Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Edda og Ástarpungarnir, Eurovision-tónleikar og Minningarbankinn

Hér má sjá sam­an­tekt Heim­ild­ar­inn­ar á áhuga­verð­um menn­ing­ar­við­burð­um sem framund­an eru. Bíó­sýn­ing­ar, Eurovisi­on-tón­leik­ar, út­gáfu­tón­leik­ar og rit- og mynd­list­ar­sýn­ing eru á með­al þess sem er á döf­inni um helg­ina og í næstu viku.

Edda og Ástarpungarnir, Eurovision-tónleikar og Minningarbankinn

Á annan veg – hátíðarsýning með nýrri tónlist

Hvar? Bíó Paradís.
Hvenær? 17. maí kl. 19.
Upphæð? 1.990 kr.

Árið 2011 kom út kvikmyndin Á annan veg eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson. Myndin gekk með eindæmum illa í íslenskum kvikmyndahúsum á sínum tíma, en mjög vel á erlendum kvikmyndahátíðum, og svo fór að hún var að endingu endurgerð í Bandaríkjunum með þeim Paul Rudd og Emile Hirsch í aðalhlutverkum, nú undir heitinu Prince Avalanche. 

En þótt fáir hafi séð hana hér heima þá eignaðist myndin samt heita aðdáendur. „Ég segi það og skrifa: Besta bíómynd sem gerð hefur verið á Íslandi. Frábært handrit & leikstjórn – og „Fá utanumann“ er setning aldarinnar. Æðisleg myndataka og gjörsamlega sturlaður leikur Steina, Svenna og Himma,“ segir Stephan Stephensen, betur þekktur sem President Bongo.

Það var samt eitthvað sem vantaði. „Á sínum tíma fannst mér vanta kvikmyndatónlist, sennilega af því hún var alls ekki til staðar.  Mig langaði líka að prófa að gera tónlist við mynd og gabbaði Hadda til þess að leyfa mér að prófa,“ segir Bongó-forsetinn um hvernig það atvikaðist að hann samdi tónlist við áður nánast tónlistarlausa mynd. Tónlistin hans hafði áður komið út sem auka valmöguleiki á DVD spilaranum en er nú að koma út á vínyl og nú verður í fyrsta skipti hægt að sjá myndina í bíó með tónlist forsetans, á aðeins einni sýningu í Bíó Paradís. Í kjölfar sýningar verður hægt að kaupa vínylplötuna og svo verður vitaskuld partí með plötusnúð og tilheyrandi.


Útgáfutónleikar Tilbury – So Overwhelming

Hvar? Gamla bíó.
Hvenær? 18. maí kl. 20.
Upphæð? 4.500 kr.

Hljómsveitin Tilbury fagnar útgáfu plötunnar So Overwhelming í Gamla bíói, en þetta er þriðja plata sveitarinnar og sú fyrsta í nærri áratug. Og sú besta að sögn söngvarans, Þormóðs Dagssonar. „Þetta er langbesta platan okkar myndi ég segja. Og það verður mjög spennandi að spila hana í fyrsta skipti á sviði. Við fáum góðan liðsauka á útgáfutónleikunum til að gera hljóðmyndina enn stærri en við höfum áður verið með. Þannig að við erum rosalega spenntir fyrir þessum tónleikum.“

Tilbury hófst sem sólóverkefni Þormóðs söngvara, sem kallaðist Formaður Dagsbrúnar, en þróaðist svo yfir í Tilbury, sem gaf út plöturnar Exorcise 2012 og Northern Comfort tveimur árum síðar. Og fá nú gestasöngvara með á tónleikana. „Svo gefst þarna einnig fágætt tækifæri til að sjá og hlusta á Bony Man á tónleikum, en hann átti eina af bestu plötum síðasta árs,“ bætir Þormóður við, en Bony Man er listamannsnafn Guðlaugs Jóns Árnasonar, sem gaf út plötuna Cinnamon Fields fyrir ári síðan.


Eurovision-tónleikar og partí

Hvar? Víða um land.
Hvenær? 12.–13. maí. 

Ef þú hefur ekki tíma til að skipuleggja þitt eigið Eurovion-partí eru ófáir staðir búnir að skipuleggja slíkt teiti fyrir þig. Það verður hægt að horfa á úrslitin víða á landinu, í Bíó Paradís, á Gauknum, á Loft Hostel, Kex Hostel og á Tehúsinu á Egilsstöðum, svo aðeins örfáir staðir séu nefndir. Á brugghúsinu Smiðjan í Vík í Mýrdal mætir svo Jónsi með gítarinn og slær upp Eurovision-partíi í kjölfar keppninnar.

En það er líka nóg Júró kvöldið áður, en þá verður Euro Singalong með Guðrúnu Árnýju í Sjálandi í Garðabæ og risastórir Eurovision-tónleikar í Háskólabíói, þar sem söngvarar og Eurovision-stjörnur fortíðar á borð við Siggu Beinteins, Grétar Örvars, Friðrik Dór, Selmu Björns, Eyjólf Kristjáns, Pálma Gunnars, Helgu Möller, Einar Ágúst, Telmu, Jónsa, Matta Matt, Ernu Hrönn og Maríu Ólafs koma fram. Á meðan munu Egilsstaðabúar geta látið reyna á hversu miklir Júrónördar þeir eru á Eurovision pöbbkvissi á Askur Taproom.

Fyrir daufum eyrum – Dagný Kristjánsdóttir

Hvar? Gljúfrasteinn.
Hvenær? 13. maí kl. 14.
Upphæð? Ókeypis. 

Dagný Kristjánsdóttir mun halda erindi um ungar stúlkur og augnaráð karla, bæði í völdum skrifum Halldórs Laxness og gagnrýnenda í samtíma hans. Dagný er prófessor emeríta í íslenskum nútímabókmenntum við íslensku­- og menningardeild Háskóla Íslands. Í nýjasta Tímariti Máls og menningar skrifaði hún grein þar sem sjónum var beint að birtingarmyndum kynferðisofbeldis í nokkrum verka skáldsins.


Opnun Minningabankans

Hvar? Borgarbókasafnið Grófinni.
Hvenær? 13. maí kl. 14.
Upphæð? Ókeypis.

Í Minningabankanum gefst tækifæri til að kynnast áður ósögðum ævisögubrotum borgarbúa. Í vetur óx bókverkasafn notenda um ósögð ævisögubrot í formi myndasagna, en þátttakendur í Minningabankanum mættu með minningar sínar og gerðu tilraunir með texta, myndir og einfalt bókband.

Lóa Hjálmtýsdóttir miðlaði til þátttakenda frásagnartækni sem brúar bil og sameinar eiginleika rit- og myndlistar og myndasöguformsins. Hún vann með rithöfundunum Auði Jónsdóttur, Evu Rún Snorradóttur, Kamillu Einarsdóttur og Natöshu S., sem allar deildu með þátttakendum hvernig þær vinna með minningar, drauma og gleymsku í skáldskap sínum.

Á opnun Minningabankans er öllum velkomið að kynnast verkefninu og ræða og deila með öðrum hvernig hægt sé að setja sitt mark á bókasafnið. Viðburðurinn fer fram mitt á milli ævisögu- og myndasögudeildar á fimmtu hæð í Grófinni.


Edda og Ástarpungarnir

Hvar? Bátahús Síldarminjasafnsins á Siglufirði.
Hvenær? 18. maí 20.
Upphæð? Ókeypis, en frjáls framlög. 

Á uppstigningardag verða Edda og Ástarpungarnir með tónleika í Bátahúsinu, en á prógramminu verða popp- og dægurlög í bland við rokk og blús. Ástarpungarnir eru siglfirsk ballsveit en Edda Björk Jónsdóttir er kórstjóri karlakórs Fjallabyggðar. Aðgangur er ókeypis, en tekið er við frjálsum framlögum.

Fleiri viðburðir

Föstudagur 12. maí

Útskriftarsýning nemenda Upplýsingatækniskólans
15.00 Tækniskólinn
Apocalypstick Drag Show
20.00 Gaukurinn
Eurovision-tónleikar
20.00 Háskólabíó
Angle of Thaw: Kristina Warren & Jesper Pedersen
20.00 Mengi
Nýdönsk
20.00 Bæjarbíó
Kusk og Óviti
20.00 Kex Hostel

Laugardagur 13. maí

Tónmenntaskóli Reykjavíkur 70 ára
11.00 Kaldalón, Hörpu
Dýrasinfónían
14.00 Eldborg, Hörpu
Fyrir daufum eyrum – Dagný Kristjánsdóttir
14.00 Gljúfrasteinn
Opnun Minningabankans
14.00 Borgarbókasafnið Grófinni
Eurovision partí
19.00 Bíó Paradís /Gaukurinn / Kex Hostel / Loft Hostel
Nýdönsk
20.00 Bæjarbíó

Sunnudagur 14. maí

Kammersveit Reykjavíkur á Sígildum sunnudögum: England x3
16.00 Norðurljóð, Hörpu 
Steinunn Arnbjörg og stofutónlistin
16.00 Hamrar, Akureyri
Francesca Tandoi Trio, Jazz í Salnum
20.00 Salurinn, Kópavogi

Mánudagur 15. maí

Bring The Laughs: Uppistandskvöld
20.00 Gaukurinn
Satsang & söngur: Jónas Sig & Lára Rúnars
20.00 Móar Studio

Þriðjudagur 16. maí

Karaoke-kvöld
20.00 Gaukurinn 

Miðvikudagur 17. maí

Á annan veg – hátíðarsýning með nýrri tónlist
19.00 Bíó Paradís 
Úlfur Eldjárn
20.00 Hannesarholt
Djassmessa – Dómkórinn og Tríó Sigurðar Flosasonar
21.00 Dómkirkjan 

Fimmtudagur 18. maí

Vortónleikar Vox feminae
16.00 Seltjarnarneskirkja 
Útgáfutónleikar Tilbury – So Overwhelming
20.00 Gamla bíó.
Edda og Ástarpungarnir
20.00 Bátahús Síldarminjasafnsins á Siglufirði
Mukka útgáfutónleikar
20.00 Mengi 
Hraustir menn // Karlakór Vestmannaeyja & Molda
20.00 Höllin, Vestmannaeyjum
Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Á döfinni

Á döfinni: Uppistand, mysingur og örverudans
Á döfinni

Á döf­inni: Uppistand, mys­ing­ur og ör­veru­dans

Uppist­and­ari með lausa auga­steina þvæl­ist um land­ið, frönsk þjóðlaga­söng­kona á Gaukn­um, pólsk­ar fjöl­skyld­ur lenda í drama á danskri eyju, tón­list­ar­menn slá upp tón­leik­um í mjólk­urporti og svo er dans­að inn­an um efna­hvörf sem hafa ver­ið stækk­uð með nýj­ustu tækni svo mannsaug­að greini þau. Þetta er með­al þess sem er á döf­inni í menn­ing­ar­lífi land­ans síð­ustu tvær vik­urn­ar í ág­úst.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár