Aukin skattlagning á laxeldi í Noregi gerir það að verkum að norska laxeldisfyrirtækið Salmar, eigandi Arnarlax á Bíldudal, einbeitir sér frekar að fjárfestingum í öðrum löndum þar sem það er með starfsemi, meðal annars Íslandi. Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri Salmar sem kynnt var í gær. Um er að ræða uppgjör á starfsemi félagsins fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins. Norðmenn hafa boðað aukinn auðlindaskatt á laxeldi í Noregi og stendur til að hækka skattprósentuna úr 22 prósentum í 57.
„Starfsemin á Íslandi skilaði met framleiðslu og áframhaldandi góðum rekstrarniðurstöðum.“
Kjartan sagði tækifæri fyrir Ísland í skattheimtunni
Þessi niðurstaða Salmar rímar ágætlega við það sem Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax, hefur sagt um möguleg áhrif skattlagningarinnar fyrir Ísland. Í viðtali í fyrra líkti hann þessum aðstæðum við það hvernig íbúar Noregs …
það á auðvitað að hækka veiðileyfa
gjöldin og bankaskatt líka en það
er að einhverjum undarlegum
ástæðum ekki gert heldur.