Tryggja þurfi að matvörugátt nýtist ekki til þöguls verðsamráðs

For­stjóri Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins seg­ir óráð­legt að hafa upp­lýs­ing­ar um verð á sömu vör­un­um lengi í einu til sam­an­burð­ar í svo­kall­aðri Mat­vör­ugátt sem stjórn­völd eru að koma á kopp­inn. Þá verði gátt­in al­veg til­gangs­laus, nema al­menn­ing­ur noti hana.

Tryggja þurfi að matvörugátt nýtist ekki til þöguls verðsamráðs
SKE Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Mynd: Heida Helgadottir

Samkeppniseftirlitið hefur komið á framfæri óformlegum sjónarmiðum og leiðbeiningum til stjórnvalda vegna áforma um svokallaða Matvörugátt, sem voru kynnt fyrir um þremur mánuðum síðan sem liður í aðgerðum stjórnvalda til að vinna gegn verðbólgu.

Í gáttinni eiga neytendur að geta fylgst með verði á helstu neysluvörum stærstu matvöruverslana landsins á einum stað og gert verðsamanburð. Samkeppniseftirlitið telur að vanda þurfi vel til verka þegar matvörugátt af þessu tagi er mótuð.

Tíu milljónir króna voru lagðar til verkefnisins, með samningi menningar- og viðskiptaráðuneytisins við Rannsóknarsetur verslunarinnar, sem undirritaður var 10. febrúar.

Birti ekki opinberlega verð sömu vöru lengi í einu 

Samkvæmt svörum sem Heimildin fékk frá Páli Gunnari Pálssyni, forstjóra Samkeppniseftirlitsins, þarf að gæta vel að því, sérstaklega í fákeppnisumhverfi, að ekki sé verið að skapa keppinautum á markaði aukin tækifæri til þess að samhæfa hegðun sína, til dæmis með auknu aðgengi að upplýsingum um verðlagningu og starfsemi annarra fyrirtækja á …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
2
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár