Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Afsökunarbeiðni Samherja var lokaverkefni listamannsins Odee's

Af­sök­un­ar­beiðni og vef­síða sem send var út í nafni Sam­herja í síð­ustu viku eru hluti af lista­verki Odee's, Odds Ey­steins Frið­riks­son­ar. Orð­in „We‘re Sorry“ prýða nú vegg Lista­safns Reykja­vík­ur með stór­um stöf­um. „Sem lista­mað­ur og Ís­lend­ing­ur bið ég Namib­íu af­sök­un­ar fyr­ir hönd ís­lensku þjóð­ar­inn­ar,“ seg­ir lista­mað­ur­inn.

Afsökunarbeiðni Samherja var lokaverkefni listamannsins Odee's
Afsökunarbeiðni Afsökunarbeiðnin sem sett var fram í nafni Samherja var hluti af listaverki listamannsins Odee's. Mynd: Odee

„Það á bara að taka lyklana að Samherja og afhenda þá Namibíumönnum á núll einni, það á bara að gefa þeim þetta fyrirtæki.“ Þetta segir listamaðurinn Odee, Oddur Eysteinn Friðriksson, en afsökunarbeiðni til Namibíu sem send var í nafni Samherja á helstu fjölmiðla heims í síðustu viku, sem og vefsíða í nafni fyrirtækisins, þar sem sömuleiðis er beðist afsökunar á framgöngu Samherja, er hluti af listaverki hans. „Þetta er afsökunarbeiðni sem Namibíumenn eiga skilið,“ segir listamaðurinn í viðtali við Heimildina.

Odee sendi í morgun frá sér fréttatilkynningu þar sem hann greinir frá því að verkið „We‘re Sorry“ sé hugmynda- og gjörningalistaverk þar sem listformið menningarbrenglun er notað. Í tilkynningunni segir að verkið sé ekki eingöngu listræn tjáning, „það táknar djúpstæða iðrun sem Namibíumenn eiga réttilega skilið frá Íslandi í kjölfar ömurlegra gjörða Samherja í Namibíu. Sem listamaður og Íslendingur bið ég Namibíu afsökunar fyrir hönd íslensku þjóðarinnar. Við stöndum saman að fordæmingu okkar á arðráni því sem hefur orðið uppvíst. Þessi skammarlegi kafli hefur skilið eftir ljótan blett á sögu þjóðar okkar, jafngildan nýlendendustefnu einkaaðila gegn fullvalda þjóð. Reiði og skömm enduróma vegna þess um allt samfélagið.“

Listaverkið samanstendur sem fyrr segir af vefsíðu, fréttatilkynningunni sem send var út, og af stórri veggmynd sem máluð er á vegg Listasafns Reykjavíkur, auk afsökunarbeiðninnar. Verkið er útskriftarverk Odee‘s úr BA-námi við Listaháskóla Íslands og er hluti af útskriftarsýningunni Rafall // Dynamo sem opnar á morgun, uppstigningardag 18. maí og stendur til 29. maí.

Varð gríðarlega reiður

Spurður hvað hafi vakað fyrir honum þegar hann hóf að vinna verkið segir Odee að hann hafi, eins og allir Íslendingar, séð umfjöllunina um framferði Samherja í Namibíu. „Ég varð gríðarlega reiður fyrir hönd Íslendinga. Það er skammarlegt hvernig við höfum komið fram við namibísku þjóðina, arðrænt hana. Við höfum sem þjóð hleypt þessum Samherjamönnum inn í þetta land til að stela auðlindum þess, rífa allt frá þessu fólki, sem ekkert á. Ég er ekki með nákvæmar tölur á reiðum höndum en ég held að það séu hátt í 300 þúsund manns í Namibíu sem eru HIV smitaðir og þurfa auðvitað læknisaðstoð. Hvort það eru ekki 40 prósent þjóðarinnar sem búa í kofum, á meðan að við Íslendingar erum að rúlla upp einhverjum milljörðum og flytja úr landi. Það var yfirlýst markmið Samherja, samkvæmt gögnum og umfjöllunum, að verða sér úti um eins mikla peninga og hægt er og koma þeim síðan úr landi, til að borga sem minnstan skatt af því. Þetta eru allt opinberar upplýsingar og ég byggi afsökunarbeiðnina sem ég skapa á þeirri fréttaumfjöllun sem hefur verið um málið. Ég biðst afsökunar á því sem er opinbert fyrir öllum.“

„Við höfum sem þjóð hleypt þessum Samherjamönnum inn í þetta land til að stela auðlindum þess, rífa allt frá þessu fólki, sem ekkert á“
Samstarf listamannaOdee fékk listamanninn Juan Pictures Art til að mála veggmyndina í verkinu.

Odee segir að hann hafi séð tækifæri til að koma þessu sjónarmiði á framfæri með listsköpun, að biðja namibísku þjóðina afsökunar. „Mér hefur fundist vanta einhvern stuðning frá íslensku þjóðinni, af því ég veit að hún stendur með Namibíumönnum. Það er kannski erfitt fyrir Íslendinga hins vegar að sýna það, Samherji hefur gríðarleg völd hér á landi og það er ekkert hver sem er sem þorir að segja eitthvað gegn fyrirtækinu. Mér finnst ég vera að tala fyrir hönd Íslendinga. Ég veit hvernig þjóðfélagsumræðan er. Ég veit að fólki blöskraði.

Hafa rústað orðspori Íslands

Odee segir óboðlegt að Samherji og forsvarsmenn fyrirtækisins komist upp með framgöngu sína gagnvart namibísku þjóðinni. „Það á bara að taka lyklana að Samherja og afhenda Namibíumönnum á núll einni, það á bara að gefa þeim þetta fyrirtæki. Ég treysti þeim, þeir hafa ekki arðrænt okkur. Þetta eru þeirra auðlindir, þeirra auðlindir borguðu fyrir Fiskidaginn mikla á Dalvík mörg ár í röð. Þar sem verið var að gefa tugþúsundum manns frítt að borða á meðan að Namibíumenn svelta. Þetta er svo mikil hneisa.“

„Þetta eru þeirra auðlindir, þeirra auðlindir borguðu fyrir Fiskidaginn mikla á Dalvík mörg ár í röð“

Íslenska ríkið hefur ekki tekið ábyrgð á gjörðum Samherja í Namibíu að mati Odee‘s, þrátt fyrir að hann telji að það sé það sem fólkið í landinu vilji að sé gert. „Engan veginn. Við höfum engan veginn sýnt neinn stuðning eða neinn vilja til að gera nokkurn skapaðan hlut. Þessir menn valsa bara um hér á landi og við neitum að senda þá til Namibíu í yfirheyrslur eða fyrir dóm. Helst myndi ég vilja taka af þeim ríkisborgararéttinn og senda þá til Namibíu og standa reikningsskil gjörða sinna þar. Í rauninni. Ef þeir hafa ekki gert neitt saknæmt ættu þeir ekki að hræðast það.

Listaverkið er „fuck you“ Samherji og fyrirgefðu Namibía. Þetta eru örfáir siðblindir einstaklingar sem að fara þarna inn og rústa mannorði Íslands á alþjóðavísu, til margra áratuga. Þetta er ótrúlegur blettur á sögu Íslands, við höfum verið sjálfstæð þjóð í undir hundrað ár og samt högum við okkur svona. Hegðun Samherja er bara ný nýlendustefna.“

Er ekki hræddur við afl Samherja

Undir fréttatilkynninguna sem Odee sendi út í nafni Samherja skrifaði Friðrika Eysteinsdóttir, sem titluð var fjölmiðlafulltrúi Samherja. Friðrika er hins vegar eins og gefur að skilja ekki til. „Þetta er kvenkyns útgáfa af nafni pabba míns heitins, hann hét Friðrik Eysteinsson. Hann lést fyrir aldur fram, úr krabbameini. Hann var markaðsfræðingur og kenndi markaðsfræði í yfir þrjátíu ár. Hann var markaðsstjóri hjá Sláturfélaginu og Vífilfelli, hann kenndi mér allt sem ég kann í markaðsfræðum, skandal og húmor og að vera klár. Friðrika Eysteinsdóttir er virðingarvottur til pabba, hann er einhvers staðar skellihlæjandi að þessu núna,“ segir Odee.

Fram til þessa hefur Odee að eigin sögn ekki verið pólitískur í verkum sínum og sjálfur hafi hann ekki tekið pólitíska afstöðu opinberlega. „Ég er alveg tilbúinn að taka þennan málstað hins vegar og ég hef tekið málstað tjáningarfrelsisins áður. Tjáningarfrelsi er eins og vöðvi, ef maður hnyklar ekki vöðvann visnar hann bara og deyr. Maður þarf alltaf að þenja mörk tjáningarfrelsisins, annars verður það tekið af okkur.“

-Ertu hræddur við viðbrögð frá stórfyrirtækinu Samherja, sem hefur mikið afl og hefur sýnt að það er tilbúið til að beita því?

„Nei. Ég hef engar áhyggjur af framvindu gjörningsins, það kemur sem kemur.“

Kjósa
44
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    "I´m sorry" mér þýkir leitt; hefur ekki sömu merkingu og I apologize; ég biðst afsökunar.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár