kekkonen

Urho Kekkonen var forseti Finnlands í 26 ár, frá 1956 til 1992, og mótaði þjóðina í það Finnland sem við þekkjum í dag. Hann hljómar vissulega eins og langsótt viðfangsefni fyrir myndasögu – en finnskir heimildamenn mínir fullyrða engu að síður að Kekkonen eftir Matti Hagelberg sé mergjuð myndasaga, þar sem Kekkonen deyr í miðri bók en heldur samt áfram að Elvis og Jesú. Nú þarf bara einhver finnskufróður þýðandi að þýða þessa snilld.

Evrópusambandið: skáldsaga

Evrópusambandið hljómar ekki beint eins og kræsilegt efni í skáldsögu. En Robert Menasse hafði lengi verið heillaður af þessu bjúrókratíska batteríi þegar hann ákvað að flytja bara til Brüssel til að kynna sér málið almennilega.

Það endaði með skáldsögunni The Capital, sem fjallar um Evrópusambandið og mat og bjúrókrasíu og fleira skemmtilegt sem gestir leiðtogafundarins munu vafalaust ræða.

Partílög leiðtoganna

Þegar leiðtogarnir enda í trylltu partíi á Kaffibarnum er klárt mál að þau munu heimta að plötusnúðurinn spili Tears for Fears klassíkina Everybody Wants to Rule the World og öskursyngja með. Svo fara þau á trúnó í eftirpartíi í Breiðholtinu og hlusta á Masters of War með Dylan og tala um hvað það sé nú erfitt hlutskipti að vera spilltur pólitíkus.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár