Samkeppniseftirlitið hefur komið á framfæri óformlegum sjónarmiðum og leiðbeiningum til stjórnvalda vegna áforma um svokallaða Matvörugátt, sem voru kynnt fyrir um þremur mánuðum síðan sem liður í aðgerðum stjórnvalda til að vinna gegn verðbólgu.
Í gáttinni eiga neytendur að geta fylgst með verði á helstu neysluvörum stærstu matvöruverslana landsins á einum stað og gert verðsamanburð. Samkeppniseftirlitið telur að vanda þurfi vel til verka þegar matvörugátt af þessu tagi er mótuð.
Tíu milljónir króna voru lagðar til verkefnisins, með samningi menningar- og viðskiptaráðuneytisins við Rannsóknarsetur verslunarinnar, sem undirritaður var 10. febrúar.
Birti ekki opinberlega verð sömu vöru lengi í einu
Samkvæmt svörum sem Heimildin fékk frá Páli Gunnari Pálssyni, forstjóra Samkeppniseftirlitsins, þarf að gæta vel að því, sérstaklega í fákeppnisumhverfi, að ekki sé verið að skapa keppinautum á markaði aukin tækifæri til þess að samhæfa hegðun sína, til dæmis með auknu aðgengi að upplýsingum um verðlagningu og starfsemi annarra fyrirtækja á …
Athugasemdir