Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Ofbeldi feðraveldisins og bjargráð

Sig­ríð­ur Jóns­dótt­ir brá sér í Tjarn­ar­bíó og rýn­ir í verk­ið Stelp­ur og strák­ar ...

Ofbeldi feðraveldisins og bjargráð
Björk Guðmundsdóttir að leika.
Leikhús

Stelp­ur og strák­ar

Höfundur Dennis Kelly
Leikstjórn Annalísa Hermannsdóttir
Leikarar Björk Guðmundsdóttir

Aðstoðarleikstjórn Melkorka Gunborg Briansdóttir og Ásta Rún Ingvadóttir

Hljóðmynd Andrés Þór Þorvarðarson

Ljósahönnun Magnús Thorlacius

Þýðing Matthías Tryggvi Haraldsson og Melkorka Gunborg Briansdóttir

Tjarnarbíó í samvinnu við sviðslistahópinn Fullorðið fólk
Gefðu umsögn

Ofbeldisverk eru ekki ný af nálinni í leikritunarsögunni enda er ofbeldi eitt af höfuðeinkennum mannkynsins. Engin önnur dýrategund beitir jafn fjölbreyttu, grófu og yfirgripsmiklu ofbeldi eins og manndýrið. Mennirnir drepa ekki eingöngu ímyndaða óvini sína í stórum stíl á erlendri grund heldur einnig sitt nánasta fólk heima fyrir.

Stelpur og strákar eftir Dennis Kelly skoðar náið samband tveggja einstaklinga út frá ofangreindum hugmyndum um kerfislægt ofbeldi. Tvær manneskjur hittast óvænt á flugvelli, verða tryllingslega ástfangin, stofna til heimilis sem verður að lokum rústir einar. Uppfærslan hefur verið á leikferð um landið og lendir nú í Tjarnarbíó í örstuttan tíma.

Samhliða framvindu verksins, sem snýr að umræddu sambandi, hleður leikskáldið ofbeldisfullum myndlíkingum inn í textann, orðfæri sem einkennir stundum mannleg samskipti. Við tölum um að vilja drepa einhvern, grínumst með ofbeldisfulla hegðun og sláum á létta strengi með aðstoð blóðugra samlíkinga. En eins og með margt annað í uppbyggingu textans er stefið ofnotað í bland við klunnalegt stílbragð á köflum og augljósum dæmum úr samtímanum. Framvindan er langt og strembið ferðalag að hinu augljósa, blóðugum endalokum og tættu sálartetri.

Leikkonan Björk Guðmundsdóttir útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2021 og setur markmiðið hátt í þessu hlutverki, sem er virðingarvert. Tengingin á milli Bjarkar og áhorfenda er sömuleiðis góð, hún spilar inn á nándina af öryggi. Mikið mæðir á Björk enda stendur hún ein á sviðinu í tæpa tvo klukkutíma. En oft og tíðum er of mikil áhersla lögð á textaflutning frekar en leiktúlkun. Tilfinningaleg fjarlægð getur verið bjargráð eftir áföll en er ekki spennandi til áhorfs eitt og sér.

Textinn gefur til kynna að ónefnda konan sé af verkastétt, staðreynd sem skiptir máli en tapast bæði í leik og þýðingu. Þýðendur eru Matthías Tryggvi Haraldsson og Melkorka Gunborg Briansdóttir sem leysa verkefnið tiltölulega vel en sum smáatriði missa marks. Sem dæmi má nefna hryssulegu yfirstéttarkonurnar og forréttindapésana sem aðalpersónan nefnir, einstaklingar geta treyst á aðstoð foreldra sinna til að finna frama, og eru ráðandi afl í enskri stéttarmenningu. Þannig eru áhorfendur staddir í félagslegu tómarými sem dregur úr krafti leiksýningarinnar.

Annalísa Hermannsdóttir, leikstjóri og leikmyndahönnuður sýningarinnar, útskrifaðist einnig frá LHÍ árið 2021 sem sviðshöfundur. Leikmyndin er byggð úr plasti; leiktjöld og leikmunir eru eins og vettvangur glæps eða sláturhúss í bland við barnaleikföng. Þegar hin ónefnda kona talar við áhorfendur stendur hún fyrir framan plasttjald en þegar hún talar við börnin sín er hún bak við sama tjald. Annalísa dregur þannig upp afmarkaða mynd af heimi leikritsins, eins og þessir tveir heimar séu ótengdir. Þessar ákvarðanir ýta undir fjarlægðartilfinninguna og dregur úr tengingu við aðalpersónuna.

Ekki getur verið tilviljun að sjónvarpsþátturinn Broadchurch sé nefndur sérstaklega í textanum. Undir lok fyrstu þáttaraðarinnar er atriði sem inniheldur persónuleg átök, þegar maki mölbrýtur traust, sem svipa til sviptinganna í leiksýningunni. Texti og textaflutningur sem margir hafa reynt að endurskapa síðasta áratuginn en fáum tekist.

Sumir afkimar samfélagsins eru svo gegnsósa af eitraðri karlmennsku að við verðum samdauna ofbeldinu. Eins og Kelly setur fram í leikverkinu: Er samfélagið smíðað þannig að karlmenn blómstri eða er tilgangurinn með skipulaginu að stoppa þá af? Fullorðið fólk er metnaðarfullur nýr leikhópur sem spennandi verður að fylgjast með, en þrátt fyrir fína frammistöðu Bjarkar grefur tilfinningalega fjarlægðin undan slagkrafti textans.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár