Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Viðar: „Grafalvarlegt mál“ þegar kjörnir fulltrúar kynda undir gróusögur

Vara­þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir að sögu­sagn­ir af meintri hegð­un og at­ferli flótta­fólks í Reykja­nes­bæ séu not­að­ar til að skauta sam­fé­lag­ið í „við og þau“.

Viðar: „Grafalvarlegt mál“ þegar kjörnir fulltrúar kynda undir gróusögur
Verður að linna „Þessu verður að linna,“ segir Viðar um málflutning Ásmundar Friðrikssonar.

„Það er grafalvarlegt mál þegar kjörnir fulltrúar nýta sér stöðu sína og vettvang til að ala á og kynda undir gróusögur, láta sem þær séu staðreyndir.“

Þetta sagði Viðar Eggertsson varaþingmaður Samfylkingarinnar undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. 

Vísaði hann í sögusagnir af meintri hegðun og atferli flóttafólks í Reykjanesbæ sem hann sagði að notaðar væru til að skauta samfélagið í „við og þau“, þar sem þau væru flóttafólk sem þætti einkar heppilegt að beina hatri að. 

„Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í slíkri skautun. Undir gróusögurnar er rækilega kynnt, meðal annars hér í ræðustól Alþingis af þingmönnum til að upphefja sig á kostnað þeirra sem veikt standa og eflir hatur í þeirra garð. Í nýjasta tölublaði Heimildarinnar er vönduð úttekt á þessu og ganga blaðamenn í það að kanna sannleiksgildi sögusagnanna sem alþingismennirnir hefðu sjálfir betur gert áður en þeir básúnuðu fordómana,“ sagði hann.  

Í nýjasta tölublaði Heimildarinnar kom fram að sögu­sagn­ir um að fólki stæði ógn af flótta­fólki og um­sækj­end­um um al­þjóð­lega vernd í Reykja­nes­bæ, sem sam­kvæmt könn­un miðilsins á sér ekki stoð í raun­veru­leik­an­um, hefðu náð flugi og rat­að í um­búð­um stað­reynda inn á bæj­ar­stjórn­ar­fundi þar og á Al­þingi. Talað var við sér­fræð­ing­a sem sögðu hættu­legt að póli­tík­us­ar ýttu und­ir ótta vegna ógn­ar sem ekki væri til stað­ar.

Ekki boðlegt

Viðar sagði á þingi í dag að úttekt Heimildarinnar sýndi að nánast allar sögusagnirnar virtust byggðar á sandi en það skipti í raun engu í augum þeirra sem sæju sér leik á borði í lýðskrumi. 

Tók hann sem dæmi ræðu Ásmundar Friðrikssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins sem hann hélt í ræðustól Alþingis þar sem hann sagði að íbúum hefði verið hent út úr blokk í Reykjanesbæ og á götuna til að rýma fyrir flóttafólki. 

„Þegar blaðamenn bentu honum á að sagan hefði reynst röng svaraði þingmaðurinn að hann væri að bergmála það sem honum var sagt og að hann hefði ekki tíma til að gá hvort fólk væri raunverulega á götunni. Þetta er ekki boðlegt,“ sagði Viðar. „Þessu verður að linna.“

Kjósa
45
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Reynir Vilhjálmsson skrifaði
    Ég er venjulega ekki fylgjandi hörðum refsingum en í þetta skipti legg ég til að þeir sem bera fram rangar kjaftasögur á Alþingi án þess að hafa lagt sig fram um að reyna sannleiksgildi þeirra verði dæmdir til pólitísks skóggangs. Að enginn trúi þeim og að þeir verði taldir pólitískst óferjandi, óalandi og óráðandi öllum bjargráðum. Viðar á þakkir skilið fyrir að hafa gert ósómann að umtalsefni.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu