Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Valda má langreyðarkú meiri sársauka og lengur en kú í sláturhúsi

Af hverju eru það ekki brot á dýra­vel­ferð­ar­lög­um að hval­ir þjá­ist lengi við veið­ar? Af því að af­líf­un á villt­um dýr­um á lög­um sam­kvæmt að taka sem skemmst­an tíma og valda þeim sem minnst­um sárs­auka, seg­ir Mat­væla­stofn­un. Eng­ar skil­grein­ing­ar eru hins veg­ar á því hvað sé nógu skamm­ur tími eða óá­sætt­an­leg­ur sárs­auka­þrösk­uld­ur. Ann­að gild­ir um dýr í haldi manna.

Að mati Matvælastofnunar skortir nákvæm tímamörk á því hvað telst „skammur tími“ þegar kemur að aflífun villtra dýra í lögum þeim og reglum sem hvalveiðar Hvals hf. byggja á. Mörg dæmi eru um langdregin dauðastríð langreyða sem fyrirtækið veiddi síðasta sumar, allt upp í tvær klukkustundir. Þrátt fyrir þetta og að skjóta hafi þurft fjórðung dýranna oftar en einu sinni til að drepa þau braut Hvalur hf. ekki lög við veiðarnar að mati Matvælastofnunar sem birt var í eftirlitsskýrslu hennar nýverið.

Heimildin óskaði eftir frekari skýringum á þeirri niðurstöðu og spurði meðal annars hver sá þröskuldur væri að mati stofnunarinnar á því að brot á dýravelferð hefði verið framið við hvalveiðarnar. Stofnunin svarar þeirri spurningu ekki beint en af svörum Þóru Jónasdóttur, sérgreinadýralæknis villtra dýra, má sjá að það hversu langan tíma tekur fyrir hvalina að deyja skiptir í raun ekki máli …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár