Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

„Tilheyrir þessi ríkisstjórn fortíð frekar en framtíð?“

Þor­björg Sig­ríð­ur Gunn­laugs­dótt­ir þing­mað­ur Við­reisn­ar sagði rík­is­stjórn­ina ekki taka nein­ar ákvarð­an­ir en hún gagn­rýndi hval­veið­ar á þingi í dag. „Það að skjóta hvali af færi með skutli fyllt­um sprengi­efni er eins og stunda veið­ar með flug­skeyti,“ sagði Orri Páll Jó­hanns­son þing­mað­ur Vinstri grænna.

„Tilheyrir þessi ríkisstjórn fortíð frekar en framtíð?“
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Þingmaður sagði ríkisstjórnina ekki taka neinar ákvarðanir. Mynd: Eyþór Árnason

Þingmenn gagnrýndu hvalveiðar í dag í kjölfar nýrrar skýrslu Matvælastofnunar um veiðar síðasta sumars. Hlutverk MAST er að hafa eftirlit með veiðunum. Niðurstöður skýrslunnar sýndu að lög um markmið dýravelferðar voru ekki uppfyllt. Þar kom einnig fram að 24 prósent hvala voru skotnir oftar en einu sinni. 

Orri Páll Jóhannsson þingmaður Vinstri grænna sagði atvinnugreinina ekki eiga heima í nútímasamfélagi. „Það að skjóta hvali af færi með skutli fylltum sprengiefni er eins og stunda veiðar með flugskeyti. Þvílíkt offors og til hvers? Til að selja hvalkjöt á örmarkaði úti í heimi? Það er alveg ljóst í mínum huga að hvalveiðar eigi ekki upp á pallborðið í nútímasamfélagi og með þessi gögn til grundvallar verðum við að hafa alvöru þrek til að ræða þessi mál til hlítar.“

Niðurstaða skýrslunnar sýnir að meðferð á hvölum stenst ekki markmið um velferð dýra og stóð matvælaráðherra Svandís Svavarsdóttur fyrir svörum á Alþingi í gær um hvort að hvalveiðar yrðu leyfðar í sumar. 

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar sagði ríkisstjórnina ekki taka neinar ákvarðanir. „Helsta vörumerki þessarar ríkisstjórnar er að hún tekur engar ákvarðanir. Ráðherrar birtast sem álitsgjafar í fjölmiðlum og lýsa yfir áhyggjum. Svo gerist ekkert. Þetta kalla þau síðan gjarnan stöðugleika.“

Þingmaður kallaði eftir að ákvörðun yrði tekin og sagði almannahagsmuni, dýravelferð og umhverfishagsmuni vera undir. „65% Íslendinga telja að hvalveiðar hafi neikvæð áhrif á orðspor landsins. Dýrin þjást lengi eftir sprengiskutlana og síðast en ekki síst er þetta umhverfismál. Hvalir búa yfir þeim magnaða hæfileika að binda kolefni sem nemur um 1.500 trjám á líftíma sínum.“

Í gær sagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra að tilefni væri til að spyrja um hvort að hvalveiðar tilheyrðu fortíð eða framtíð. Þorbjörg Sigríður lauk sinni ræðu í pontu í dag með annarri spurningu: „Stóra spurningin er auðvitað miklu frekar þessi, tilheyrir þessi ríkisstjórn fortíð frekar en framtíð?“

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vegir sem valda banaslysum
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Veg­ir sem valda bana­slys­um

Í Ör­æf­un­um hef­ur auk­in um­ferð haft al­var­leg­ar af­leið­ing­ar í för með sér en inn­við­ir eru ekki í sam­ræmi við mann­fjölda á svæð­inu og bíl­slys eru al­geng. Stefnt er að því að fá sjúkra­bíl á svæð­ið í vet­ur í fyrsta skipti. Ír­is Ragn­ars­dótt­ir Peder­sen og Árni Stefán Haldor­sen í björg­un­ar­sveit­inni Kára segja veg­ina vera vanda­mál­ið. Þau hafa ekki tölu á bana­slys­um sem þau hafa kom­ið að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár