Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Liz Holmes vill að fólk gleymi Elizabeth

Svörtu rúllukrag­arn­ir og djúpa rödd­in heyra sög­unni til. Liz Hol­mes vill segja skil­ið við El­iza­beth, sem dæmd hef­ur ver­ið í ell­efu ára fang­elsi.

Liz Holmes vill að fólk gleymi Elizabeth
Liz Elizabeth Holmes ætlaði að bjarga heiminum me byltingarkenndri blóðskimunartækni.

Elizabeth Holmes hefur sagt skilið við svörtu rúllukragapeysuna og djúpu röddina sem hún beitti í þeirri trú að vera tekin alvarlega í Kísildalnum. „Ég trúði því að með þessu yrði ég góð í viðskiptum og tekin alvarlega, ekki sem litla stelpan sem hafði ekki góðar hugmyndir í tæknigeiranum,“ segir Elizabeth Holmes við blaðamann New York Times í nýbirtu viðtali, sem er það fyrsta sem hún veitir í sjö ár, eða frá því að lögmannateymi hennar ráðlagði henni að hafa hljótt um sig. 

Í dag er hún Liz, ekki Elizabeth. Hún er tveggja barna móðir, eiginkona og ver tíma sínum meðal annars í að svara símtölum í hjálparsíma fórnarlamba nauðgana. 

Holmes ætlaði að breyta og bjarga heiminum þegar hún stofnaði líftæknifyrirtækið Theranos aðeins 19 ára gömul og hélt því fram að hún hefði þróað byltingarkennda blóðskimunartækni sem gæti greint hundruð sjúkdóma. Það reyndist ekki rétt og reynir hún nú hvað hún getur til að fresta því að hefja afplánun 11 ára fangelsisdóms fyrir að blekkja fjárfesta. 

En hún trúir því enn að hún geti breytt heiminum með nýrri uppgötvun í heilbrigðisvísindum. „Ég hef enn þá þessa sömu köllun og áður og ég finn að þörfin er enn til staðar,“ segir Holmes. Það breytir því þó ekki að hún hefur verið dæmd í 11 ára fangelsi, þótt enn sé óljóst hvenær afplánunin hefst þar sem beðið er eftir niðurstöðu áfrýjunardómstóls.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár