Tvær bandarískar lögmannsstofur rannsaka nú hvort stjórnendur lyfjaþróunarfyrirtækisins Alvotech hafi framið lögbrot í starfsemi félagsins. Undirliggjandi í rannsókn lögmannsstofanna tveggja, sem fjallað er um á heimasíðum þeirra, er ákvörðun bandaríska lyfjaeftirlitsins (FDA) um að veita Alvotech ekki markaðsleyfi í Bandaríkjunum til að selja lyfið Humira í síðasta mánuði. Önnur lögmannsstofan heitir Bragar Eagel & Squire en hin heitir Pomerantz Law Firm.
Hlutabréf í Alvotech hrundu í verði eftir að ákvörðun lyfjaeftirlitsins um markaðsleyfið var gerð opinber þann 14. apríl síðastliðinn. Meðal fjárfesta í Alvotech eru nokkrir íslenskir lífeyrissjóðir, til dæmis Birta, Stapi, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóður Vestmannaeyja. Forsvarsmönnum Alvotech hefur verið mjög áfram um að lífeyrissjóðirnir komi inn í lyfjaþróunarfyrirtækið og hafa þeir reynt að fá þá inn í félagið í lengri tíma. Lengi vel gekk þetta ekki vel, allt þar til á síðasta ári.
„Við ræddum þetta innanhúss en við fórum ekki fram á svona rannsókn“
Athugasemdir