Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

„Tilheyrir þessi ríkisstjórn fortíð frekar en framtíð?“

Þor­björg Sig­ríð­ur Gunn­laugs­dótt­ir þing­mað­ur Við­reisn­ar sagði rík­is­stjórn­ina ekki taka nein­ar ákvarð­an­ir en hún gagn­rýndi hval­veið­ar á þingi í dag. „Það að skjóta hvali af færi með skutli fyllt­um sprengi­efni er eins og stunda veið­ar með flug­skeyti,“ sagði Orri Páll Jó­hanns­son þing­mað­ur Vinstri grænna.

„Tilheyrir þessi ríkisstjórn fortíð frekar en framtíð?“
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Þingmaður sagði ríkisstjórnina ekki taka neinar ákvarðanir. Mynd: Eyþór Árnason

Þingmenn gagnrýndu hvalveiðar í dag í kjölfar nýrrar skýrslu Matvælastofnunar um veiðar síðasta sumars. Hlutverk MAST er að hafa eftirlit með veiðunum. Niðurstöður skýrslunnar sýndu að lög um markmið dýravelferðar voru ekki uppfyllt. Þar kom einnig fram að 24 prósent hvala voru skotnir oftar en einu sinni. 

Orri Páll Jóhannsson þingmaður Vinstri grænna sagði atvinnugreinina ekki eiga heima í nútímasamfélagi. „Það að skjóta hvali af færi með skutli fylltum sprengiefni er eins og stunda veiðar með flugskeyti. Þvílíkt offors og til hvers? Til að selja hvalkjöt á örmarkaði úti í heimi? Það er alveg ljóst í mínum huga að hvalveiðar eigi ekki upp á pallborðið í nútímasamfélagi og með þessi gögn til grundvallar verðum við að hafa alvöru þrek til að ræða þessi mál til hlítar.“

Niðurstaða skýrslunnar sýnir að meðferð á hvölum stenst ekki markmið um velferð dýra og stóð matvælaráðherra Svandís Svavarsdóttur fyrir svörum á Alþingi í gær um hvort að hvalveiðar yrðu leyfðar í sumar. 

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar sagði ríkisstjórnina ekki taka neinar ákvarðanir. „Helsta vörumerki þessarar ríkisstjórnar er að hún tekur engar ákvarðanir. Ráðherrar birtast sem álitsgjafar í fjölmiðlum og lýsa yfir áhyggjum. Svo gerist ekkert. Þetta kalla þau síðan gjarnan stöðugleika.“

Þingmaður kallaði eftir að ákvörðun yrði tekin og sagði almannahagsmuni, dýravelferð og umhverfishagsmuni vera undir. „65% Íslendinga telja að hvalveiðar hafi neikvæð áhrif á orðspor landsins. Dýrin þjást lengi eftir sprengiskutlana og síðast en ekki síst er þetta umhverfismál. Hvalir búa yfir þeim magnaða hæfileika að binda kolefni sem nemur um 1.500 trjám á líftíma sínum.“

Í gær sagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra að tilefni væri til að spyrja um hvort að hvalveiðar tilheyrðu fortíð eða framtíð. Þorbjörg Sigríður lauk sinni ræðu í pontu í dag með annarri spurningu: „Stóra spurningin er auðvitað miklu frekar þessi, tilheyrir þessi ríkisstjórn fortíð frekar en framtíð?“

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Kristrún og Þorgerður segja alþjóðasamfélagið hafa brugðist
6
Stjórnmál

Kristrún og Þor­gerð­ur segja al­þjóða­sam­fé­lag­ið hafa brugð­ist

„Við höf­um upp­lif­að von­brigði og getu­leysi,“ seg­ir Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra sem heit­ir áfram­hald­andi stuðn­ingi Ís­lands við Palestínu. Hún seg­ir að al­þjóð­leg­ur þrýst­ing­ur muni aukast þeg­ar fólki gefst tæki­færi til að átta sig á því sem geng­ið hef­ur á í stríð­inu á Gaza, nú þeg­ar út­lit er fyr­ir að átök­un­um sé að linna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár