Íbúi hefur kært til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þá ákvörðun Skipulagsstofnunar að bygging tveggja nýrra vindmylla um 500 metrum frá þorpinu í Þykkvabæ þurfi ekki að fara í umhverfismat. Fyrirtækið Biokraft reisti tvær vindmyllur á sama stað árið 2014. Þær eyðilögðust báðar í eldsvoða og voru teknar niður síðasta haust.
Biokraft fór í þrot og eignir félagsins enduðu í fangi Eignabjargs, félags í eigu Arion banka. Nú er það Háblær ehf. sem hyggst reisa vindmyllur á sama grunni og á grundvelli sama skipulags. Það félag er í eigu Arion banka og Qair Iceland, dótturfyrirtækis franska orkufyrirtækisins Qair. Qair hefur kynnt áform um að reisa stór vindorkuver víðs vegar um landið, m.a. í Norðurárdal, í Meðallandi og á Melrakkasléttu. Þær hugmyndir telja hver fyrir sig jafnvel tugi vindmylla, mun hærri en þær sem stóðu í Þykkvabæ og þeirra …
Athugasemdir