Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Viðar: „Grafalvarlegt mál“ þegar kjörnir fulltrúar kynda undir gróusögur

Vara­þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir að sögu­sagn­ir af meintri hegð­un og at­ferli flótta­fólks í Reykja­nes­bæ séu not­að­ar til að skauta sam­fé­lag­ið í „við og þau“.

Viðar: „Grafalvarlegt mál“ þegar kjörnir fulltrúar kynda undir gróusögur
Verður að linna „Þessu verður að linna,“ segir Viðar um málflutning Ásmundar Friðrikssonar.

„Það er grafalvarlegt mál þegar kjörnir fulltrúar nýta sér stöðu sína og vettvang til að ala á og kynda undir gróusögur, láta sem þær séu staðreyndir.“

Þetta sagði Viðar Eggertsson varaþingmaður Samfylkingarinnar undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. 

Vísaði hann í sögusagnir af meintri hegðun og atferli flóttafólks í Reykjanesbæ sem hann sagði að notaðar væru til að skauta samfélagið í „við og þau“, þar sem þau væru flóttafólk sem þætti einkar heppilegt að beina hatri að. 

„Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í slíkri skautun. Undir gróusögurnar er rækilega kynnt, meðal annars hér í ræðustól Alþingis af þingmönnum til að upphefja sig á kostnað þeirra sem veikt standa og eflir hatur í þeirra garð. Í nýjasta tölublaði Heimildarinnar er vönduð úttekt á þessu og ganga blaðamenn í það að kanna sannleiksgildi sögusagnanna sem alþingismennirnir hefðu sjálfir betur gert áður en þeir básúnuðu fordómana,“ sagði hann.  

Í nýjasta tölublaði Heimildarinnar kom fram að sögu­sagn­ir um að fólki stæði ógn af flótta­fólki og um­sækj­end­um um al­þjóð­lega vernd í Reykja­nes­bæ, sem sam­kvæmt könn­un miðilsins á sér ekki stoð í raun­veru­leik­an­um, hefðu náð flugi og rat­að í um­búð­um stað­reynda inn á bæj­ar­stjórn­ar­fundi þar og á Al­þingi. Talað var við sér­fræð­ing­a sem sögðu hættu­legt að póli­tík­us­ar ýttu und­ir ótta vegna ógn­ar sem ekki væri til stað­ar.

Ekki boðlegt

Viðar sagði á þingi í dag að úttekt Heimildarinnar sýndi að nánast allar sögusagnirnar virtust byggðar á sandi en það skipti í raun engu í augum þeirra sem sæju sér leik á borði í lýðskrumi. 

Tók hann sem dæmi ræðu Ásmundar Friðrikssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins sem hann hélt í ræðustól Alþingis þar sem hann sagði að íbúum hefði verið hent út úr blokk í Reykjanesbæ og á götuna til að rýma fyrir flóttafólki. 

„Þegar blaðamenn bentu honum á að sagan hefði reynst röng svaraði þingmaðurinn að hann væri að bergmála það sem honum var sagt og að hann hefði ekki tíma til að gá hvort fólk væri raunverulega á götunni. Þetta er ekki boðlegt,“ sagði Viðar. „Þessu verður að linna.“

Kjósa
45
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Reynir Vilhjálmsson skrifaði
    Ég er venjulega ekki fylgjandi hörðum refsingum en í þetta skipti legg ég til að þeir sem bera fram rangar kjaftasögur á Alþingi án þess að hafa lagt sig fram um að reyna sannleiksgildi þeirra verði dæmdir til pólitísks skóggangs. Að enginn trúi þeim og að þeir verði taldir pólitískst óferjandi, óalandi og óráðandi öllum bjargráðum. Viðar á þakkir skilið fyrir að hafa gert ósómann að umtalsefni.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár