Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

„Bergmála það sem mér er sagt“

Sögu­sagn­ir um að fólki standi ógn af flótta­fólki og um­sækj­end­um um al­þjóð­lega vernd í Reykja­nes­bæ, sem sam­kvæmt könn­un Heim­ild­inn­ar á sér ekki stoð í raun­veru­leik­an­um, hafa náð flugi og rat­að í um­búð­um stað­reynda inn á bæj­ar­stjórn­ar­fundi þar og á Al­þingi. Sér­fræð­ing­ar segja hættu­legt að póli­tík­us­ar ýti und­ir ótta vegna ógn­ar sem ekki sé til stað­ar.

Um þessar mundir eru 117 milljónir flóttafólks í heiminum að sögn Sameinuðu þjóðanna. Aldrei hefur fleira fólk verið á vergangi. Flest fólkið er í fátækustu löndum heims. Fáir komast til Evrópu og enn færri alla leið til Íslands. 

Reykjanesbær hefur síðustu ár hlutfallslega tekið á móti og veitt fleira flóttafólki og umsækjendum um alþjóðlega vernd, sem oft er vísað til sem hælisleitenda, þjónustu en flest hinna sveitarfélaganna.

Þann 1. apríl síðastliðinn var hlutfall íbúa þar sem eru með erlent ríkisfang 30,7 prósent. Meðal þeirra eru umsækjendur um alþjóðlega vernd og flóttafólk. Sá hópur telur nú 1.098 íbúa í Reykjanesbæ sem er 5 prósent af íbúafjöldanum og af þeim eru 216 börn sem eru 4 prósent af heildarfjölda barna í bænum. 385 eru komin með vernd hjá bænum og fá þar þjónustu. Í þeim hópi eru 89 börn.

100 milljóna múrinn rofinn í fyrraSamkvæmt Sameinuðu þjóðunum voru 100 milljónir flóttafólks …
Kjósa
49
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Páll Þorsteinsson skrifaði
    Í London eru 13% íbúar svartir, þessi 13% hópur er á bakvið yfir 60% hnífstungna í borginni.
    -8
  • Þóra Leósdóttir skrifaði
    Takk fyrir afar góða grein! Þessi málflutningur kjörinna fulltrúa er hreint með ólíkindum - hversu óvandað getur fólk verið? Skömmin er þeirra!
    9
  • Helga Ögmundardóttir skrifaði
    Kærar þakkir, Margrét, fyrir afar góða og mikilvæga greiningu á málefni sem verður sífellt mikilvægara að skilja, eftir því sem flóttafólki fjölgar í heiminum. Því það lítur úr fyrir að það sé staðreynd sem við hérlendis getum ekkert lokað augunum fyrir og þóst vera stikkfrí frá að takast á við.
    8
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu