Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1126. spurningaþraut: „Mörður hét maður er kallaður var gígja“

1126. spurningaþraut: „Mörður hét maður er kallaður var gígja“

Fyrri aukaspurning:

Hver er konan á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða landi er höfuðborgin Sarajevo?

2.  Eitt sinn var Jesúa frá Nasaret að prédika og áheyrendur gerðust hungraðir. Þá bauð hann þeim upp á tvennt sér til næringar. Hvað var það?

3.  En hversu marga fæddi hann með móti?

4.  Árið 2017 lést innanríkisráðherra langt fyrir aldur fram. Hún hafði raunar nýlega látið af störfum vegna veikinda. Hvað hét hún?

5.  Eftir hvern er frægasta tónverkið sem heitir Árstíðirnar fjórar?

6.  Hvaða Íslendingasaga hefst á þessa leið: „Úlfur hét maður, sonur Bjálfa og Hallberu, dóttur Úlfs hins óarga. [...] Úlfur var maður svo mikill og sterkur, að eigi voru hans jafningjar, en er hann var á unga aldri, lá hann í víkingu og herjaði. Með honum var í félagsskap sá maður, er kallaður var Berðlu-Kári, göfugur maður og hinn mesti afreksmaður að afli og áræði; hann var berserkur.“

7.  Hvað hét afar vinsælt lag sem tónlistarmaðurinn PSY sendi frá sér fyrir um áratug?

8.  Hvað hétu flugfélögin íslensku sem sameinuðust 1973?

9.  Hvað er stærsta sjálfstæða ríkið þar sem portúgalska er opinbert mál?

10.  En í hvaða sjálfstæða ríki er katalónska opinbert mál?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað nefnist sú algenga leturtegund sem má sjá hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Bosníu & Hersegóvínu.

2.  Brauð og fiska.

3.  Fimm þúsund.

4.  Ólöf Nordal.

5.  Vivaldi.

6.  Egilssaga.

7.  Gangnam Style. 

8.  Loftleiðir og Flugfélag Íslands.

9.  Brasilía.

10.  Andorra. Katalónska nýtur vissulega réttinda í Katalóníu en á Spáni í heild er aðeins spænska (kastiljanska) opinbert mál.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Ólafía Hrönn Jónsdóttir.

Letrið á upphafi Njálu er Times New Roman.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár