Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Hátíð hirðarinnar, Svartfugl og ólátabelgirnir í Ólafi Kram

Hér má sjá sam­an­tekt Heim­ild­ar­inn­ar á áhuga­verð­um menn­ing­ar­við­burð­um sem framund­an eru. Tón­leik­ar, leik­sýn­ing­ar og svo marg­vís­leg­ir við­burð­ir Barna­menn­ing­ar­há­tíð­ar eru á með­al þess sem er á döf­inni þessa vik­una.

Hátíð hirðarinnar, Svartfugl og ólátabelgirnir í Ólafi Kram

Svartþröstur

Hvar? Borgarleikhúsið
Hvenær? Frumsýning 21. apríl kl. 20
Miðaverð? 7.200 kr.

Svartþröstur eftir David Harrower fjallar um miðaldra skrifstofumann sem fær heimsókn frá ungri konu. Núna eru bæði vissulega orðin fullorðin, en þegar hann var á hennar aldri – um 27 ára, var hann í sambandi við tólf ára stelpu – sem nú stendur fyrir framan hann, orðin fullorðin kona, og er komin til að gera upp fortíð barnsins sem hún var. En fortíðin markaði þau og þótt bæði hafi unnið einhverja sjálfsvinnu og maðurinn afplánað fangelsisdóm eiga þau enn margt óuppgert. Málið ruglar þau líka enn í ríminu – hin fullorðna kona áttar sig á að þetta var misnotkun, en um leið býr enn í henni tólf ára stelpan sem var ástfangin af þessum kvalara sínum.

David Harrower er eitt fremsta leikskáld Skota síðustu áratugina, en það er Vignir Rafn Valþórsson sem þýddi verkið og leikstýrir því og þau Ásthildur Úa Sigurðardóttir og Valur Freyr Einarsson fara með aðalhlutverkin. Verkið var kvikmyndað fyrir nokkrum árum undir titlinum Una, með þeim Rooney Mara og Ben Mendelsohn í aðalhlutverkum. Margir Íslendingar kannast svo vel við leikstjóra myndarinnar, Benedict Andrews, sem leikstýrt hefur fjölda verka hér á landi og nú síðast Ellen B og Ex í Þjóðleikhúsinu.


Jón Ólafs – afmælistónleikar

Hvar? Eldborg, Hörpu
Hvenær? 22. apríl kl. 20
Miðaverð? 5.990–12.990 kr.

Jón Ólafsson varð nýlega sextugur og heldur upp á stórafmælið með tónleikum í Hörpu, þar sem fjöldi tónlistarmanna samfagnar honum á sviði Eldborgar.  Þar má nefna Nýdönsk, Pál Óskar, Valdimar, Möggu Stínu, Hildi Völu, KK og Possibillies.

Þeir sem hafa fylgst með íslenskri tónlist undanfarna áratugi þekkja Jón vitaskuld úr hljómsveitum á borð við Nýdönsk, Bítlavinafélagið og Sálina hans Jóns míns, fyrir utan sólóferil og fjölbreyttan feril í fjölmiðlum og sem upptökustjóri og hjálparkokkur ótal tónlistarmanna.

„Það fór auðvitað margt í gegnum hausinn á manni þegar þessir tónleikar voru komnir á dagskrána. Hverjir eiga að spila?  Hverjir eiga að syngja?  Hvaða lög skal velja?“ segir Jón um undirbúninginn.

Samverkamennirnir eru svo blanda af gömlum kunningjum og nýjum samstarfsmönnum.

„Hljóðfæraleikararnir eiga það sameiginlegt að hafa verið traustir samstarfsmenn um árabil og geta bæði spilað og raddað eins og enginn sé morgundagurinn.  Hvað varðar söngvarana ákvað ég að fá að mestu leyti inn fólk sem hefur ekki sungið lög eftir mig áður, svona til að gæða þau nýju lífi í stað þess að fara bara í nostalgíuna. Svo syng ég eitthvað sjálfur því þetta er nú auðvitað hinn fullkomna sjálfshátíð!“

Viku síðar verða svo aðeins minni og lágstemmdari afmælistónleikar á Græna hattinum, þar sem Daníel Ágúst verður sérstakur gestur, en þeir tónleikar fara fram laugardaginn 29. apríl.


Barnamenningarhátíð 

Hvar? Víða um höfuðborgarsvæðið
Hvenær? Er þegar hafin og stendur yfir fram yfir 23. apríl.
Miðaverð? Ókeypis.

Barnamenningarhátíð í Reykavík er haldin í apríl ár hvert, en í kjölfarið hafa ófá sveitarfélög fylgt í kjölfarið að eigin frumkvæði og nú er sömuleiðis barnamenningarhátíð í Garðabæ og í Kópavogi um svipað leyti og úti á landi er útlit fyrir slíkar hátíðir seinna á árinu.

Leiðarljós hátíðarinnar í Reykjavík eru gæði, margbreytileiki, jafnræði og gott aðgengi að menningu barna, með börnum og fyrir börn. Vettvangur hátíðarinnar er borgin öll og fara fjölbreyttir viðburðir fram í grunnskólum, leikskólum, frístundamiðstöðvum, menningarstofnunum, listaskólum og víðar. Barnamenningarhátíðin rúmar allar listgreinar fyrir börn og fjölskyldur þeirra og frítt er inn á alla viðburði.

Meginþema hátíðarinnar í ár er friður, en það voru þær Vigdís Hafliðadóttir og Ragnhildur Veigarsdóttir úr hljómsveitinni Flott sem sömdu lag hátíðarinnar í samstarfi við börn í 4. bekkjum í Reykjavík, sem veltu fyrir sér spurningum um frið, allt frá innri friði hvers og eins til heimsfriðar.


Ólafur Kram / útgáfutónleikar – EKKI TREYSTA FISKUNUM

Hvar? Húrra
Hvenær? 22. apríl kl. 19.30
Miðaverð? 1500 kr. (eða það sem veskið leyfir)

Ólátabelgirnir í Ólafi Kram unnu Músíktilraunir fyrir tveimur árum og munu nú slá til heljarinnar tónlistarveislu á Húrra til að fagna útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar, EKKI TREYSTA FISKUNUM. 

Þeim til halds og trausts verður frýnilegt föruneyti af listamönnum sem eiga það öll sameiginlegt að Ólafur Kram elskar allt sem þau gera, enda treysta þau heldur ekki fiskunum. Því er mælt með að fólk reimi á sig dansskóna og helli tvöföldum í augntóftina, að sögn Kramverja, sem mæta ásamt þeim Kusk & Óvita, Rakel og Sucks to be You, Nigel.

Fyrir þá sem lesa nöfn bara í hefðbundinni röð er svo rétt að geta þess að Ólafur Kram afturábak er Mark Ruffalo, sá ljúfi eðalleikari og græni risi, sérlegur verndari sveitarinnar. En hvers vegna er ekki hægt að treysta þessum fiskum?

„Stefnan með tónleikunum er að vekja athygli á tillögu þeirra til Alþingis er kemur að fiskum á okkar guðsvolaða skeri,“ segir trommarinn Sævar Andri.

„Það sem Ólafur Kram biður okkar ástkæru landsmenn um er að leyfa huganum aðeins að reika og rissa upp mynd af þessari paradís: Heimur þar sem börn okkar geta ráfað um göturnar án nokkurs ótta við það að á hverju götuhorni gæti leynst marhnútur í ljósblárri skyrtu með það markmið að selja þeim drauminn um frjálsan markað. Kobbi Kló þyrfti ekki að lifa í ótta við að 12 ára vandræðagemsi uppnefni hann þorskhaus og hann þurfi þar með ekki að greiða tugi þúsunda fyrir sálfræðitíma, sem ríkið hefur ekki tök á að niðurgreiða vegna stuðnings við sjávarútgerðarfélög landsins. Þetta og svo margt fleira gæti orðið okkar veruleiki ef við tökum ekki af skarið og dæmum þessa drýsla sjávarins í útlegð,“ segir trymbillinn og ítrekar að lokum enn og aftur: „Ekki treysta fiskunum!“


26 Lukas Graham – The Pink Tour

Hvar? Silfurberg, Harpa
Hvenær? 26. apríl kl. 20.00
Miðaverð? 10.990 kr. 

Danska sveitin Lukas Graham verður með stórtónleika í Hörpu í næstu viku. Sveitin ávann sér ágætis frægð með heimatilbúnum Youtube-myndböndum við lög á borð við Drunk in the Morning, en skaust svo rækilega upp á stjörnuhimininn árið 2016 með laginu 7 Years, sem sló rækilega í gegn. Nú er þeirra þriðja plata, Pink, nýkomin út og hefur gengið prýðilega til þessa og fyrsti smellurinn þar er lagið I Wish You Were Here, þar sem Khalid er sveitinni til halds og trausts. Platan heitir að vísu ekki formlega Pink, en hún er svo áberandi bleik að hún er aldrei kölluð neitt annað.

Forsprakki sveitarinnar ber sama fornafn, hann Lukas Forchhammer, sem syngur og spilar á ótal hljóðfæri, en var áður barnastjarna í dönsku sjónvarpi. Rétt er svo að taka fram að þetta eru standandi tónleikar.


Hátíð hirðarinnar: Afmælistónleikar Prins Póló / AUKATÓNLEIKAR

Hvar? Gamla bíó
Hvenær? 26.-27. apríl kl. 20.00
Miðaverð? 5.990-7.990 kr.

Hátíð hirðarinnar blæs til tónleika í tilefni af afmæli Prins Póló. Fyrri tónleikarnir fara fram þann 26. apríl, en þar sem miðarnir voru fljótir að rjúka út er sömuleiðis blásið til aukatónleika daginn eftir, 27. apríl. Eins og gengur komast ekki allir listamennirnir bæði kvöldin, en Hirðin er stór og á seinni tónleikana bætast við þau Mugison, Lay Low, Sigríður Thorlacius og Ómar Guðjónsson, en það er leikhópurinn Kriðpleir sem sér um að kynna.

Allur ágóði af tónleikunum rennur í nýstofnaðan minningarsjóð Svavars Péturs Eysteinssonar, sem einnig var þekktur sem Prins Póló, og útdeilt verður úr sjóðnum árlega til skapandi fólks með góðar hugmyndir. Tónlistarfólkið sem fram kemur tengdist Prinsinum góða með einum eða öðrum hætti; sveitir sem hann var í og tónlistarfólk sem hann starfaði með eða vakti aðdáun hans, en auk áðurnefndra munum við geta hlustað á Benna Hemm Hemm, Borko BSÍ, Dr. Gunna, FM Belfast, Jónas Sigurðsson, Moses Hightower, Múldýrið, Múm, Músíkvat, Skakkamanage og Valdimar.

En hver er þessi hirð? „Þetta kallaði Svavar alla sem hafa unnið með prinsinum eða sótt tónleika eða verið í hljómsveit með honum, þeir voru hirðin. Enda gera prinsar ekkert einir,“ segir Berglind Häsler, ekkja Svavars, og bætir við: „Við sem vorum náin honum höfum alltaf upplifað okkur sem hluta af hirðinni.“

Það er hins vegar ekki langt síðan Prinsinn féll frá, var ekkert erfitt að gera þetta svona skömmu eftir andlátið? „Hugmyndin kom upp um áramótin og þá hugsaði ég, án þess að segja það upphátt við neinn, er þetta ekki aðeins of snemmt?“ segir Berglind, en henni snerist svo fljótt hugur.

„Því ég fann bara í undirbúningnum fyrir jarðarförina hvað það var heilandi að vera hluti af þessari heild. Það er svo gaman þegar við komum saman og rifjum upp. Þetta er mjög heilandi ferli, að halda minningunni á lofti, við erum að halda áfram að hafa gaman. Svo koma oft tilfinningarík augnablik inn á milli og maður tárast og kemst við og það er bara allt í lagi. Það er bara hluti af ferlinu. Það er bara rosalega gott að finna samtakamáttinn í hirðinni, það hjálpar.“

Berglind tekur fram að allir þurfi að taka sitt sorgarferli á sínum hraða og á sinn hátt, en mælir þó fyrst og fremst með einu. „Ég mæli með að maður hangi sem mest með vinum sínum eftir svona. Sem og auðvitað fjölskyldu.“ Svo bætir hún við að lokum: „Ég hef séð hljómsveitirnar margar að æfa og taka cover-lög og þetta eru svo geggjuð bönd og ég held þetta verði algjörlega ógleymanlegt kvöld. Þannig að við erum mjög spennt.“

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Á döfinni

Á döfinni: Uppistand, mysingur og örverudans
Á döfinni

Á döf­inni: Uppistand, mys­ing­ur og ör­veru­dans

Uppist­and­ari með lausa auga­steina þvæl­ist um land­ið, frönsk þjóðlaga­söng­kona á Gaukn­um, pólsk­ar fjöl­skyld­ur lenda í drama á danskri eyju, tón­list­ar­menn slá upp tón­leik­um í mjólk­urporti og svo er dans­að inn­an um efna­hvörf sem hafa ver­ið stækk­uð með nýj­ustu tækni svo mannsaug­að greini þau. Þetta er með­al þess sem er á döf­inni í menn­ing­ar­lífi land­ans síð­ustu tvær vik­urn­ar í ág­úst.

Mest lesið

Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
1
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
RÚV frestaði sýningu dagskrárliða til að forðast tap á síðasta ári
2
Greining

RÚV frest­aði sýn­ingu dag­skrárliða til að forð­ast tap á síð­asta ári

RÚV fékk 5,7 millj­arða króna úr rík­is­sjóði í fyrra og afl­aði 2,9 millj­arða króna tekna af sam­keppn­is­rekstri, sem er að­al­lega sala á aug­lýs­ing­um. Tekj­ur fyr­ir­tæk­is­ins hafa auk­ist mik­ið á síð­ustu ár­um, ann­ars veg­ar vegna þess að íbú­um lands­ins hef­ur fjölg­að og hins veg­ar vegna þess að aug­lýs­inga­tekj­ur hafa auk­ist.
Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
4
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.
Þöggunarmálsóknir gegn fjölmiðlum mæta andstöðu Evrópuráðs
8
Erlent

Þögg­un­ar­mál­s­ókn­ir gegn fjöl­miðl­um mæta and­stöðu Evr­ópu­ráðs

Ráð­herr­a­ráð Evr­ópu­ráðs hef­ur birt til­mæli til allra að­ild­ar­ríkja, þar með tal­ið Ís­lands, um að vinna eigi gegn SLAPP-mál­sókn­um, sem séu skað­leg­ar lýð­ræð­inu og al­manna­hag. Slík­um mál­sókn­um hef­ur ver­ið beitt gegn al­menn­ingi og fjöl­miðl­um til að þagga nið­ur eða refsa fyr­ir óþægi­lega um­fjöll­un. Tölu­vert er um SLAPP-mál­sókn­ir á Ís­landi, en ekk­ert ból­ar á inn­leið­ingu slíkra til­mæla af rík­is­stjórn, seg­ir Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata.
„Hætta á misferli“ – Alvarlegar athugasemdir KPMG við fjárreiður Blaðamannafélagsins
9
Fréttir

„Hætta á mis­ferli“ – Al­var­leg­ar at­huga­semd­ir KP­MG við fjár­reið­ur Blaða­manna­fé­lags­ins

Fyrr­ver­andi formað­ur og fram­kvæmda­stjóri Blaða­manna­fé­lags Ís­lands milli­færði end­ur­tek­ið á sig fyr­ir­fram­greidd laun sem hann end­ur­greiddi vaxta­laust allt að hálfu ári síð­ar, keypti tíu tölv­ur fyr­ir sig á níu ár­um og greiddi út styrki án sam­þykk­is stjórn­ar. KP­MG ger­ir at­huga­semd­ir við þetta í nýrri skýrslu sem unn­in var að beiðni stjórna BÍ. Hjálm­ar Jóns­son, sem sagt var upp hjá fé­lag­inu í árs­byrj­un, seg­ir þetta allt eiga sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar.
Hljómsveitarstjórar rabba saman: Daníel Bjarnason og Jakub Hruša
10
Viðtal

Hljóm­sveit­ar­stjór­ar rabba sam­an: Daní­el Bjarna­son og Jakub Hruša

Til er bók þar sem fræg­ir rit­höf­und­ar tala við aðra fræga rit­höf­unda um líf­ið og til­ver­una. Í til­efni komu sin­fón­íu­hljóm­sveit­ar­inn­ar í Bam­berg, sem er ein sú fremsta í Evr­ópu, lá beint við að fá tón­skáld­ið og hljóm­sveit­ar­stjór­ann Daní­el Bjarna­son til að ræða við Jakub Hruša, hinn þekkta hljóm­sveit­ar­stjóra henn­ar. Hér er sam­tal tveggja eld­klárra hljóm­sveit­ar­stjóra – um það sem hljóm­sveit­ar­stjór­ar ræða í góðu tómi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Þetta er móðgun við okkur“
5
Fréttir

„Þetta er móðg­un við okk­ur“

Heim­ild­in ákvað að hringja í nokkra sem höfðu skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ist­ann: Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðn­ing sem for­sæt­is­ráð­herra til þess ein­fald­lega að spyrja: hvers vegna? Svör­in voru marg­vís­leg en þau átta sem svör­uðu sím­an­um höfðu marg­vís­leg­ar ástæð­ur fyr­ir því en áttu það öll sam­eig­in­legt að treysta ekki Bjarna sök­um fer­ils hans sem stjórn­mála­manns og sér í lagi síð­ustu mán­uði þar sem hann hef­ur far­ið frá því að vera fjár­mála­ráð­herra yf­ir í það að vera ut­an­rík­is­ráð­herra og loks for­sæt­is­ráð­herra.
Sakar nýjan matvælaráðherra um lygar
7
Fréttir

Sak­ar nýj­an mat­væla­ráð­herra um lyg­ar

Ólaf­ur Stephen­sen, Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­anda, seg­ir að ný­skip­að­ur mat­væla­ráð­herra hafi sagt ósátt þeg­ar hún sagði að all­ir um­sagnar­að­il­ar hafi ver­ið kall­að­ir á fund at­vinnu­vega­nefnd­ar til að ræða frum­varp til breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um. Ólaf­ur seg­ir að Fé­lag at­vinnu­rek­anda hafi ekki feng­ið boð á fund áð­ur en um­deild­ar breyt­ing­ar á lög­un­um voru sam­þykkt­ar.
„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
8
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
10
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár