Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Liz Holmes vill að fólk gleymi Elizabeth

Svörtu rúllukrag­arn­ir og djúpa rödd­in heyra sög­unni til. Liz Hol­mes vill segja skil­ið við El­iza­beth, sem dæmd hef­ur ver­ið í ell­efu ára fang­elsi.

Liz Holmes vill að fólk gleymi Elizabeth
Liz Elizabeth Holmes ætlaði að bjarga heiminum me byltingarkenndri blóðskimunartækni.

Elizabeth Holmes hefur sagt skilið við svörtu rúllukragapeysuna og djúpu röddina sem hún beitti í þeirri trú að vera tekin alvarlega í Kísildalnum. „Ég trúði því að með þessu yrði ég góð í viðskiptum og tekin alvarlega, ekki sem litla stelpan sem hafði ekki góðar hugmyndir í tæknigeiranum,“ segir Elizabeth Holmes við blaðamann New York Times í nýbirtu viðtali, sem er það fyrsta sem hún veitir í sjö ár, eða frá því að lögmannateymi hennar ráðlagði henni að hafa hljótt um sig. 

Í dag er hún Liz, ekki Elizabeth. Hún er tveggja barna móðir, eiginkona og ver tíma sínum meðal annars í að svara símtölum í hjálparsíma fórnarlamba nauðgana. 

Holmes ætlaði að breyta og bjarga heiminum þegar hún stofnaði líftæknifyrirtækið Theranos aðeins 19 ára gömul og hélt því fram að hún hefði þróað byltingarkennda blóðskimunartækni sem gæti greint hundruð sjúkdóma. Það reyndist ekki rétt og reynir hún nú hvað hún getur til að fresta því að hefja afplánun 11 ára fangelsisdóms fyrir að blekkja fjárfesta. 

En hún trúir því enn að hún geti breytt heiminum með nýrri uppgötvun í heilbrigðisvísindum. „Ég hef enn þá þessa sömu köllun og áður og ég finn að þörfin er enn til staðar,“ segir Holmes. Það breytir því þó ekki að hún hefur verið dæmd í 11 ára fangelsi, þótt enn sé óljóst hvenær afplánunin hefst þar sem beðið er eftir niðurstöðu áfrýjunardómstóls.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár