Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Margar hitaveitur sjá fram á að geta ekki sinnt fyrirsjáanlegri eftirspurn

Sam­kvæmt nið­ur­stöð­um nýrr­ar út­tekt­ar um stöðu hita­veitna og nýt­ingu jarð­hita til hús­hit­un­ar sjá um 63 pró­sent hita­veitna hér á landi fram á aukna eft­ir­spurn og telja fyr­ir­sjá­an­leg vanda­mál við að mæta henni. Hjá stór­um hluta þeirra er sú eft­ir­spurn tengd auknu magni vatns til hús­hit­un­ar en einnig vegna stór­not­enda eða iðn­að­ar.

Margar hitaveitur sjá fram á að geta ekki sinnt fyrirsjáanlegri eftirspurn

Margar hitaveitur hér á landi sjá fram á að geta ekki sinnt fyrirsjáanlegri eftirspurn en ástæðurnar eru meðal annars takmarkað aðgengi að fjármagni, sérfræðiþekkingu og tækjum.  

Þetta kemur fram í nýrri úttekt á stöðu hitaveitna og nýtingar jarðhitavatns til húshitunar sem unnið var af Íslenskum orkurannsóknum (ÍSOR) að beiðni Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra í kjölfar frétta um erfiða stöðu hjá mörgum hitaveitum síðastliðinn vetur. Kynning á úttektinni fer fram í dag klukkan 10:30 á Hótel Nordica en fulltrúar ÍSOR og ráðherra eru til svara um efni hennar.

Í niðurstöðum úttektarinnar kemur fram að um 2/3 hitaveitna sjá fram á aukna eftirspurn og telja fyrirsjáanleg  vandamál við að mæta henni. Hjá stórum hluta þeirra er sú eftirspurn tengd auknu magni vatns til húshitunar en einnig vegna stórnotenda eða iðnaðar.  

Þá er framundan kostnaðarsamt viðhald á innviðum um helmings hitaveitna og á það sérstaklega við þær sem eru í dreifbýli, utan höfuðborgarsvæðisins. Einnig komu fram í athugasemdum aðrir takmarkandi þættir, til dæmis vegna deilna um réttindi og leyfi frá landeigendum.

Sífellt meiri eftirspurn

Þær sjö hitaveitur sem koma best út samkvæmt úttektinni eru margar stærri og með meiri vinnslu en þær veitur sem fengu lægsta einkunn. Sveigjanleiki sem kemur með stærð dreifikerfis, fjölda vinnsluholna og jafnvel fleiri en einu vinnslusvæði gera hitaveitum betur kleift að svara aukinni eftirspurn og takast á við vanda í rekstri, segir í úttektinni. 

Þá segir að mikilvægt sé að niðurstöðurnar verði skoðaðar með hliðsjón af rekstri hitaveitna og ekki síst stöðu sveitarfélaga og rekstraraðila til að takast á við vanda eða framtíðaráform. Dæmi séu um að einstaka rekstraraðilar hitaveitna hafi áform um og jafnvel farið í framkvæmdir til að mæta eftirspurn og spennandi tækifærum um vöxt og auknar tekjur en ekki gætt að því að meta jarðvísindalega eða rekstrarlega þætti í stærra samhengi. Það sé ljóst að aðilar um allt land sem hafa leyfi til eða eiga möguleika á að nýta jarðhita verði varir við sífellt meiri eftirspurn frá ýmsum aðilum. 

Vandamálin fjölþætt

Niðurstöðurnar gefa til kynna að ástæður þess að margar hitaveitur sjá fram á að geta ekki sinnt fyrirsjáanlegri eftirspurn séu margþættar og vandamálin oftar en ekki fjölþætt. 

Þegar skoðaðar eru niðurstöður út frá mati á jarðvísindalegum og vinnslutengdum þáttum kemur fram að skoða þurfi aðstæður hjá bæði litlum og stórum veitum en ástæður slíkra skoðana geti verið af mismunandi toga, mismunandi aðkallandi og lausnirnar miskostnaðarsamar. 

Af þeim sjö hitaveitum sem fá lægsta heildareinkunn í mati úttektarinnar eru tvær þeirra einnig í hópi þeirra fjögurra sem anna ekki núverandi vinnslu til lengri tíma. Þetta eru Hitaveita Varmahlíðar og Hitaveita Blönduóss og Skagastrandar. Aðrar veitur horfa fram á aðkallandi vanda og þar geta vegið inn þættir sem skortir á, s.s. jarðvísindaleg þekking, vinnsluhæfni vökva, eða hitastig, eða annað sem getur valdið því að þær eru að óbreyttu ekki í stakk búnar til að takast á við áföll eða breytingar sem gætu orðið á eftirspurn, segir í úttektinni. 

Búið að virkja hagkvæmustu jarðhitakosti um land allt

Fram kemur að almennt megi segja að búið sé að virkja eða nýta hagkvæmustu jarðhitakostina um allt land og öll viðbót vinnslusvæða muni verða dýrari og faglega meiri áskorun. Þá séu landsvæði mismunandi krefjandi í ljósi jarðfræðilegra aðstæðna en meginreglan er sú að í eldri og minna sprungnum berggrunni er erfiðara að finna og afla vatns. 

„Fjölmörg dæmi eru um mikla uppbyggingu og farsæla vinnslusögu hitaveitna um allt land þar sem lítið umfang þurfti að leggja í rannsóknir áður en boranir hófust og vinnsla á heitu vatni. Hjá mörgum eða flestum veitum er staðan sú að megnið af mælingum og borunum voru framkvæmdar á tímum hitaveituuppbyggingar fyrir 30 til 40 árum og þrátt fyrir að rannsóknarniðurstöður séu til frá mörgum jarðhitasvæðanna sem nýtt eru í dag er þörf á að endurskoða og bæta við þær með hliðsjón af nýjum aðferðum, tækni og bættri úrvinnslu,“ segir í úttektinni. 

Fram kemur að þær sjö hitaveitur sem koma verst út í úttektinni dreifist nokkuð jafnt um landið og sé vinnsla hjá tveimur þeirra metin ágeng í dag. Enn fremur sjái 24 hitaveitur fram á meira en 10 prósent aukningu í eftirspurn eftir heitu vatni á næstu árum. Sumar þeirra séu stórar veitur sem jafnvel hafa einhverja umframgetu í dag en það sé krefjandi verkefni fyrir stóra eða meðalstóra hitaveitu  að bæta 10 prósent við vinnsluna.  

Samkvæmt úttektinni er nýting hjá 18 hitaveitum sjálfbær og stendur ársmeðalvinnsla undir sér en ekkert umfram það. Margar þeirra sjá fram á töluvert aukna eftirspurn og það svigrúm sem þessar hitaveitur hafa til að geta sinnt henni án þess að grípa til aðgerða er mjög misjafnt, samkvæmt skýrsluhöfundum.   

Tækifæri víða til staðar

Þá kemur fram að mikill munur sé á aðstæðum hitaveitna og í sumum tilvikum gæti ein meðalstór vinnsluhola dugað en í öðrum tilvikum er horft fram á mun meiri framkvæmdir og  kostnað. 

Margar hitaveitur eru þegar komnar áleiðis í að skoða hvernig auknum kröfum verði mætt, meðal annars hafa þær aukið við rannsóknir, eru að undirbúa jarðhitaleit og boranir, kanna möguleika á niðurdælingu, fara í aðgerðir til að bæta innviði og skoða tæki færi til að spara vatn. Samkvæmt úttektinni eru tækifæri víða til staðar en í sumum tilfellum er aukin vinnsla til að mæta eftirspurn óraunhæf með öllu nema ný svæði verði virkjuð.  

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár