Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Er í lagi að við íbúar fórnum okkar lífsgæðum vegna ímyndargjörnings Heidelbergs?“

Svifryk og há­vaði. Þung um­ferð stórra flutn­inga­bíla og bygg­ing­ar sem yrðu 60 metr­ar á hæð, ann­að­hvort við þétt­býl­ið eða rétt ut­an þess. Íbú­ar og stofn­an­ir vilja ít­ar­legra mat á um­hverf­isáhrif­um möl­un­ar­verk­smiðju í Þor­láks­höfn sem sementsris­inn Heidel­berg áform­ar.

„Er í lagi að við íbúar fórnum okkar lífsgæðum vegna ímyndargjörnings Heidelbergs?“
Í bænum eða utan hans? Heidelberg hefur tryggt sér lóð við höfnina í Þorlákshöfn fyrir verksmiðjuna en eftir að Skipulagsstofnun ákvað að framkvæmdin þyrfti í umhverfismat var öðrum valkosti bætt við. Valið snýst því samkvæmt hugmyndum Heidelbergs um verksmiðju rétt við íbúabyggð og höfnina eða á lítt snortnu landi vestan bæjarins þar sem byggja þyrfti nýja höfn frá grunni. Mynd: Samsett

Í matsáætlun Heidelbergs vegna áformaðrar verksmiðju í Þorlákshöfn sem mala á móberg úr fjöllum í Þrengslum er lítið gert úr sjónrænum áhrifum og engin áhersla lögð á búsetugæði íbúa, að mati manns sem býr í bænum. Íbúabyggð sé ekki í 600 metra fjarlægð frá öðrum staðarvalkostinum sem fjallað er um í áætluninni, líkt og Heidelberg haldi fram, heldur í um 350 metra fjarlægð. „Er í lagi að við íbúar fórnum okkar lífsgæðum vegna ímyndargjörnings Heidelbergs?“ spyr Guðmundur Oddgeirsson, sem búsettur er í Þorlákshöfn.

Hann hefur, líkt og margir aðrir íbúar, áhyggjur af margvíslegum þáttum tengdum hinni fyrirhuguðu verksmiðju. Byggingarmagnið er mikið og hæð húsa og sílóa allt að 60 metrar. Þá þyrfti að flytja efni til verksmiðjunnar úr áformuðum námum í Þrengslum á stórum malarflutningabílum, sem myndu aka, líkt og Guðmundur bendir á, 12 tíma á dag, á fjögurra mínútna fresti – tveggja mínútna fresti ef tekið er inn í …

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Ef að því kemur finnst mér algjört glapræði að flytja efnið með vörubílum.
    Erlendis er hægt að sjá kláfa við malargryfjur sem flytja efnið ella iðnaðarjárnbrautir sem munu að auki nýta rafmagns sem orkugjafa.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár