Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Liz Holmes vill að fólk gleymi Elizabeth

Svörtu rúllukrag­arn­ir og djúpa rödd­in heyra sög­unni til. Liz Hol­mes vill segja skil­ið við El­iza­beth, sem dæmd hef­ur ver­ið í ell­efu ára fang­elsi.

Liz Holmes vill að fólk gleymi Elizabeth
Liz Elizabeth Holmes ætlaði að bjarga heiminum me byltingarkenndri blóðskimunartækni.

Elizabeth Holmes hefur sagt skilið við svörtu rúllukragapeysuna og djúpu röddina sem hún beitti í þeirri trú að vera tekin alvarlega í Kísildalnum. „Ég trúði því að með þessu yrði ég góð í viðskiptum og tekin alvarlega, ekki sem litla stelpan sem hafði ekki góðar hugmyndir í tæknigeiranum,“ segir Elizabeth Holmes við blaðamann New York Times í nýbirtu viðtali, sem er það fyrsta sem hún veitir í sjö ár, eða frá því að lögmannateymi hennar ráðlagði henni að hafa hljótt um sig. 

Í dag er hún Liz, ekki Elizabeth. Hún er tveggja barna móðir, eiginkona og ver tíma sínum meðal annars í að svara símtölum í hjálparsíma fórnarlamba nauðgana. 

Holmes ætlaði að breyta og bjarga heiminum þegar hún stofnaði líftæknifyrirtækið Theranos aðeins 19 ára gömul og hélt því fram að hún hefði þróað byltingarkennda blóðskimunartækni sem gæti greint hundruð sjúkdóma. Það reyndist ekki rétt og reynir hún nú hvað hún getur til að fresta því að hefja afplánun 11 ára fangelsisdóms fyrir að blekkja fjárfesta. 

En hún trúir því enn að hún geti breytt heiminum með nýrri uppgötvun í heilbrigðisvísindum. „Ég hef enn þá þessa sömu köllun og áður og ég finn að þörfin er enn til staðar,“ segir Holmes. Það breytir því þó ekki að hún hefur verið dæmd í 11 ára fangelsi, þótt enn sé óljóst hvenær afplánunin hefst þar sem beðið er eftir niðurstöðu áfrýjunardómstóls.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár