Innflytjendur á Íslandi eru fjárhagslega mun verr settir en innfæddir Íslendingar og fjöldamörg dæmi eru um að endar nái alls ekki saman. Viðmælendur Heimildarinnar greina frá því að þurfa, og hafa þurft, að leita á náðir hjálparstofnana í ítrekuð skipti til að standa straum af leikskólagjöldum og kostnaði við skólamáltíðir, svo dæmi séu nefnd. „Jólagjafir barnanna höfum við fengið frá kirkjunni,“ segir kona sem lýsir því jafnframt að félagsráðgjafi í sveitarfélagi hennar hafi sagt henni að enga fjárhagsaðstoð væri þar að hafa og sagt henni að leita á náðir Hjálparstarfs kirkjunnar.
Í frétt Heimildarinnar í síðasta tölublaði var greint frá niðurstöðum spurningakönnunar Vörðu – rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins um stöðu launafólks á Íslandi, sem gerð var meðal félaga í aðildarfélögum ASÍ og BSRB. Meðal þess sem þar kom fram var að 8 prósent innflytjenda sem svöruðu könnuninni höfðu ekki getað greitt leikskólagjöld fyrir börn sín síðustu 12 mánuði. Þá höfðu 7,5 prósent …
Athugasemdir (2)