Þessi grein birtist upphaflega á Kjarnanum fyrir meira en 3 árum.

Þráði að „uppgötva eitthvað sem mannkynið vissi ekki að væri mögulegt“

Hún var „yngsti kven­kyns millj­arða­mær­ing­ur­inn sem byrj­aði frá grunni“, „næsti Steve Jobs“ og út­nefnd ein af áhrifa­mestu ein­stak­ling­um árs­ins 2015 af Time Magaz­ine. El­iza­beth Hol­mes var á toppn­um en hef­ur nú ver­ið sak­felld fyr­ir að svíkja fjár­festa.

Þráði að „uppgötva eitthvað sem mannkynið vissi ekki að væri mögulegt“
Elizabeth Holmes, stofnandi Theranos, á yfir höfði sér áratuga fangelsisvist fyrir að svíkja fjárfesta. Blóðskimunartækni sem átti að geta greint hundruð sjúkdóma reyndist ekki sönn og Holmes blekkti fjölda fjárfesta. Mynd: EPA

Réttarhöldin yfir Elizabeth Holmes, stofnanda tæknifyrirtækisins Theranos, hófust fyrir tæpum fjórum mánuðum. Kviðdómur komst að niðurstöðu í gær eftir að hafa rætt málin í sjö daga. Holmes var ákærð í ellefu liðum og fundin sek í fjórum þeirra sem snúa að svikum við fjárfesta. Kviðdómurinn sýknaði hana meðal annars af því að hafa vísvitandi logið að almenningi. Hver ákæruliður getur leitt til allt að 20 ára fangelsisvistar og því á Holmes yfir höfði sér allt að 80 ára dóm. Aðeins var sakfellt í málinu í gær en dómur verður kveðinn upp síðar. Sakfellingin sendir skýr skilaboð til Kísildalsins: Það eru afleiðingar af því að ljúga að fjárfestum.

Elizabeth Holmes er fædd árið 1985 og ólst upp á vel stæðu heimili í Washington DC. Hún hélt sig til hlés sem barn en var kurteis. Níu ára gömul skrifaði hún föður sínum bréf þar sem hún sagðist „þrá mest af öllu að uppgötva eitthvað nýtt, eitthvað sem mannkynið vissi ekki að væri mögulegt“.

Holmes hóf nám í efnaverkfræði við Stanford-háskóla árið 2002 þar sem hún fékk þá hugmynd að framleiða plástra sem geta sagt til um sýkingar og veitt sýklalyf eftir þörfum. Phyllis Gardner, sérfræðingur í klínískri lyfjafræði við háskólann, sagði Holmes að slíkt myndi ekki ganga upp. „Hún starði bara á mig,“ segir Gardner í samtali við BBC. Holmes var sannfærð um eigin snilligáfu að sögn Gardner. „Hún hafði ekki áhuga á sérþekkingu minni og það vakti með mér óhug“.

Örfáir blóðdropar áttu að geta sagt til um hundruð sjúkdóma

Holmes hélt ótrauð áfram, hætti í háskólanáminu og stofnaði líftæknifyrirtækið Theranos árið 2003, þá aðeins 19 ára gömul. 13 árum síðar kom hún af krafti inn í Kísildalinn þegar hún hélt því fram að hafa þróað byltingarkennda blóðskimunartækni sem gæti greint hundruð sjúkdóma, líkt og krabbamein og sykursýki, með örfáum blóðdropum. Með þessari byltingarkennda nýju tækni yrðu nálar úr sögunni. Holmes sannfærði marga valdamikla einstaklinga til að fjárfesta í fyrirtækinu eða sitja í stjórn þess. Eða bæði. Þeirra á meðal eru fjölmiðlajöfurinn Rupert Murdoch og tæknirisinn Larry Ellison. Þá áttu tveir áhrifamiklir stjórnmálamenn sæti í stjórn Theranos, Henry Kissinger fyrrverandi utanríkisráðherra og James Mattis fyrrverandi varnarmálaráðherra.

James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, bar vitni í réttarhöldunum yfir Holmes.

Þegar best lét var Thera­nos metið á níu millj­arða doll­ara eða sem nemur tæpum 1.200 millj­örðum króna. Árið 2015 fór að halla undan fæti þegar upp­ljóstr­ari innan fyr­ir­tæk­is­ins steig fram og sagð­ist efast um grein­ing­ar­tæki fyr­ir­tæk­is­ins. The Wall Street Journal skrif­aði ítar­legar frétta­skýr­ingar um fyr­ir­tækið þar sem í ljós kom að Thera­nos stund­aði rann­sóknir sínar með tækjum sem þegar voru aðgengi­leg á mark­aði. Fljót­lega kom í ljós að um stærð­ar­innar blekk­ing­ar­leik var að ræða. Starfs­leyfi fyr­ir­tæk­is­ins var aft­ur­kallað árið 2016 og tveimur árum síðar var Thera­nos leyst upp.

Holmes var hand­tekin í júní 2018, sökuð um að hafa svikið fjár­festa um 945 millj­ónir doll­ara, sem nemur rúm­lega 123 millj­örðum króna. Holmes var látin laus gegn trygg­ingu og árið 2019 gift­ist hún William Evans, 27 ára erf­ingja Evans-hót­el­keðj­unn­ar. Þau eign­uð­ust son í júlí í fyrra. Nýtil­komið móð­ur­hlut­verk Holmes var talið geta haft áhrif á ákvörðun kvið­dóms­ins en svo virð­ist ekki hafa ver­ið.

Neitar öllum ásök­unum en við­ur­kennir mis­tök

Holmes neit­aði sök í öllum ákæru­liðum og á meðan rétt­ar­höld­unum stóð sak­aði hún fyrr­ver­andi kærasta sinn og við­skipta­fé­laga, Ramesh “Sunny” Balwani, um and­legt ofbeldi og kyn­ferð­is­lega mis­notkun sem átti sér stað á þeim tíma sem hún á að hafa svikið fjár­festa. Holmes segir að ofbeldið hafi haft áhrif á and­legt ástand hennar á þessum tíma.

Elizabeth Holmes og eiginmaður hennar Billy Evans.

Balwani, sem er 19 árum eldri en Hol­mes, neitar ásök­un­unum Holmes og segir þær sví­virði­leg­ar. Rétt­ar­höld yfir Balwani hefj­ast í næsta mán­uði en ákærur á hendur honum byggja á svip­uðum for­sendum og gegn Holmes. Talið er lík­legt að dómur verði ekki kveð­inn upp yfir Holmes fyrr en þeim rétt­ar­höldum lýk­ur. Holmes er því frjáls ferða sinna, enn sem komið er, og mun eflaust nýta tíma sinn vel með hálfs árs syni sín­um. Blaða­menn sem voru við­staddir sak­fell­ing­una í gær segja að Holmes hafi sýnt litlar sem engar til­finn­ingar þegar nið­ur­staða kvið­dóms­ins var kunn­gjörð. Hún faðm­aði eig­in­mann sinn og for­eldra áður en hún yfir­gaf dóm­sal­inn.

Málið hefur óneit­an­lega vakið heims­at­hygli og til er bók og heim­ilda­mynd um Holmes og Thera­nos. Á næst­unni er svo von á sjón­varps­þátta­röð og kvik­mynd þar sem atburða­rásin verður rakin nán­ar. Enn hefur þó ekki verið útskýrt nákvæm­lega hvað Holmes gekk til með því að ljúga til um blóð­skimun­ar­tækn­ina.Var það þrýst­ing­ur­inn um að ná árangri sem bar Holmes ofur­liði? Rétt­ar­höldin vörp­uðu í raun ekki ljósi á hvað nákvæm­lega átti sér stað þar sem Holmes hélt því statt og stöðugt fram að hún hefði aldrei logið með­vitað að fjár­fest­um. Hún við­ur­kenndi ein­gunis að hafa gert mis­tök.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Meira undir en vilji til að slá eign sinni á herbergi
4
Allt af létta

Meira und­ir en vilji til að slá eign sinni á her­bergi

Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði ein­hug inn­an þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins um setu­verk­fall hefði þeim ver­ið gert að skipta um þing­flokks­her­bergi. Sam­fylk­ing­in ósk­aði eft­ir því að fá stærsta þing­flokks­her­berg­ið sem Sjálf­stæð­is­menn hafa haft til um­ráða frá ár­inu 1941 en fékk það ekki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Orrustan um Hafnarfjörð
5
ÚttektCarbfix-málið

Orr­ust­an um Hafn­ar­fjörð

Íbú­ar í Hafnar­firði lýsa áhyggj­um af áætl­un­um Car­bfix vegna Coda Term­inal-verk­efn­is­ins, þar sem áætl­að er að dæla nið­ur kol­díoxí­óði í næsta ná­grenni við íbúa­byggð. Fyrstu kynn­ing­ar Car­bfix hafi ver­ið allt aðr­ar en síð­ar kom í ljós. Þá eru skipt­ar skoð­an­ir á verk­efn­inu inn­an bæj­ar­stjórn­ar en odd­viti VG furð­ar sig á með­vit­und­ar­leysi borg­ar­full­trúa í Reykja­vík.
Vanefndir og riftanir í tveimur leikskólaverkefnum sama verktaka
6
Fréttir

Vanefnd­ir og rift­an­ir í tveim­ur leik­skóla­verk­efn­um sama verk­taka

Und­ir­verk­tak­ar sem kom­ið hafa að leik­skó­la­upp­bygg­ingu í Reykja­nes­bæ og Hvera­gerði sitja eft­ir með sárt enn­ið vegna vanefnda verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins Hrafn­hóls. Ein­inga­hús­næði sem fé­lag­ið hef­ur flutt inn er­lend­is frá hef­ur bók­staf­lega ekki hald­ið vatni. Á báð­um stöð­um hef­ur samn­ingi um upp­bygg­ing­una ver­ið rift.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár