Innflytjendur standa mun verr í efnahagslegu tilliti en innfæddir Íslendingar, tveir þriðju hlutar þeirra eru á leigumarkaði og byrði húsnæðiskostnaðar er sligandi fyrir yfir helming þeirra. Fimmtán prósent innflytjenda búa við efnislegan skort, þar af býr helmingur við verulegan efnislegan skort. Fjárskortur hefur komið í veg fyrir að einn af hverjum tíu innflytjendum hafi getað greitt fyrir skólamat síðasta árið og tæp átta prósent hafa ekki haft efni á leikskólagjöldum eða gjöldum fyrir frístundaheimili. Þá er andleg heilsa innflytjenda markvert verri en þeirra sem eru fæddir hér á landi og finna þeir í töluvert meira mæli fyrir alvarlegum kulnunareinkennum í starfi.
Þetta er meðal þeirra niðurstaðna sem lesa má út úr umfangsmikilli spurningakönnun um stöðu launafólks á Íslandi, sem gerð var meðal félaga í aðildarfélögum ASÍ og BSRB. Í könnuninni, sem ríflega 14 þúsund manns svöruðu, alls 8,5 prósent allra aðildarfélaga ASÍ og BSRB, var spurt um fjárhagsstöðu fólks, stöðu …
Athugasemdir (1)