Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1126. spurningaþraut: „Mörður hét maður er kallaður var gígja“

1126. spurningaþraut: „Mörður hét maður er kallaður var gígja“

Fyrri aukaspurning:

Hver er konan á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða landi er höfuðborgin Sarajevo?

2.  Eitt sinn var Jesúa frá Nasaret að prédika og áheyrendur gerðust hungraðir. Þá bauð hann þeim upp á tvennt sér til næringar. Hvað var það?

3.  En hversu marga fæddi hann með móti?

4.  Árið 2017 lést innanríkisráðherra langt fyrir aldur fram. Hún hafði raunar nýlega látið af störfum vegna veikinda. Hvað hét hún?

5.  Eftir hvern er frægasta tónverkið sem heitir Árstíðirnar fjórar?

6.  Hvaða Íslendingasaga hefst á þessa leið: „Úlfur hét maður, sonur Bjálfa og Hallberu, dóttur Úlfs hins óarga. [...] Úlfur var maður svo mikill og sterkur, að eigi voru hans jafningjar, en er hann var á unga aldri, lá hann í víkingu og herjaði. Með honum var í félagsskap sá maður, er kallaður var Berðlu-Kári, göfugur maður og hinn mesti afreksmaður að afli og áræði; hann var berserkur.“

7.  Hvað hét afar vinsælt lag sem tónlistarmaðurinn PSY sendi frá sér fyrir um áratug?

8.  Hvað hétu flugfélögin íslensku sem sameinuðust 1973?

9.  Hvað er stærsta sjálfstæða ríkið þar sem portúgalska er opinbert mál?

10.  En í hvaða sjálfstæða ríki er katalónska opinbert mál?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað nefnist sú algenga leturtegund sem má sjá hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Bosníu & Hersegóvínu.

2.  Brauð og fiska.

3.  Fimm þúsund.

4.  Ólöf Nordal.

5.  Vivaldi.

6.  Egilssaga.

7.  Gangnam Style. 

8.  Loftleiðir og Flugfélag Íslands.

9.  Brasilía.

10.  Andorra. Katalónska nýtur vissulega réttinda í Katalóníu en á Spáni í heild er aðeins spænska (kastiljanska) opinbert mál.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Ólafía Hrönn Jónsdóttir.

Letrið á upphafi Njálu er Times New Roman.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
4
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
5
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár