Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Samherji sver af sér að hafa beðist afsökunar á Namibíumálinu

Frétta­til­kynn­ing var send á er­lenda fjöl­miðla í nafni sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is­ins Sam­herja þar sem beðist er af­sök­un­ar á Namib­íu­máli fyr­ir­tæk­is­ins. Frétta­til­kynn­ing­in og vef­síða með sama boð­skap eru hins veg­ar ekki frá Sam­herja kom­in held­ur er um föls­un að ræða.

Samherji sver af sér að hafa beðist afsökunar á Namibíumálinu
„We‘re Sorry“ Afsökunarbeiðnin er ekki frá hinu raunverulega sjávarútvegsfyrirtæki Samherja komin

Samherji hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fullyrt er að fyrirtækið sæti skipulagðri árás. Ástæðan er sú að aðilar, ótengdir sjávarútvegsfyrirtækinu, hafa sent falsaða fréttatilkynningu á erlenda fjölmiðla, í nafni Samherja. Sömuleiðis hefur verið sett upp heimasíða í nafni fyrirtækisins, hýst í Bretlandi þar sem stendur stórum stöfum á forsíðu „Við biðjumst afsökunar“ (e. We‘re Sorry).

Í umræddri fréttatilkynningu segir að Samherji vilji með henni gefa út formlega afsökunarbeiðni vegna Namibíumálsins. „Við viðurkennum alvarleika ásakana á hendur okkur, meðal annars um spillingu, mútugreiðslur og nútíma nýlendustefnu. Með gjörðum okkar höfum við grafið undan stjórnkerfi Namibíu og svipt landið mikilvægum tekjum til heilbrigðis- og menntamála.“

„Svo virðist sem um sé að ræða skipulagða árás sem fyrirtækið tekur mjög alvarlega“
úr tilkynningu Samherja

Í hinni uppdiktuðu tilkynningu er jafnframt sagt að Samherji sé fyrirtæki sem sé annt um mannréttindi og félagsleg réttindi og því taki það fulla ábyrgð á gjörðum sínum. Samherji heiti fullu samstarfi við yfirvöld, íslensk jafnt sem namibísk, auk annarra. Þá sé fyrirtækið reiðubúið til að bæta fyrir gjörðir sínar, með því að koma „stolnum eignum“ namibísku þjóðarinnar aftur til sinnna réttmætu eigenda.

Í lok fréttatilkynningarinnar er bent á að hægt sé að fá frekari upplýsingar með því að hafa samband við Friðriku Eysteinsdóttur, upplýsingafulltrúa. Engin kona með því nafni er hins vegar til.

Á raunverulegri vefsíðu Samherja segir að hvorki umrædd heimasíða né umrædd fréttatilkynning  hafi nein tengsl við Samherja eða starfsmenn fyrirtækisins. „Svo virðist sem um sé að ræða skipulagða árás sem fyrirtækið tekur mjög alvarlega. Samherji mun óska eftir því að hin falska vefsíða verði tekin niður.“

 

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Vilhjálmsson skrifaði
    Samherji 2023: "Við biðjumst aldrei afsökunar á glæpum okkar."
    1
  • Sævar Helgason skrifaði
    Rússar að verki ?
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár