Þessi grein birtist upphaflega á Kjarnanum fyrir meira en 3 árum.

Þráði að „uppgötva eitthvað sem mannkynið vissi ekki að væri mögulegt“

Hún var „yngsti kven­kyns millj­arða­mær­ing­ur­inn sem byrj­aði frá grunni“, „næsti Steve Jobs“ og út­nefnd ein af áhrifa­mestu ein­stak­ling­um árs­ins 2015 af Time Magaz­ine. El­iza­beth Hol­mes var á toppn­um en hef­ur nú ver­ið sak­felld fyr­ir að svíkja fjár­festa.

Þráði að „uppgötva eitthvað sem mannkynið vissi ekki að væri mögulegt“
Elizabeth Holmes, stofnandi Theranos, á yfir höfði sér áratuga fangelsisvist fyrir að svíkja fjárfesta. Blóðskimunartækni sem átti að geta greint hundruð sjúkdóma reyndist ekki sönn og Holmes blekkti fjölda fjárfesta. Mynd: EPA

Réttarhöldin yfir Elizabeth Holmes, stofnanda tæknifyrirtækisins Theranos, hófust fyrir tæpum fjórum mánuðum. Kviðdómur komst að niðurstöðu í gær eftir að hafa rætt málin í sjö daga. Holmes var ákærð í ellefu liðum og fundin sek í fjórum þeirra sem snúa að svikum við fjárfesta. Kviðdómurinn sýknaði hana meðal annars af því að hafa vísvitandi logið að almenningi. Hver ákæruliður getur leitt til allt að 20 ára fangelsisvistar og því á Holmes yfir höfði sér allt að 80 ára dóm. Aðeins var sakfellt í málinu í gær en dómur verður kveðinn upp síðar. Sakfellingin sendir skýr skilaboð til Kísildalsins: Það eru afleiðingar af því að ljúga að fjárfestum.

Elizabeth Holmes er fædd árið 1985 og ólst upp á vel stæðu heimili í Washington DC. Hún hélt sig til hlés sem barn en var kurteis. Níu ára gömul skrifaði hún föður sínum bréf þar sem hún sagðist „þrá mest af öllu að uppgötva eitthvað nýtt, eitthvað sem mannkynið vissi ekki að væri mögulegt“.

Holmes hóf nám í efnaverkfræði við Stanford-háskóla árið 2002 þar sem hún fékk þá hugmynd að framleiða plástra sem geta sagt til um sýkingar og veitt sýklalyf eftir þörfum. Phyllis Gardner, sérfræðingur í klínískri lyfjafræði við háskólann, sagði Holmes að slíkt myndi ekki ganga upp. „Hún starði bara á mig,“ segir Gardner í samtali við BBC. Holmes var sannfærð um eigin snilligáfu að sögn Gardner. „Hún hafði ekki áhuga á sérþekkingu minni og það vakti með mér óhug“.

Örfáir blóðdropar áttu að geta sagt til um hundruð sjúkdóma

Holmes hélt ótrauð áfram, hætti í háskólanáminu og stofnaði líftæknifyrirtækið Theranos árið 2003, þá aðeins 19 ára gömul. 13 árum síðar kom hún af krafti inn í Kísildalinn þegar hún hélt því fram að hafa þróað byltingarkennda blóðskimunartækni sem gæti greint hundruð sjúkdóma, líkt og krabbamein og sykursýki, með örfáum blóðdropum. Með þessari byltingarkennda nýju tækni yrðu nálar úr sögunni. Holmes sannfærði marga valdamikla einstaklinga til að fjárfesta í fyrirtækinu eða sitja í stjórn þess. Eða bæði. Þeirra á meðal eru fjölmiðlajöfurinn Rupert Murdoch og tæknirisinn Larry Ellison. Þá áttu tveir áhrifamiklir stjórnmálamenn sæti í stjórn Theranos, Henry Kissinger fyrrverandi utanríkisráðherra og James Mattis fyrrverandi varnarmálaráðherra.

James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, bar vitni í réttarhöldunum yfir Holmes.

Þegar best lét var Thera­nos metið á níu millj­arða doll­ara eða sem nemur tæpum 1.200 millj­örðum króna. Árið 2015 fór að halla undan fæti þegar upp­ljóstr­ari innan fyr­ir­tæk­is­ins steig fram og sagð­ist efast um grein­ing­ar­tæki fyr­ir­tæk­is­ins. The Wall Street Journal skrif­aði ítar­legar frétta­skýr­ingar um fyr­ir­tækið þar sem í ljós kom að Thera­nos stund­aði rann­sóknir sínar með tækjum sem þegar voru aðgengi­leg á mark­aði. Fljót­lega kom í ljós að um stærð­ar­innar blekk­ing­ar­leik var að ræða. Starfs­leyfi fyr­ir­tæk­is­ins var aft­ur­kallað árið 2016 og tveimur árum síðar var Thera­nos leyst upp.

Holmes var hand­tekin í júní 2018, sökuð um að hafa svikið fjár­festa um 945 millj­ónir doll­ara, sem nemur rúm­lega 123 millj­örðum króna. Holmes var látin laus gegn trygg­ingu og árið 2019 gift­ist hún William Evans, 27 ára erf­ingja Evans-hót­el­keðj­unn­ar. Þau eign­uð­ust son í júlí í fyrra. Nýtil­komið móð­ur­hlut­verk Holmes var talið geta haft áhrif á ákvörðun kvið­dóms­ins en svo virð­ist ekki hafa ver­ið.

Neitar öllum ásök­unum en við­ur­kennir mis­tök

Holmes neit­aði sök í öllum ákæru­liðum og á meðan rétt­ar­höld­unum stóð sak­aði hún fyrr­ver­andi kærasta sinn og við­skipta­fé­laga, Ramesh “Sunny” Balwani, um and­legt ofbeldi og kyn­ferð­is­lega mis­notkun sem átti sér stað á þeim tíma sem hún á að hafa svikið fjár­festa. Holmes segir að ofbeldið hafi haft áhrif á and­legt ástand hennar á þessum tíma.

Elizabeth Holmes og eiginmaður hennar Billy Evans.

Balwani, sem er 19 árum eldri en Hol­mes, neitar ásök­un­unum Holmes og segir þær sví­virði­leg­ar. Rétt­ar­höld yfir Balwani hefj­ast í næsta mán­uði en ákærur á hendur honum byggja á svip­uðum for­sendum og gegn Holmes. Talið er lík­legt að dómur verði ekki kveð­inn upp yfir Holmes fyrr en þeim rétt­ar­höldum lýk­ur. Holmes er því frjáls ferða sinna, enn sem komið er, og mun eflaust nýta tíma sinn vel með hálfs árs syni sín­um. Blaða­menn sem voru við­staddir sak­fell­ing­una í gær segja að Holmes hafi sýnt litlar sem engar til­finn­ingar þegar nið­ur­staða kvið­dóms­ins var kunn­gjörð. Hún faðm­aði eig­in­mann sinn og for­eldra áður en hún yfir­gaf dóm­sal­inn.

Málið hefur óneit­an­lega vakið heims­at­hygli og til er bók og heim­ilda­mynd um Holmes og Thera­nos. Á næst­unni er svo von á sjón­varps­þátta­röð og kvik­mynd þar sem atburða­rásin verður rakin nán­ar. Enn hefur þó ekki verið útskýrt nákvæm­lega hvað Holmes gekk til með því að ljúga til um blóð­skimun­ar­tækn­ina.Var það þrýst­ing­ur­inn um að ná árangri sem bar Holmes ofur­liði? Rétt­ar­höldin vörp­uðu í raun ekki ljósi á hvað nákvæm­lega átti sér stað þar sem Holmes hélt því statt og stöðugt fram að hún hefði aldrei logið með­vitað að fjár­fest­um. Hún við­ur­kenndi ein­gunis að hafa gert mis­tök.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
1
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.
Harvard tekur afstöðu gegn Trump – milljarða fjármögnun skólans fryst
6
Erlent

Har­vard tek­ur af­stöðu gegn Trump – millj­arða fjár­mögn­un skól­ans fryst

Virt­asti há­skóli Banda­ríkj­anna, Har­vard, tefldi millj­örð­um dala í rík­is­stuðn­ingi í tví­sýnu þeg­ar hann hafn­aði víð­tæk­um kröf­um rík­is­stjórn­ar Don­alds Trump. Kröf­urn­ar voru sagð­ar gerð­ar til þess að sporna við gyð­inga­h­atri á há­skóla­svæð­um. Kröf­urn­ar snúa að stjórn­ar­hátt­um, ráðn­ing­um og inn­töku­ferli skól­ans.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
6
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár