Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Búa sig undir 50 milljónir farþega

Um­fangs­mestu fram­kvæmd­ir í sögu Kast­rup­flug­vall­ar frá upp­hafi standa nú yf­ir. Stjórn­end­ur flug­stöðv­ar­inn­ar bú­ast við að um­ferð um völl­inn tvö­fald­ist eða jafn­vel gott bet­ur á næstu tveim­ur til þrem­ur ára­tug­um.

Búa sig undir 50 milljónir farþega
Framkvæmdir Byggingaframkvæmdir á Kastrup hafa staðið yfir nær óslitið í 98 ár, eða frá því að flugvöllurinn var tekinn í notkun. Mynd: AFP

Ekki er ráð nema í tíma sé tekið er gamall málsháttur sem flestir þekkja. Flugvallaryfirvöld á Kastrup-flugvelli við Kaupmannahöfn vinna sannarlega í þeim anda því framkvæmdir sem þar standa yfir miðast ekki við daginn í dag, né morgundaginn, heldur næstu áratugi.

Flugvöllurinn í Kastrup, var formlega tekinn í notkun 20. apríl árið 1925 þótt völlurinn, sem var nefndur Kastrup Lufthavn, hafi þá verið notaður um nokkurt skeið. Flugbrautirnar voru eggslétt tún sem sauðfé var beitt á yfir sumartímann og smalað þegar flugvél nálgaðist. Fyrsta árið voru lendingar og flugtök samtals tæplega 2.300. Fyrsta flugstöðvarbyggingin var úr tré og var kölluð „Træslottet“, Timburhöllin. Þótt „höllin hafi þótt myndarleg bygging varð hún innan nokkurra ára of lítil fyrir ört vaxandi flugumferð og 1939 var tekin í notkun ný flugstöð, teiknuð af Vilhelm Lauritzen. Nafni flugvallarins var jafnframt breytt og honum gefið nafnið Københavns Lufthavn, nafnabreytingin sögð gerð til að koma í veg fyrir misskilning. Flugstöðvarbyggingin sem Vilhelm Lauritzen teiknaði, og er nú friðuð, var árið 1999 flutt á annan stað vestar á flugvellinum. Hún er nú kölluð Terminal 1 og eingöngu notuð þegar fjölskylda Margrétar Þórhildar, drottningar Danmerkur, bregður sér af bæ, eða þegar erlendir þjóðhöfðingjar eða fyrirmenni heimsækja Danmörku.  

Byggingasagan endalausa      

Byggingaframkvæmdir á Kastrup, eins og flugvöllurinn og flugstöðin eru iðulega kallaðar, hafa staðið að segja má óslitið frá því að völlurinn var tekinn í notkun, eða um 98 ára skeið. Fyrstu 16 árin, fram til 1941 voru flugbrautirnar tún, eins og áður sagði, en á hernámsárunum 1941–1943 voru fjórar flugbrautir steyptar.

SAS flugfélagið var stofnað árið 1946 og ákveðið var frá upphafi að Kastrup, sem þá var talinn einn besti og fullkomnasti flugvöllur í heimi, yrði aðalflugvöllur félagsins. SAS hóf áætlunarflug til Bandaríkjanna árið 1954, þá jókst umferðin um Kastrup til muna. 

Á sjötta áratugnum voru miklar framkvæmdir á Kastrup enda jókst umferðin um völlinn ár frá ári og 1957 lenti fyrsta þotan á Kastrup. Þess má geta að það var Högni Torfason fréttamaður sem átti heiðurinn af þessu orði, þota, en áður kölluðu Íslendingar fyrirbærið þrýstiloftsflugvél. Ný flugstöðvarbygging (Terminal 2) var tekin í notkun sumarið 1960, þá var fyrsta flugstöðvarbyggingin löngu orðin of lítil, þrátt fyrir ýmsar viðbætur. Terminal 2 þjónaði eingöngu millilandaflugi fram til ársins 1999. 

Salthólmahugmyndin

Undir lok sjötta áratugarins voru málefni flugvallarins mjög til umræðu í danska þinginu, Folketinget. Landrými við Kastrup er takmarkað og byggð í næsta nágrenni, bærinn Dragør sunnan við og Tårnby norðan megin. Umræðurnar í þinginu snerust um að færa flugvöllinn út á Salthólmann, eyju sem liggur austan við Eyrarsundsbrúna. Og byggja tvær brýr, aðra til Svíþjóðar, hina til Danmerkur. Þessar hugmyndir náðu svo langt að danska þingið samþykkti lög þar sem ákveðið var að ráðast í að færa flugvöllinn. Svo leið og beið. Eftir miklar athuganir, kostnaðarútreikninga og rannsóknir á umhverfisáhrifum var hins vegar ákveðið að flugvöllurinn yrði áfram á Kastrup og árið 1980 voru lögin um uppbyggingu á Salthólma felld úr gildi. Þingmenn og sérfræðingar mátu það svo að Kastrup gæti gegnt hlutverki sínu um langa framtíð.

Þriðja flugstöðvarhúsið, Terminal 3

Þegar kom fram á níunda áratuginn var ljóst að brýnt væri að stækka flugstöðina og 1998 var byggingin sem gengur undir heitinu Terminal 3 tekin í nokun. Þessa byggingu þekkja Íslendingar sem fara um Kastrup vel. Terminal 3 tengist járnbrautinni, sem liggur til Kaupmannahafnar og einnig yfir til Svíþjóðar. Úr Terminal 3 er líka innangengt í Metro-lestina sem fer inn í miðborg Kaupmannahafnar á nokkurra mínútna fresti.

Flugbrautirnar þrjár   

Á Kastrup eru þrjár flugbrautir. Tvær þeirra liggja hlið við hlið, frá suðvestri til norðausturs. Þetta fyrirkomulag, að hafa tvær samliggjandi brautir, er hagkvæmt, hægt að lenda á annarri meðan tekið er á loft af hinni. Aðflug og flugtak frá þessum brautum er yfir Eyrarsund og Køgeflóa og því ekki yfir byggð.

Þriðja brautin, sem er mun styttri en hinar tvær, liggur þvert á hinar: frá suðaustri til norðvesturs. Þessi braut (kölluð 12/30) er langminnst notuð. Við lendingar og flugtak á þessari braut er flogið lágt yfir byggð á hluta Amager og Frederiksberg með tilheyrandi ónæði fyrir íbúana. Aðeins brot af flugumferðinni fer um þessa síðastnefndu flugbraut.

Hugmyndir um lokun mæltust illa fyrir

Snemma árs 2016 kynnti yfirstjórn Kastrup-flugvallar fyrirætlanir um að loka þverbrautinni 12/30. Röksemdin var lítil notkun og með lokuninni myndi skapast aukið athafnapláss á svæðinu.

Skemmst er frá því að segja að þessar fyrirætlanir mæltust ekki vel fyrir. Forsvarsmenn SAS, stærsta „viðskiptavinar“ flugvallarins, sögðu lokunina skapa óöryggi og danska flugmannafélagið tók í sama streng. Þótt þverbrautin væri að jafnaði lítið notuð væri hún nauðsynleg. Fyrirætlanirnar, sem kannski ætti frekar að kalla hugmyndir, komu til kasta þingsins haustið 2016 og margir þingmenn lýstu strax efasemdum varðandi lokun þverbrautarinnar. Ári síðar, 2017, tilkynnti yfirstjórn flugvallarins að hætt væri við allar hugmyndir um lokun brautarinnar, þess í stað yrðu farnar aðrar leiðir til að mæta aukinni umferð. 

Stóra planið

Eftir að fallið var frá hugmyndum um lokun þverbrautarinnar þurfti ekki að bíða lengi eftir því að kynntar yrðu nýjar fyrirætlanir. Þegar frá þeim var greint árið 2018 var ljóst að yfirstjórn flugvallarins ætlaði ekki að tjalda til einnar nætur. Nokkrir danskir fjölmiðlar kölluðu þetta „Stóra planið“. Sú nafngift var ekki út í loftið því þessi framkvæmd verður sú umfangsmesta sem nokkru sinni hefur verið ráðist í á flugvallarsvæðinu. Heildarkostnaður var árið 2018 áætlaður 20 milljarðar danskra króna (400 milljarðar íslenskir) og verkið skyldi unnið í áföngum. 

Allt komið í fullan gang aftur

Kórónuveiran setti strik í framkvæmdareikninginn en nú er allt komið í fullan gang aftur. Thomas Woldbye framkvæmdastjóri flugvallarins, hélt í síðustu viku fréttamannafund og skýrði frá gangi mála. Hann sagði að með þessari nýju áætlun væri ekki tjaldað til einnar nætur, „við erum að horfa fram í tímann, 10, 20, 30 ár, og miðum við að farþegafjöldinn sem um völlinn fari geti náð 50 milljónum og teljum það varlega áætlað“. Þess má geta að árið 2022 fóru 22 milljónir um völlinn, árið 2018 voru farþegar sem um völlinn fóru 30 milljónir og hafa aldrei verið fleiri. 

Fyrsta skrefið í þessum miklu framkvæmdum sem nú eru að komast á fullan skrið er stækkun Terminal 3. Fermetrarnir sem bætast við í þessum áfanga eru um 60 þúsund, það samsvarar átta stórum fótboltavöllum að sögn framkvæmdastjórans. 

12 kílómetrar fyrir töskurnar og 180 metra langur gluggi  

Meðal breytinga sem fyrirhugaðar eru á Kastrup er að töskufæriböndunum verður fjölgað til muna og 12 kílómetra langt færiband sér um að flytja farangurinn til óþolinmóðra eigenda eins og framkvæmdastjórinn orðaði það. „Þótt biðtíminn eftir farangri sé mjög stuttur hér á Kastrup samanborið við aðra stóra flugvelli viljum við gera enn betur,“ sagði framkvæmdastjórinn. Þótt farangursmóttakan verði „neðanjarðar“ verður þar stór gluggi sem snýr út að garði í miðri nýbyggingunni og veitir birtu inn. Á hæðinni fyrir ofan verður 180 metra langur gluggi og á svæðinu þar fyrir innan verða verslanir og veitingastaðir. 

Kastrup er fjölmennasti vinnustaður í Danmörku, starfsmenn eru um 23 þúsund og mun fjölga á næstu árum.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JÞM
    Jóhann Þór Magnússon skrifaði
    Áhugavert hve Danir fara skynsamlegar í fjölgun farþega en við. Samkvæmt greininni þá fóru 2018 30 milljónir farþegar um Kastrup og þeir stefna á 50 milljónir eftir 20-30 ár (2043-2053) eða um 65% fjölgun frá 2018 á 25-35 árum. Þetta er um 1,5% - 2% fjölgun á ári. Isavia stefnir að allt að tvöföldun farþega, 100% fjölgun, á jafnvel innan við 10 árum eða tæplega 10% fjölgun á ári. Þetta er 5-7x, FIMM TIL SJÖ SINNUM hraðari vöxtur en Kastrup, alveg galið. Isavia kalla þetta reyndar spá en þetta er auðvitað ekkert annað en stefna eða markmið því stærri flugvöllur sópar að sér fleirri farþegum líkt og stærra fiskinet aflar meira. Fleiri flug frá fleiri áfangastöðum laða fleiri farþega að landinu. Stækkun flugvallarins stýrir fjölda farþega.. Og hver ætli ráði svo þessum markmiðum Isavia um þessa snargeggjaðu þenslu?
    0
  • Hlynur Vilhjálmsson skrifaði
    Hvað mun þessi umferð um Kastrup eiga stóran þátt í losun koltvíoxíðs í heiminum?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Bára Hlín býður heim: Jólahefðir og mínimalismi
3
Viðtal

Bára Hlín býð­ur heim: Jóla­hefð­ir og míni­mal­ismi

Ung hjón festu í hittifyrra kaup á ein­lyftu, stíl­hreinu ein­býl­is­húsi. Þau tóku hús­ið í gegn, breyttu skipu­lag­inu og í dag ræð­ur þar míni­mal­ism­inn ríkj­um. Bára Hlín Vign­is­dótt­ir er út­still­ing­ar­hönn­uð­ur og er bú­in að skreyta svo­lít­ið fyr­ir jól­in. Út­kom­an er stíl­hrein og míni­malísk, eins og hús­ið sjálft. Bára er frá Grinda­vík og henn­ar nán­ustu misstu sum­ir heim­ili sín vegna nátt­úru­ham­fara. Hún er að ná sér eft­ir ham­far­irn­ar, enda áfall fyr­ir þau öll.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
6
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár