Verslunin Bræðurnir Eyjólfssynir á Flateyri keypti sögufrægt hús við Hafnarstræti í þorpinu á 2 milljónir króna í fyrra, jafnvel þó að fasteignamat hússins sé rúmar 20 milljónir. Kaupverðið var greitt með yfirtöku skulda. Húsið sem um ræðir hýsir Gömlu bókabúðina á Flateyri þar sem sonur nýja eigandans, Eyþór Jóvinsson, hefur rekið verslun síðastliðin ár. Tæpum einum og hálfum mánuði eftir að kaupsamningnum var þinglýst á fyrri helmingi síðasta árs var húsið veðsett fyrir 7 milljóna króna láni hjá Íslandsbanka.
Seljandinn var sjálfseignarstofnunin Minjasjóður Önundarfjarðar. Húsið er frá 1898 og er úr timbri. Það er 263 fermetrar að stærð.
Húsið hefur ratað í umfjöllun fjölmiðla síðastliðin ár sökum þess að um er að ræða elstu verslun landsins. Eyþór er auk þess langafabarn stofnanda verslunarinnar og er fjórði ættliðurinn úr fjölskyldunni sem rekur hana. Í Gömlu bókabúðinni eru bækur seldar eftir vigt auk alls kyns gjafavöru. Gamla bókabúðin rekur einnig vefverslun. …
Athugasemdir (3)