Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Hvalveiðarnar samræmast ekki markmiðum laga um velferð dýra

Af þeim 148 hvöl­um sem voru veidd­ir hér við land síð­asta sum­ar, voru 36 hval­ir (24%) skotn­ir oft­ar en einu sinni. Þar af voru fimm hval­ir skotn­ir þrisvar og fjór­ir hval­ir skotn­ir fjór­um sinn­um. Ein­um hval með skut­ul í bak­inu var veitt eft­ir­för í 5 klukku­stund­ir án ár­ang­urs.

Hvalveiðarnar samræmast ekki markmiðum laga um velferð dýra
Hvalskurður Síðasta sumar veiddi Hvalur hf. 148 langreyðar. Mynd: Arne Feuerhahn

Matvælastofnun segir veiðar á stórhvelum ekki samrýmast markmiðum laga um velferð dýra. Í fréttatilkynningu vegna skýrslu um eftirlit með veiðum Hvals hf. á langreyðum síðasta sumar segir að MAST telji sérstaka ástæðu „til að farið verði ítarlega yfir öll gögn og í kjölfarið metið hvort veiðar á stórhvelum geti uppfyllt markmið laga um velferð dýra“.

MAST telur að aflífun á „hluta stórhvela við veiðar á Íslandi hafi tekið of langan tíma út frá meginmarkmiðum laga um velferð dýra“.

Stofnunin telur hins vegar „að við veiðarnar hafi verið beitt bestu þekktu aðferðum miðað við þær aðstæður sem þessar veiðar eru stundaðar við og því hafi ákvæði um veiðar í lögum um velferð dýra ekki verið brotin“.

Hvalirnir voru allir skoðaðir af eftirlitsdýralækni MAST í landi. Þá var viðhaft eftirlit með veiðum á 58 hvölum um borð í hvalveiðibátunum af hálfu starfsmanna Fiskistofu í umboði MAST.

Af þeim 148 hvölum sem voru veiddir, voru 36 hvalir (24%) skotnir oftar en einu sinni. Þar af voru fimm hvalir skotnir þrisvar og fjórir hvalir skotnir fjórum sinnum. Einum hval með skutul í bakinu var veitt eftirför í 5 klst án árangurs.

Niðurstöður eftirlits um borð með veiðum á 58 hvölum leiddi í ljós:

35 (59%) hvalir drápust samstundis samkvæmt skilgreiningu Alþjóðahvalveiðiráðsins (IWC) um hvenær hvalur telst dauður við hvalveiðar.

Til viðbótar er talið líklegt að fimm hvalir sem sýndu krampa hafi misst meðvitund samstundis eða mjög hratt, og því talið að 67% hvalanna hafi drepist eða misst meðvitund fljótt eða samstundis.

14 hvalir (24%) voru skotnir oftar en einu sinni.

Tvo hvali þurfti að skjóta fjórum sinnum, tæpa klukkustund tók að aflífa annan hvalinn og hinn tvær klukkustundir.

Miðgildi tíma frá fyrsta skoti til dauða hvala sem drápust ekki strax var 11,5 mínútur.

Við síðunaHvalskip kemur með tvær langreyðar að landi í Hvalfirði síðasta sumar.

Eftirlitsskýrslan, sem sérfræðingar MAST hafa unnið að frá því síðasta haust, byggir m.a. á myndbandseftirliti um borð í hvalveiðibátunum sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra festi í reglugerð í byrjun ágúst í fyrra. Í reglugerðinni er MAST falið að hafa reglubundið eftirlit til að farið sé að lögum um velferð dýra við hvalveiðar. Fiskistofa sá um framkvæmd eftirlitsins sem m.a. fólst í myndbandsupptökum veiðiaðferða og skráningu þeirra. Þá voru veiðieftirlitsmenn um borð í veiðiferðum.

Fiskistofa hefur einnig eftirlit með því að þau skilyrði sem fram koma í veiðileyfi varðandi veiðibúnað og veiðar séu uppfyllt.

Ráðherra getur afturkallað leyfi

Svandís sagði það „einboðið“ í viðtali við RÚV síðasta sumar að stöðva hvalveiðar komi í ljós að þar sé ekki farið að lögum um velferð dýra. Hún hefur líka sagt það „óumdeilt“ að hvalveiðar hafi ekki mikla efnahagslega þýðingu og að fátt rökstyðji heimildir til áframhaldandi veiða eftir að leyfi Hvals falli úr gildi.

Samkvæmt veiðileyfi Hvals hf., sem Kristján Þór Júlíusson, þá sjávarútvegsráðherra, gaf út árið 2019 og gildir út árið 2023, getur ráðherra afturkallað leyfi ef ekki er farið að skilyrðum þess. Hvalur hf. er eina fyrirtækið sem hefur leyfi til hvalveiða við Ísland.

Í bréfi sem Náttúruverndarsamtök Íslands sendu til matvælaráðuneytisins um miðjan mars, þar sem þess var krafist að veiðar á langreyði yrðu ekki heimilaðar, er bent á að í leyfisveitingabréfi Hvals hf. komi fram að „sérhver misnotkun á því varði sviptingu leyfisins tímabundið eða missi þess eftir ákvörðun ráðuneytisins“. Telja samtökin ljóst að ráðherra málaflokksins hafi fulla heimild til að fallast á kröfur um að svipta fyrirtækið leyfi til veiða og „að raunar standi skylda til þess í ljósi ábyrgðar ráðherrans á málaflokknum“.

Veiddu 148 langreyðar

148 langreyðar voru veiddar við Íslandsstrendur síðasta sumar. Vertíðin stóð í 100 daga, hófst í júní og lauk í lok september. Samkvæmt ráðleggingum Hafrannsóknarstofnunar frá árinu 2018 má árlega veiða að hámarki 161 langreyður á veiðisvæðinu Austur-Grænland/Vestur-Ísland, að hámarki 48 dýr á svæðinu Austur-Ísland/Færeyjar og 217 hrefnur á íslenska landgrunnssvæðinu.

Nýtti andmælarétt sinn

Dýraverndunarsamtökin Hard to Port fylgdust grannt með hvalveiðum síðasta árs. Þau urðu m.a. vitni að því þegar dýr með fjóra sprengiskutla í sér voru dregin á land sem þýðir að dauðastríð þeirra hefur verið langt. Að þau hafi verið skotin í bægsli. Að kelfdar kýr hafi verið veiddar.

Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir staðfesti við Kjarnann að skot hvalveiðimannanna hefðu geigað í þeim tilfellum sem Hard to Port varð vitni að og benti á.  Hún benti á að í lögum um velferð dýra er sérstakt ákvæði um veiðar í 27. gr. en þar segir:

„Ávallt skal staðið að veiðum þannig að það valdi dýrunum sem minnstum sársauka og aflífun þeirra taki sem skemmstan tíma. Skylt er veiðimönnum að gera það sem í þeirra valdi stendur til að aflífa þau dýr sem þeir hafa valdið áverkum.

Við veiðar er óheimilt að beita aðferðum sem valda dýri óþarfa limlestingum eða kvölum. Við veiðar á villtum dýrum skal að auki fara að fyrirmælum gildandi laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.“

Alveg skýrt

„Það er alveg skýrt í mínum huga að ef atvinnugreinar, sem byggja á dýrahaldi eða veiðum, geta ekki tryggt mannúðlega aflífun dýra – eiga þær sér enga framtíð í nútímasamfélagi,“ sagði Svandís matvælaráðherra er fréttir af þessum aðförum voru bornar undir hana um mitt síðasta sumar. Sagði hún ennfremur „óásættanlega“ marga hvali sem verið er að veiða „heyja langdregið dauðastríð“.

Eftirlitsskýrsla MAST átti að koma mun fyrr út. Drög að henni voru tilbúin snemma árs en Hvalur hf. nýtti rétt sinn til andmæla til hins ítrasta og fékk að því er Heimildin kemst næst í þrígang frest til að skila þeim.

Hvalur hf. hefur hafið undirbúning næstu hvalveiðivertíðar og veiðiskip fyrirtækisins hafa verið í slipp í Reykjavík.

Fram hefur komið á vef breska ríkisútvarpsins, BBC, að fólk á vegum Paul Watson, sem stofnaði Sea Shepard, ætli að standa fyrir aðgerðum gegn hvalveiðum við Ísland í allt sumar.

Geta þær yfirhöfuð uppfyllt dýravelferðarlög?

MAST mun fela fagráði um velferð dýra að fara yfir fyrirliggjandi gögn og meta hvort veiðar á stórhvelum geti yfir höfuð uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Ef slíkt er talið mögulegt, þurfa stjórnvöld að setja reglugerð um framkvæmd veiðanna og lágmarkskröfur við þær.

Matvælastofnun telur þörf á áframhaldandi eftirliti á komandi vertíð. Vert er að taka fram að samkvæmt gildandi veiðileyfi og lögum um velferð dýra er ábyrgð á að aflífun dýranna sé með ásættanlegum hætti ávallt á höndum framkvæmdaraðila.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lýsir Klíníkinni sem verksmiðju: „Ekki verið að hugsa um manneskjuna heldur peninginn“
1
ViðtalKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Lýs­ir Klíník­inni sem verk­smiðju: „Ekki ver­ið að hugsa um mann­eskj­una held­ur pen­ing­inn“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir, 48 ára göm­ul kona sem greind­ist með krabba­mein ár­ið 2021, fór í maga­ermis­að­gerð á Klíník­inni. Hún seg­ist ekki hafa hitt neinn starfs­mann Klíník­ur­inn­ar fyr­ir að­gerð­ina og ekki feng­ið neina eft­ir­með­ferð. Geir­þrúð­ur þurfti að nýta þjón­ustu rík­is­rekna Sjúkra­hót­els­ins og leita til Land­spít­al­ans eft­ir að­gerð­ina af því hún var svo veik.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bonaqua virðist á köldum Klaka eftir nafnbreytingu
4
Fréttir

Bon­aqua virð­ist á köld­um Klaka eft­ir nafn­breyt­ingu

Þátta­skil urðu á ís­lenska sóda­vatns­mark­að­in­um í sum­ar, eft­ir að Topp­ur breytt­ist í Bon­aqua. Því fylgdu tæki­færi fyr­ir sam­keppn­is­að­il­ann Klaka, sem kveðst nú vera með um 25 pró­sent hlut­deild á mark­að­in­um. Fyrr­ver­andi ís­lensku­pró­fess­or sem gagn­rýndi nafn­breyt­ingu Topps seg­ir gleði­efni að er­lend nafn­gift virð­ist hafa vak­ið svo sterk við­brögð.
Töldu hættu á að Edda myndi sleppa
8
FréttirMál Eddu Bjarkar

Töldu hættu á að Edda myndi sleppa

Hér­aðs­dóm­ur í Vest­fold í Nor­egi taldi ástæðu til þess að ótt­ast að ef Edda Björk Arn­ar­dótt­ir yrði ekki færð í gæslu­varð­hald myndi hún kom­ast und­an. Barns­fað­ir henn­ar seg­ist hneyksl­að­ur á um­ræð­unni sem bein­ist, að hans mati, frek­ar að rétt­ind­um Eddu en rétt­ind­um drengj­anna. Edda sagði fyr­ir dóm á föstu­dag að þeir hefðu ekki vilj­að fara frá Ís­landi með pabba sín­um.
Þögul einkavæðing Willums Þórs á heilbrigðiskerfinu
9
SkýringKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Þög­ul einka­væð­ing Will­ums Þórs á heil­brigðis­kerf­inu

Einka­væð­ing í heil­brigðis­kerf­inu hef­ur ver­ið stór­auk­in á síð­ustu ár­um í gegn­um Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands. Til stend­ur að ganga lengra í þeim efn­um sam­kvæmt heil­brigð­is­ráð­herra, Will­um Þór Þórs­syni. Í miðri þess­ari um­ræðu er einka­rekna heil­brigð­is­fyr­ir­tæk­ið Klíník­in. For­stjóri Land­spít­al­ans, Run­ólf­ur Páls­son, hef­ur áhyggj­ur af áhrif­un­um á rík­is­rek­in sjúkra­hús og bend­ir á skort á eft­ir­liti með einka­rekstr­in­um.
Vill að ríkið greiði aðgerðir gegn offitu hjá einkafyrirtækjum: Einn maður með milljarð í tekjur
10
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Vill að rík­ið greiði að­gerð­ir gegn offitu hjá einka­fyr­ir­tækj­um: Einn mað­ur með millj­arð í tekj­ur

Sam­kvæmt því sem heil­brigð­is­ráð­herra Will­um Þór Þórs­son hef­ur boð­að munu efna­skipta­að­gerð­ir einka­fyr­ir­tækja eins og Klíník­ur­inn­ar verða greidd­ar af ís­lenska rík­inu. Fyr­ir­tæki eins skurð­lækn­is á Klíník­inni sem ger­ir slík­ar að­gerð­ir hef­ur ver­ið með tekj­ur upp á um einn millj­arð króna á ári.

Mest lesið í mánuðinum

Pressa: Fyrsti þáttur
2
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
3
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
4
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
5
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
7
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu