Árið 2016 úrskurðaði umboðsmaður Alþingis að ráðning sumarstarfsmanns í fast starf hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna hafi verið óheimil vegna þess að annar starfsmaður, sem gegnt hafði sama starfi og sagt var upp störfum hjá stofnuninni, var ennþá á uppsagnarfresti. Umboðsmaður komst að þessari niðurstöðu eftir að konan sem sagt var upp störfum hjá Lánasjóðnum, sem í dag heitir Menntasjóður námsmanna, kvartaði til stofnunarinnar. Í úrskurði umboðsmanns er jafnframt komist að því að Lánasjóðurinn hafi ekki gætt að meðalhófsreglu stjórnsýslulaga við ákvörðunina um að segja starfsmanninum upp.
Mál þessa fyrrverandi starfsmanns stofnunarinnar er eitt af þeim fjölmörgu sem komið hafa upp á yfirborðið eftir að Heimildin greindi frá því að háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið rannsaki nú ásakanir um einelti framkvæmdastjórans, Hrafnhildar Ástu Þorvaldsdóttur, sem komið hefur upp innan Menntasjóðs námsmanna. Í kjölfarið á þeirri umfjöllun kom í ljós annað mál þar sem kona vændi …
Athugasemdir