Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

„Er í lagi að við íbúar fórnum okkar lífsgæðum vegna ímyndargjörnings Heidelbergs?“

Svifryk og há­vaði. Þung um­ferð stórra flutn­inga­bíla og bygg­ing­ar sem yrðu 60 metr­ar á hæð, ann­að­hvort við þétt­býl­ið eða rétt ut­an þess. Íbú­ar og stofn­an­ir vilja ít­ar­legra mat á um­hverf­isáhrif­um möl­un­ar­verk­smiðju í Þor­láks­höfn sem sementsris­inn Heidel­berg áform­ar.

„Er í lagi að við íbúar fórnum okkar lífsgæðum vegna ímyndargjörnings Heidelbergs?“
Í bænum eða utan hans? Heidelberg hefur tryggt sér lóð við höfnina í Þorlákshöfn fyrir verksmiðjuna en eftir að Skipulagsstofnun ákvað að framkvæmdin þyrfti í umhverfismat var öðrum valkosti bætt við. Valið snýst því samkvæmt hugmyndum Heidelbergs um verksmiðju rétt við íbúabyggð og höfnina eða á lítt snortnu landi vestan bæjarins þar sem byggja þyrfti nýja höfn frá grunni. Mynd: Samsett

Í matsáætlun Heidelbergs vegna áformaðrar verksmiðju í Þorlákshöfn sem mala á móberg úr fjöllum í Þrengslum er lítið gert úr sjónrænum áhrifum og engin áhersla lögð á búsetugæði íbúa, að mati manns sem býr í bænum. Íbúabyggð sé ekki í 600 metra fjarlægð frá öðrum staðarvalkostinum sem fjallað er um í áætluninni, líkt og Heidelberg haldi fram, heldur í um 350 metra fjarlægð. „Er í lagi að við íbúar fórnum okkar lífsgæðum vegna ímyndargjörnings Heidelbergs?“ spyr Guðmundur Oddgeirsson, sem búsettur er í Þorlákshöfn.

Hann hefur, líkt og margir aðrir íbúar, áhyggjur af margvíslegum þáttum tengdum hinni fyrirhuguðu verksmiðju. Byggingarmagnið er mikið og hæð húsa og sílóa allt að 60 metrar. Þá þyrfti að flytja efni til verksmiðjunnar úr áformuðum námum í Þrengslum á stórum malarflutningabílum, sem myndu aka, líkt og Guðmundur bendir á, 12 tíma á dag, á fjögurra mínútna fresti – tveggja mínútna fresti ef tekið er inn í …

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Ef að því kemur finnst mér algjört glapræði að flytja efnið með vörubílum.
    Erlendis er hægt að sjá kláfa við malargryfjur sem flytja efnið ella iðnaðarjárnbrautir sem munu að auki nýta rafmagns sem orkugjafa.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár