Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Dökk mynd dregst upp af stöðu innflytjenda

Inn­flytj­end­ur standa mun verr en inn­fædd­ir Ís­lend­ing­ar þeg­ar kem­ur að efna­hag, stöðu á hús­næð­is­mark­aði og and­legri heilsu sam­kvæmt yf­ir­grips­mik­illi nýrri könn­un. Fjórð­ung­ur inn­flytj­enda gat ekki keypt af­mæl­is- eða jóla­gjaf­ir fyr­ir börn sín á síð­ustu tólf mán­uð­um.

Dökk mynd dregst upp af stöðu innflytjenda

Innflytjendur standa mun verr í efnahagslegu tilliti en innfæddir Íslendingar, tveir þriðju hlutar þeirra eru á leigumarkaði og byrði húsnæðiskostnaðar er sligandi fyrir yfir helming þeirra. Fimmtán prósent innflytjenda búa við efnislegan skort, þar af býr helmingur við verulegan efnislegan skort. Fjárskortur hefur komið í veg fyrir að einn af hverjum tíu innflytjendum hafi getað greitt fyrir skólamat síðasta árið og tæp átta prósent hafa ekki haft efni á leikskólagjöldum eða gjöldum fyrir frístundaheimili. Þá er andleg heilsa innflytjenda markvert verri en þeirra sem eru fæddir hér á landi og finna þeir í töluvert meira mæli fyrir alvarlegum kulnunareinkennum í starfi.

Þetta er meðal þeirra niðurstaðna sem lesa má út úr umfangsmikilli spurningakönnun um stöðu launafólks á Íslandi, sem gerð var meðal félaga í aðildarfélögum ASÍ og BSRB. Í könnuninni, sem ríflega 14 þúsund manns svöruðu, alls 8,5 prósent allra aðildarfélaga ASÍ og BSRB, var spurt um fjárhagsstöðu fólks, stöðu …

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Eyþór Dagur skrifaði
    Ha? fjórðungur af 8,5% er ekki fjórðungur innflytjenda. Heimildin fær þó stig fyrir að gefa það upp að það eru bara 8,5% sem svara.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár